Læknablaðið - 15.04.2002, Page 22
FRÆÐIGREINAR / AUKA- OG MILLIVERKANIR NÁTTÚRULYFJA
og fæðubótarefni hins vegar. Sérstök reglugerð gildir
hér á landi um markaðsleyfi náttúrulyfja (1), en skilin
á milli náttúruvara og fæðubótarefna eru oft óljós.
Náttúrulyf þurfa að standast jafn strangar kröfur um
hráefnis-, framleiðslu- og gæðaeftirlit og lyfseðils-
skyld lyf. Jafnframt liggur fyrir samantekt á eiginleik-
um þeirra (Special Product Characteristics, SPC)
með sama hætti og þegar markaðssett lyf eiga í hlut
(1). Hvað varðar hins vegar náttúruvörur og fæðu-
bótarefni þurfa framleiðendur ekki að staðfesta ör-
yggi og áhrif áður en þau eru markaðssett.
Almenningur telur oft að lækningajurtir valdi
ekki aukaverkunum en slík viðhorf geta haft alvar-
legar afleiðingar (2). Þótt löng hefð fyrir notkun nátt-
úruefna geti gefið talsverða reynslu um ákjósanleg og
óákjósanleg áhrif þeirra, einkum þegar til skamms
tíma er litið, getur reynst erfiðara að greina viðbrögð
sem koma sjaldan fyrir, þróast stigvaxandi eða koma
eftir langt dulið tímabil (3). Talið er að fleiri vísinda-
legar rannsóknir skorti til að meta áhrif og öryggi við
notkun náttúruefna til lækninga (4) og niðurstöður
þeirra fáu rannsókna sem birtar hafi verið gefi ekki
vísbendingu um raunverulega tíðni aukaverkana (5).
Margir hafa ályktað að nauðsynlegt sé fyrir heilbrigð-
isstarfsmenn að þekkja aukaverkanir af völdum nátt-
úruefna (4, 6-10) en jafnframt bent á að erfitt geti
reynst að nálgast áreiðanlegar og óháðar upplýsingar
(10).
Milliverkanir við lyf sem tengdar eru náttúruefn-
um eru að stórum hluta taldar óþekktar (11). Nýlegar
kannanir sýna að um þriðjungur Bandaríkjamanna
noti náttúruefni til sjálfslækninga (4,12) og 18% noti
þau samhliða lyfseðilsskyldum lyfjum en aðeins 40%
þeirra greini læknum sínum frá notkuninni (8). Fáar
tilkynningar um milliverkun milli óhefðbundinna
efna/vörutegunda og hefðbundinna vestrænna lyfja
staðfesta því hvorki öryggi þeirra í notkun né að tíðni
slíkra milliverkana sé lág (13). Auk þess að valda
beinum vandkvæðum getur náttúruefni seinkað eða
breytt áhrifum hefðbundinnar meðferðar (3). Þetta
er sérstaklega alvarlegt þegar lyf með litla læknis-
fræðilega breidd eiga í hlut (12).
Efnivi&ur og aðferðir
Spurningalisti
Allir sem höfðu lækningaleyfi urn síðustu áramót
fengu spurningalista með pósti í janúar 2001 eftir að
tilskilin leyfi fengust frá Tölvunefnd. Öllum læknum
var sendur listinn, óháð starfsgrein og aldri. Spum-
ingalistinn skiptist í tvo hluta: Annars vegar var spurt
hvort viðkomandi læknir hafi í sínu starfi orðið var
við auka- eða milliverkanir sem rekja mætti til neyslu
náttúrulyfja, náttúruvara eða fæðubótarefna hér á
landi. Ef aukaverkun hafði greinst, var beðið um
nánari upplýsingar um hvaða efni hefði líklega valdið
henni, einkenni og alvarleika aukaverkunarinnar. Ef
milliverkun hafði greinst, var einnig óskað upplýs-
inga um viðkomandi lyfseðilsskylt lyf. Hins vegar
fjallaði stór hluti spurningalistans um viðhorf lækna
til náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna. Spurn-
ingalistinn fylgir með sem viðauki við þessa grein.
ítrekunarbréf voru send með tölvupósti, almennum
pósti eða myndsendi til þeirra sem svöruðu ekki
spurningalistanum. Allir sem ekki höfðu svarað við
lok rannsóknarinnar höfðu þannig fengið 2-3 ítrek-
anir, þar af að minnsta kosti eina í almennum pósti.
Nöfn þátttakenda koma hvergi fram við úrvinnslu
könnunarinnar.
Upplýsingar úr spurningalistunum voru skráðar í
tölfræðiforritið Statistical Package for the Social
Sciences (SPSS) sem notað var við úrvinnslu á niður-
stöðum. Samanburður milli starfsgreina og aldurs-
hópa var gerður með kí-kvaðratsprófum og marktekt
var miðuð við P < 0,05.
Ástœður innlagna á Landspítala-háskólasjúkrahús
Markmið leitarinnar var að kanna fjölda innlagna á
Landspítala-háskólasjúkrahús (LSH) sem rekja
mætti til neyslu náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubót-
arefna. Leitað var í tölvukerfum LSH eftir Alþjóð-
legri tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigð-
isvandamála, það er ICD-10 og ICD-9 (14). Leitin
náði aftur til ársins 1984 á LSH við Hringbraut og
1983 á LSH í Fossvogi. Ekki eru til sérstök skráning-
arnúmer fyrir sjúkdómsgreiningar þar sem þátt eiga
náttúrulyf, náttúruvörur eða fæðubótarefni og því
var leitað eftir ákveðnum skráningarnúmerum fyrir
eitranir. Áður en rannsókn hófst var sótt um leyfi hjá
Siðanefnd LSH og Persónuvernd. Einnig var sótt um
aðgang hjá tölvudeild LSH að Lotus Notes tölvukerf-
inu og sjúkraskýrslukerfi þess í Fossvogi.
Eftir að leit í tölvukerfunum lauk kom í ljós að
mikill fjöldi innlagna var skráður undir þeim skrán-
ingarnúmerum sem leitað var eftir og aðgangur að
sjúkraskýrslum fékkst ekki fyrr en við lok rannsókn-
artímabilsins. Upplýsingaöflun var því takmörkuð
við ákveðna skráningarflokka sem þóttu líklegastir
til að hafa að geyma innlagnir af völdum náttúrulyfja,
náttúruvara og fæðubótarefna. Þetta voru allir undir-
flokkar T62 og T78 auk flokkanna T65.8 og T65.9.
Sjúkraskýrslur voru eingöngu skoðaðar fyrir árið
2000.
Astœða komu á bráðamóttökur LSH
Fylgst var með bráðamóttökum LSH í Fossvogi og
við Hringbraut daglega í einn mánuð, frá 15. febrúar
til 15. mars 2001. Leyfi var veitt frá Siðanefnd LSH
og Persónuvernd. Markmiðið var að skoða ástæður
komu á bráðamóttöku og athuga hvort um væri að
ræða auka- eða milliverkanir af völdum náttúrulyfja,
náttúruvara eða fæðubótarefna. Framkvæmd rann-
sóknarinnar tók mið af bráðamóttöku á hvorum stað
fyrir sig sem og óskum starfsfólks. Annan hvern dag
290 Læknablaðið 2002/88