Læknablaðið - 15.04.2002, Page 23
FRÆÐIGREINAR / AUKA- OG MILLIVERKANIR NÁTTÚRULYFJA
var farið á LSH í Fossvogi og hina dagana á LSH við
Hringbraut. í Fossvogi var morgunfundur lyflækna
setinn með þeim læknum sem höfðu verið á vakt.
Læknar á lyflækningadeild fengu dreifiblað með upp-
lýsingum um rannsóknina. Við Hringbraut var rætt
við lækna eða hjúkrunarfræðinga sem sátu morgun-
fund og/eða höfðu verið á vakt. Par var dreifibréf
hengt upp á áberandi stað fyrir starfsfólk bráðamót-
tökunnar til kynningar á rannsókninni.
Fyrirspurnir til Eitrunarmiðstöðvar
Farið var yfir fyrirspurnir vegna eitrana hjá Eitrunar-
miðstöð á árunum 1997-2000 og þær skoðaðar sem
vörðuðu náttúrulyf, náttúruvörur og fæðubótarefni.
Tilkynningar til Landlœknis og Lyfjastofnunar
Lyíjastofnun og Landlæknisembættið annast skrán-
ingu aukaverkana og milliverkana hérlendis. Athug-
að var hvort einhverjar tilkynningar hefðu borist til
þessara stofnana vegna náttúrulyfja, náttúruvara og
fæðubótarefna.
Niðurstööur
Spurningalisti - tilvik auka- og milliverkana
Spurningalistanum svöruðu 410 af 1083 (38%), þar af
327 karlar og 75 konur en átta gáfu ekki upp kyn. Alls
svöruðu 82 heimilislæknar, 79 lyflæknar, 58 skurð-
læknar og 30 geðlæknar en 159 kváðust starfa við
aðrar sérgreinar. Um 19% svarenda voru 40 ára eða
yngri, 58% 41-55 ára, 17% 56-70 ára, 5% 71 árs eða
eldri en 1 % gaf ekki upp aldur. Þeir læknar sem sögð-
ust hafa orðið varir við aukaverkun sem rekja mátti
til neyslu náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna
voru 91 en þeir sem merktu við að hafa hugsanlega
orðið varir við slíkt voru 43. Læknarnir greindu alls
frá 270 aukaverkunum vegna um 60 mismunandi
efna. í 253 tilvikum var bæði greint frá efnum og ein-
kennum aukaverkana.
Á mynd 1 má sjá hvaða náttúruefni eru oftast talin
hafa valdið aukaverkun (tvisvar eða oftar) hér á landi
ásamt fjölda tilvika. Vöruflokkurinn frá Herbalife®
er oftast talinn hafa valdið aukaverkun en þar á eftir
koma ginseng, blómafrjókorn, Ripped Fuel®, og sól-
hattur. Skipting milli starfsgreina var þannig að 56%
heimilislækna sem svöruðu höfðu orðið varir/hugs-
anlega orðið varir við aukaverkanir, 49% lyflækna,
42% geðlækna, 20% skurðlækna en 19% annarra
starfsgreina. Um 36% þeirra sem voru 40 ára eða
yngri sögðust hafa orðið/hugsanlega hafa orðið varir
við aukaverkun, 37% í flokki 41-55 ára, 30% 56-70
ára og 18% 71 árs og eldri. Alvarleiki auka- og milli-
verkana var metinn samkvæmt kvarða sem svarend-
ur gátu merkt við og sjá má í töflu I. í töflu II eru
tekin dæmi um nokkur náttúruefni og alvarlegustu
aukaverkanirnar sem þau eru talin hafa valdið. Al-
gengast var að aukaverkanirnar hefðu nokkur (B skv.
Tafla 1. Kvaröi fyrir tilgreiningu atvarieika auka- og milliverkana í spurningalista sem sendur var til íslenskra lækna.
Kvaröi Aukaverkunin
A Hafði lítil áhrif á sjúkling.
B Hafði nokkur áhrif á sjúkling.
C Hafði veruleg áhrif á sjúkling.
D Leiddi til innlagnar á sjúkrahús.
E Stofnaöi lífi sjúklings í hættu.
Mynd 1. Náttúruefni (nátt-
úrulyf náttúruvörur, fœðu-
bótarefni) sem oftast eru
talin hafa valdið aukaverk-
un (tvisvar eða oftar) hér á
landi samkvæmt niður-
stöðum könnunar sem gerð
var meðal íslenskra lœkna.
kvarða) eða veruleg (C) áhrif á sjúklinga (68% til-
vika). Innlögn á sjúkrahús (D) var talin afleiðing 38
tilvika (15%) og aukaverkun var talin hafa stofnað
Iífi sjúklings í hættu (E) í 14 tilvikum (5%). Alvar-
legustu aukaverkanimar greindu Iyflæknar í 50%
tilvika, heimilislæknar í 21% tilvika en aðrir sjaldnar.
Þeir læknar sem sögðust hafa í starfi sínu orðið
varir við milliverkun sem rekja mátti til neyslu nátt-
úrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna voru þrír en
þeir sem hugsanlega höfðu orðið varir við slíkt voru
22. Margir greindu ekki nánar frá þeim og er fjöldi
milliverkana þar sem upplýsingar um efni, lyf og
milliverkun komu fram alls 13. Herbalife® var oftast
talið hafa valdið milliverkun við lyf (6 tilvik) en þar á
eftir koma Jóhannesarjurt, birkiaska, kreatín, ginkgó
og Q-10. Það lyf sem oftast er talið hafa komið við
sögu í milliverkun er warfarín (7 tilvik). Milliverkan-
irnar höfðu ýmist lítil (A), nokkur (B) eða veruleg
(C) áhrif á sjúklinga og urðu lyflæknar oftast varir við
þær.
Spurningalisti - viðhorfskönnun
Um 47% lækna sem svöruðu sögðu að sjúklingar
nefni sjaldan að fyrra bragði hvort þeir neyti náttúru-
lyfja, náttúruvara eða fæðubótarefna. Um 30% svar-
enda sögðu að sjúklingar nefni það stundum, 13% oft
en 7% aldrei. Spurt var hversu oft eða sjaldan læknar
Læknablaðið 2002/88 291