Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR / GÁTTATIF
Tafla II. Áhættuþættir fyrir segareki hjá sjúkiingum
á Heilsugæslustöðinni Sólvangi Hafnarfiröi
(n=71).
n (%)
Aldur > 65 ára 53 (75)
Háþrýstingur 39 (55)
Sykursýki 8 (11)
Fyrri saga um heilaáfall/TIA* 2 (3)
* TIA: Transient ischemic attack, tímabundin heilablóöþurrö.
blæðing frá meltingarvegi eða blóðmiga. Fyrri saga
um magasár eða blóðmigu sem ekki var lengur virkt
vandamál var ekki talin vera frábending fyrir warfar-
ín meðferð. Fengið var leyfi Tölvunefndar og Vís-
indasiðanefndar fyrir rannsókninni og hún jafnframt
samþykkt af læknaráði Fleilsugæslustöðvarinnar Sól-
vangs.
Niöurstööur
Sjúklingar á bráðamóttöku Landspítala
Alls 68 sjúklingar uppfylltu þau skilyrði að hafa áður
greint gáttatif, 39 karlar og 29 konur, og var meðal-
aldur 73 ár. Af þeim 68 sjúklingum með gáttatif sem
leituðu á bráðamóttöku Landspítala Flringbraut á
rannsóknartímabilinu voru 40 með langvinnt gáttatif
en 28 höfðu gáttatif í köstum.
Nær allir, eða 65 (96%), höfðu að minnsta kosti
einn áhættuþátt fyrir segareki. Dreifing áhættuþátta
er sýnd í töflu 1 en algengustu áhættuþættirnir voru
aldur yfir 65 ára hjá 50 (73%) og háþrýstingur hjá 40
(59%). Alls 54 (79%) áttu nýlega ómskoðun til mats
á starfshæfni vinstri slegils og stærð vinstri gáttar.
Tuttugu og einn sjúklingur (39%) af 54 hafði skerð-
ingu á samdrætti í vinstri slegli en enginn sjúklingur í
þessu þýði hafði verulega stækkun á vinstri gátt
(meira en 5,5 cm). Hins vegar höfðu 25 sjúklingar
(46%) vinstri gátt sem var tiltölulega vægt stækkuð,
eða milli 4,5 og 5,5 cm.
Þrjátíu og sex sjúklingar af 68 voru á warfarín
blóðþynningu (53%) (mynd 1). Hjá velflestum
reyndist INR gildi vera innan tilætlaðra meðferðar-
marka, það er mili 2,0 og 3,0. Af þeim 32 sem ekki
voru á warfarín blóðþynningu höfðu þrír (4%) engan
áhættuþátt, átta (12%) einstaklingar frábendingu fyrir
blóðþynningu, 10 (15%) voru eingöngu á aspiríni og
14 (21%) tóku hvorki aspirín né warfarín. Alls 21
sjúklingur (31%) var því ekki á warfarín meðferð
þrátt fyrir að hafa einn eða fleiri áhættuþátt fyrir
segareki og enga frábendingu gegn warfarín blóð-
þynningarmeðferð.
Hvað varðar frábendingar fyrir blóðþynningar-
meðferð hjá þessum hóp voru tveir með krabbamein
í blöðru og blóðmigu, tveir með lungnaæxli, einn
hafði ekki viljað sinna eftirliti vegna blóðþynningar
og annar var með áfengissýki og ekki talið óhætt að
g Warfarín
□ Enginn
áhættuþáttur
□ Frábending
□ Ekki á warfaríni
hafa hann á blóðþynningarmeðferð. Einn sjúklingur
hvor var með elliglöp og dettni sem frábendingar.
Tveir sjúklinganna komu á bráðamóttökuna með
heilablóðfall sem líklega var af völdum segareks
vegna gáttatifs og var hvorugur þeirra á blóðþynn-
ingarmeðferð. Hjá átta sjúklingum hafði warfarín
meðferð fyrst verið hafin eftir heilablóðfall.
Sjúklingar heilsugæslustöðinni Sólvangi
í þessum hópi var 71 sjúklingur, 46 karlar og 25 kon-
ur, og var meðalaldur 72 ár. Af þessum hópi var 51
sjúklingur með langvinnt gáttatif en 20 með gáttatif í
köstum.
Alls voru 40 (56%) þessara sjúklinga á warfaríni
(mynd 2). Af 31 sjúklingi sem ekki tók warfarín
höfðu fjórir (6%) frábendingu gegn blóðþynningar-
meðferð og tveir (3%) höfðu engan áhættuþátt fyrir
segareki. Fjórtán sjúklinganna (20%) tóku hvorki
warfarín né aspirín. Því voru 25 sjúklingar (35%)
ekki á warfarín meðferð þrátt fyrir að hafa einn eða
fleiri áhættuþátt fyrir segareki og enga þekkta frá-
bendingu gegn blóðþynningarmeðferð. Aldur yfir 65
ára hjá 53 (75%) og háþrýstingur hjá 39 (55%) voru
langalgengustu áhættuþættirnir (tafla 2). Hjá fjórum
sjúklingum var blóðþynningarmeðferð fyrst hafin
eftir heilablóðfall. Hvað varðar frábendingar gegn
warfarín meðferð var einn með sögu um heilablæð-
ingu, annar með elliglöp, sá þriðji með dettni og sá
fjórði með blöðrukrabbamein. Tveir sjúklingar voru
með gerviloku og voru þeir báðir á warfaríni.
Umræöa
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að blóðþynn-
ing er vannýttur meðferðarkostur hjá sjúklingum
með gáttatif þrátt fyrir að langflestir þeirra hafi haft
Mynd 1. Skífurit sem sýnir
notkun warfaríns hjá
sjúklingum með gáttatifá
Landspítala Hringbraut.
Mynd 2. Skífurit sem sýn-
ir notkttn warfaríns hjá
sjúklingum á Heilsu-
gœslustöðinni Sólvangi
Hafnarfirði.
Læknablaðið 2002/88 301