Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 34

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 34
FRÆÐIGREINAR / GÁTTATIF einn eða fleiri áhættuþætti fyrir segareki. Rúmlega þriðjungur sjúklinganna sem höfðu ábendingu fyrir slíkri meðferð voru ekki á warfaríni og fáir höfðu skýra frábendingu gegn blóðþynningu. Segarek, einkum heilablóðfall, er einn alvarlegasti fylgikvilli gáttatifs. Áhættan er um 5-7% á ári og mest hjá þeim sem hafa einn eða fleiri þekkta áhættuþætti fyrir segareki og dregur blóðþynningarmeðferð úr áhættu á segareki hjá þessum hópi (5). Við mat á sjúklingum með gáttatif er mikilvægt að reyna að meta hættuna á segareki hjá hverjum og einum þar sem þeir sem hafa einn eða fleiri áhættuþátt ættu að vera á warfaríni ef ekki er frábending. Vægi áhættu- þáttanna er reyndar mismikið. Mesta hættan er á segareki hjá þeim sem hafa sögu um heilaáfall eða tímabundna blóðþurrð í heila, þeim sem eru eldri en 75 ára og með skertan samdrátt í vinstri slegli eða þeim sem eru 65 til 75 ára, með skertan samdrátt í vinstri slegli og með annan áhættuþátt að auki (5). Ef enginn áhættuþáttur er til staðar og sjúklingur yngri en 65 ára er tæpast ástæða til blóðþynningarmeð- ferðar enda lítil áhætta á segareki (1,2 % á ári) (5). Undir slíkum kringumstæðum er aspirín ekki sann- anlega betri en engin meðferð þó oft sé það notað. Ymsar ástæður kunna að vera fyrir því að sjúk- lingar með gáttatif eru ekki á blóðþynningarmeð- ferð. Möguleg óvissa gæti verið hjá læknum um ábendingar fyrir notkun warfaríns hjá sjúklingum með gáttatif eða hvernig hefja eigi eða stjórna blóð- þynningarmeðferð. Jafnframt getur stundum ríkt ótti við aukaverkanir meðferðar og þá einkum blæðingar auk aukins umstangs sem getur fylgt eftirliti með blóðþynningarmeðferð. í samantekt rannsókna um blóðþynningu hjá sjúklingum með gáttatif var aðeins væg tilhneiging til aukningar á alvarlegum blæðing- um (heilablæðing eða blæðing sem leiddi til innlagn- ar á sjúkrahús eða blóðgjafar) hjá þeim sem tóku warfarín (5). Árleg hætta á alvarlegri blæðingu hjá þeim sem tóku warfarín var 1,3% en 1,0% hjá bæði aspirín- og lyfleysuhópunum. Rétt er að ítreka að þessi lága áhætta á alvarlegum blæðingum sást hjá hópi sjúklinga sem voru sérstaklegar valdir og vel fylgt eftir. Óvíst er að heimfæra megi þessar tölur á óvalinn hóp sjúklinga. Þetta undirstrikar jafnframt nauðsyn þess að meta vel ábendingar og frábending- ar fyrir warfaríni hjá sjúklingum með gáttatif. Warfarín blóðþynningarmeðferð getur fylgt aukið umstang en á höfuðborgarsvæðinu er starfrækt blóð- þynningarþjónusta á Landspítala Hringbraut og í Fossvogi. Meðferðinni er að fullu stýrt frá þessum stöðuni þannig að teknar eru blóðprufur, blóðþynn- ingargildi mæld og sjúklingum gefnar upp skammta- stærðir warfaríns fram að næstu mælingu. Þetta fyrir- komulag ætti að auðvelda læknum að setja sjúklinga á slíka meðferð. Mögulegt er að á næstu árum geti sjúklingar í auknum mæli sjálfir haft umsjón með meðferðinni með því að mæla blóðþynningargildi með fingurmæli og stilla skammtastærðir af í samræmi við niðurstöð- una (10), ekki ósvipað og lengi hefur tíðkast með insúlíngjafir sykursýkissjúklinga. Þá eru í þróun ný blóðþynningarlyf, svokallaðir trombinhemjarar, þar sem ekki þarf að mæla blóðþynningargildi og gætu slík lyf orðið valkostur í náinni framtíð. Það gæti bæði einfaldað blóðþynningarmeðferðina enn frekar og dregið úr kostnaði við eftirlit. Meðalaldur sjúklinga í þessari rannsókn var nokk- uð hár, eða rúmlega 70 ár, en rannsóknir benda til þess að eldra fólk sé sjaldnar sett á blóðþynningar- meðferð (11). Er það ekki óeðlilegt þegar haft er í huga að erfiðara getur verið að stjórna blóðþynningu hjá fólki sem tekur fjölda annarra lyfja, er líklegra til að hafa áður fengið blæðingar frá meltingarvegi eða þvagvegum, vera með aðra sjúkdóma að auki og vera dettið eða gleymið. Á hinn bóginn ber að hafa í huga að eldra fólk hefur oft fleiri áhættuþætti fyrir segareki en þeir sem yngri eru og að jafnaði hefur segarek alvarlegri afleiðingar á heilsu og getu til sjálfsbjargar heldur en blæðingar. Vert er að nefna að fyrri blæð- ing frá meltingar- eða þvagvegum þurfa ekki að vera frábending gegn warfarín notkun en hins vegar er fyrri saga um heilablæðingu algjör frábending gegn blóðþynningu. Það er mikilvægt að eldra fólk sé frætt ítarlega um kosti og aukaverkanir blóðþynningar- meðferðar svo það geti sjálft tekið þátt í að ákveða hvort það vill þiggja meðferð. I þessar rannsókn var notkun warfaríns hjá sjúk- lingum með gáttatif könnuð bæði á bráðasjúkrahúsi og á heilsugæslustöð. Þetta var gert til að fá betri al- menna mynd af ástandi þessara mála. Mögulegt er að þeir sjúklingar sem leita á bráðamóttöku sjúkrahúss séu veikari en þeir sem leita aðallega á heilsugæslu- stöð og eigi þess frekar kost að fá álit sérfræðings. Ef svo er hafði það ekki áhrif á notkun warfaríns hjá þeim sem hafa gáttatif sem reyndist svipuð á báðum stöðum. Þrátt fyrir að þessi rannsókn taki ekki til margra sjúklinga er talsvert samræmi í niðurstöðum frá báðum stofnunum sem bendir til þess að rann- sóknin gefi góða mynd af stöðu þessa mála hérlendis. Það er enn óvíst hver heppilegasta meðferðin við gáttatifi er og líklega er hún mismunandi eftir aldri, undirliggjandi hjartasjúkdómi og einkennum sjúk- lings. I gangi er stór rannsókn - AFFIRM rannsóknin - sem miðar að því að kanna hvort heppilegra sé að reyna að stjórna sleglahraðanum og blóðþynna þá sem hafa gáttatif eða hvort megináherslu eigi að leggja á að koma sjúklingi í sínus takt og viðhalda honum (12). I hnotskurn sýna niðurstöður þessarar rannsóknar að blóðþynningu með warfaríni hjá sjúklingum með gáttatif er ábótavant hér á landi. Mikilvægt er að meta hættu á segareki hjá öllum sjúklingum með gáttatif, fræða þá um áhættuna, ræða kosti og galla meðferðar og taka síðan ákvörðun um meðferð í 302 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.