Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 48
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA 1996-2001. Gögnum er aflað um 155 aðgerðir. 95 karlar, 60 konur. Meðalaldur var 68,4 ár (42-90). Allir sjúklingar höfðu þrengingu yfir 60% (algengast 90-99%). 107 höfðu einkenni af þrengingunni en 48 voru einkennlausir eða með óljós einkenni. Nær-aðgerðar fylgikvillar voru eftirfarandi: einn lést vegna heilablóðfalls (0,6%), þrír fengu minniháttar heilablóðfall (1,8%), þrír fengu skammvinnt blóðþurrð- arkast (TIA) (1,8%), fjórir fengu einkenni frá úttaugum (2,4%) þar af hlutu tveir varanlegan skaða á úttaugum (1,2%). 11 fengu blæð- ingu í skurðsárið sem þurfti aðgerðar við (6,6%). Einn sjúklingur fékk sýktan sýndargúlp (pseudoaneurysm). Einn fékk óstabíl anginu. Tíðni fylgikvillla við brottnám æðaþrenginga til varnar heila- blóðfalli á Islandi á árunum 1996-2001 var vel innan þeirra marka sem krafist er. Ábendingar samræmdust erlendum viðmiðunum. Ætlunin er að kanna afdrif þessara sjúklinga nánar með eftirfylgd. E 17 Kviðarholsspeglun. Opin aðferð Helgi Birgisson, Martin Ljungman, Agneta Montgomery Handlækningadeild, Centrallasarettet Vasterás og Háskólasjúkrahús Malmö, Svíþjóð. Rifjuð verður upp saga kviðarholsspeglunar og mismunandi aðferðir við að útfæra loftkvið og innsetningu „trocar“. Farið verð- ur yfir fylgikvilla kviðarholsspeglunar og sjúkratilfelli kynnt. Lýst verður opinni aðferð við innsetningu „trocar'' og gerð loftkviðar með hjálp mynda og myndbands. E 18 Gildi greinandi kviðsjárskoðunar hjá konum á barneignarskeiði sem taldar eru vera með botnlangabólgu Sigurður Blöndal, G.B.Hanna, S.M.Shimi Ninewclls sjúkrahúsinu og læknaskólanum, Dundee Inngangur: Hjá konum á aldrinum 15-40 ára er greining botnlanga- bólgu erfið og tíðni eðlilegra botnlanga (negative appendicectomy rate) við opna botnlangaaðgerð á bilinu 20-45 %. Botnlangataka hjá konum á frjósemisskeiði er talin geta leilt til ófrjósemi, sérstak- lega á þetta við þegar botnlangi er sprunginn eða með drepi (gangrenous). Tilgangur: Að kanna áhrif greinandi kviðsjárskoðunar á tíðni eðli- legra botnlanga og á botnlanga með drepi hjá konum sem taldar eru vera með botnlangabólgu. Efniviður og aðferðir: Notaður var framskyggn gagnagrunnur. Kon- ur á aldrinum 15-40 ára sem fóru í greinandi kviðsjárskoðun og tald- ar voru með botnlangabólgu á Ninewells sjúkrahúsinu í Dundee á árabilinu 1996-1999 voru fundnar í gagnagrunninum, upplýsingar þaðan voru notaðar en jafnframt voru sjúkraskýrslur yfirfarnar. Sama aðferðafræði var notuð á þann hóp kvenna 15-40 ára sem fór í opna botnlangatöku á sama tímabili og niðurstöður bornar saman við hópinn sem fór í kviðsjárskoðun. Niðurstöður: Alls fóru 163 konur, meðalaldur 23 ár, í greinandi kviðsjárskoðun. 80 sjúklingar fóru í kviðsjárskoðun innan 12 klst. frá komu. Botnlangi var talinn óeðlilegur í 74 sjúklingum (45,4% ), aðrar meinsemdir fundust í 54 sjúklingum (33,2%) en kviðsjárskoð- un var eðlileg hjá 35 sjúklingum (21,4%). Vefjafræðileg skoðun á botnlanga leiddi í ljós eðlilegan botnlanga í átta sjúklingum, það er 10,8%, en átta sjúklingar höfðu sprunginn botnlanga eða botnlanga með drepi í, eða 12,1% af þeim sem höfðu bólginn botnlanga. 30% sem fóru í opna botnlangatöku höfðu eðlilegan botnlanga en 24,3% sprunginn botnlanga eða botnlanga með drepi í. Ályktun: Greinandi kviðsjárskoðun fækkar tíðni eðlilegra botn- langa og sprunginna og botnlanga með drepi í hjá konum á bam- eignarskeiði sem taldar eru vera með botnlangabólgu og fækkar ónauðsynlegum aðgerðum. E 19 Greinandi kviðsjárskoðun hjá körlum sem taldir eru vera með botnlangabólgu. Ómaksins verð? Sigurður Blöndal, G.B.Hanna, S.M.Shimi Ninewells sjúkrahúsinu og læknaskólanum, Dundee Inngangur: Greinandi kviðsjárskoðun hefur verið ráðlögð hjá kon- um sem taldar eru vera með botnlangabólgu til að auka greiningar- nákvæmni og fækka ónauðsynlegum holskurðum. Þetta hefur verið meira umdeilt hjá körlum. Tilgangur: Kanna notagildi greinandi kviðsjárskoðun hjá körlum sem taldir eru vera með botnlangabólgu, sérstaklega áhrif á tíðni eðlilegra botnlanga og á tíðni sprunginna botnlanga með drepi í. Efniviður og aðferðir: Notast við framskyggnan gagnagrunn. Karl- ar sem fóru ígreinandi kviðsjárskoðun á árunum 1997-1998 og voru taldir vera með botnlangabólgu voru bornir saman við karla sem fóru í opna botnlangaaðgerð á sama tímabili. Niðurstöður: 82 sjúklingar fóru í kviðsjárskoðun og 80 í opna að- gerð á rannsóknartímabilinu. Hjá þeim sem fóru í kviðsjárskoðun var tíðni eðlilegra botnlanga 8,5% samanborið við 6,25% hjá þeim sem fóru í opna aðgerð. Tíðni sprunginna botnlanga eða botnlanga með drepi í 16,3% í hópnum sem fór í kviðsjárskoðun samanborið við 14,9% hjá þeim sem fóru í opna botnalangatöku. Við kviðsjár- skoðun fundust aðrar meinsemdir í 17 sjúklingum, þar á meðal sprungið skeifugarnarsár í fjórum, bólga í bugðuristli í þremur, ristilbólgur í tveimur og drep í smágirni í einum. Ályktun: Kviðsjárskoðun hjá körlum sem taldir eru vera með botnlangabólgu dregur ekki úr tíðni eðiilegrar botnlangatöku eða fjölda sjúklinga með sprunginn botnlanga eða með drep í botn- langa. Hins vegar kann vel að vera að kviðskjárskoðun sé gagnleg hjá þessum sjúklingahópi þegar saga, einkenni og skoðun eru ekki dæmigerð fyrir botnlangabólgu. E 20 Gallsteinasjúkdómurinn í Reykjavik 1983-2000 Tryggvi Stefánsson', Hulda Birna Eiríksdóttirí, Jónas Magnússon’, Albert Imsland3 'Skurðlækningadeild Landspítala Hringbraut, 'læknadeild Háskóla íslands, ’Tölfræðideild Urðar Verðandi Skuldar lungangur: Eftir 1992 varð kviðsjáraðgerð kjöraðferð til að fjar- lægja gallblöðru. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga tíðni greininga á gallsteinum og gallblöðrubólgu og tíðni gallblöðru- bólguaðgerða í Reykjavík 1983-2000 og hvaða áhrif breytt aðgerð- artækni hefur haft. Efniviður og aðferðir: Með aðstoð tölvuskráningar sjúkrahúsanna í Reykjavík voru fundnir allir sjúklingar með greiningarnar: 574 og 575 (ICD 9) og K80 og K81 (ICD10) á árunum 1983-2000, skráðar voru innlagnar, útskriftar- og aðgerðardagar auk aldurs og kyns sjúklinga. Tíðni greininga og aðgerða var stöðluð beint miðað við íbúafjölda á Stór-Reykjavíkursvæðinu samkvæmt manntali með til- liti til aldursdreifingar og kyns. Borin voru saman þrjú tímabil 1983- 1988,1989-1994 og 1995-2000. Niðurstööur: Alls höfðu 5635 gallsteina- eða gallblöðrubólgugrein- 316 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.