Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 17

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 17
FRÆÐIGREINAR / MEÐFÆDDIR HJARTAGALLAR þrílitnu 9,18 og annað ófullkomna þrílitnu 22. Sex barnanna voru tvíburar og þrjú fyrirburar. 1 töflu IV koma fram dánarorsakir bamanna sem létust. Umræða Nýgengi hérlendis Árlegt nýgengi meðfæddra hjartagalla á Islandi á ár- unum 1990-1999 var 1,7%. Það var nokkuð breytilegt á rannsóknartímabilinu, eða frá 1,04% á árinu 1991 til 2,34% á árinu 1997 þegar það var hæst. Þetta ný- gengi er nokkru hærra en í rannsókninni sem gerð var hér á landi á árunum 1985-1989 þegar það var 1,1% (1). Fjölgun meðfæddra hjartagalla var einkum vegna fjölgunar á minniháttar göllum. Nýgengi alvar- legra hjartagalla var 0,50% af lifandi fæddum börn- um sem var sambærilegt við nýgengi þeirra frá fyrri rannsókninni (0,47%) (1). Hugsanlegt er að nýgengi meiriháttar hjartagalla fari lækkandi þar sem mark- tækt færri alvarlegir gallar greindust á síðari hluta rannsóknartímabilsins. Ein skýring á mögulegri fækkun alvarlegra hjartagalla síðustu ár gæti verið bætt greining þeirra á fósturskeiði. Með bættri fóstur- hjartaómskoðun greinast fleiri alvarlegir hjartagallar, eins og vanþroska vinstra hjarta og flóknir óskurð- tækir gallar, snemma á meðgöngu. Líklegt er að oftar sé endi bundinn á slíka meðgöngu sem leiði til fækk- unar lifandi fæddra barna með alvarlega hjartagalla. Aukningu á nýgengi minniháttar hjartagalla má að hluta til rekja til þess að í fyrri rannsókninni var tvíblöðku ósæðarloka ekki tahn til hjartagalla. I þess- ari rannsókn var þessi galli talinn með þar sem hann getur síðar á ævinni leitt til ósæðarlokusjúkdóms og krefst þess vegna ævilangs eftirhts. Tvíblöðku ósæð- arloka eykur hættu á hjartaþelsbólgu (2) og því er fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf nauðsynleg ef sjúklingar með þennan galla þurfa að gangast undir aðgerð. Athyglisvert var að skoða nýgengi hvers árs á rann- sóknartímabilinu því ljóst er að nýgengi síðustu þriggja áranna (1997-1999) var töluvert hærra en á fyrri hluta rannsóknartímabilsins og auk þess mun hærra en í fyrri rannsókninni eða 2,11% (mynd 1 og 2). Hugsan- legt er að þessi tala eigi eftir að hækka enn frekar. Enn á eftir að greina hjartagalla hjá börnum sem fæddust á þessum árum þar sem meðfæddir hjartagallar eru að greinast hjá börnum fram eftir aldri. Fullkomnari ómsjár, bætt aðgengi að sérfræðing- um í hjartasjúkdómum barna og fjölgun tilvísana barna með hjartaóhljóð má nefna sem líklegar ástæð- ur fyrir fjölgun minniháttar hjartagalla. Líklegt er að með betra aðgengi að barnahjartalæknum komist börn sem kviknað hafa grunsemdir um að gætu verið með hjartagalla fyrr til greiningar og þannig greinist fleiri htil op á milli hjartahólfa sem áður lokuðust af sjálfu sér án þess að fram kæmi vitneskja um þau. Fig 6. Age at diagnosis of congenital heart defect. Table III. Distribution of CHD accompanied by synd- romes, chromosomal anomalies and other congenital defects. A. Chromosomal anomaly n Down's syndrome 28 Other chromosomal anomalies 8 Total 36 B. Syndrome William's syndrome 3 Noonan’s syndrome 4 Von Recklinghausen's syndrome 1 Russel-Silver's syndrome 1 Total 9 C. Other congenital defects Genito-urinary tract 7 Gastrointesinal tract 5 Cleft palate and / or lip 4 Anomalies of other thoracal organs 5 Anomalies of head and face 2 Neurological and developemental defects 18 Multiple congenital defects 2 Hematology diseases 1 Total 44 Total 89 Table IV. Cause ofdeath of patients with CHD. Cause of death CHD, chromosomal anomaly and multiple organ defects CHD and infection Associated with cardiac surgery or cardiac catheterisation Major unoperable CHD Died because of CHD Total 7 4 6 7 3 27 Nýgengi erlendis Nýgengi meðfæddra hjartagalla á Islandi er sam- kvæmt þessari rannsókn hærra en fram hefur komið í sambærilegum rannsóknum erlendis frá. Nýgengi er- lendis hefur verið á bilinu 0,28%-l,22% (3-12) en ný- gengi í eldri rannsóknum er yfirleitt nokkru lægra en í nýrri rannsóknum. Borið saman við rannsóknina frá 1985-1989 gæti meðfæddum hjartagöllum verið að fjölga hér á landi á Læknablaðið 2002/88 285
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.