Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2002, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.04.2002, Qupperneq 51
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA E 23 Fylgikvillar við lifrarúrnám Páll Helgi Möller', Kristín Huld HaraldsdóttiL, Linda Myllymaki2, Björn Ohlsson2, Karl-Göran Tranberg2 'Almenn skurðdeild Landspítala Hringbraut, 2skurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Aðgerðum á lifur hefur fjölgað bæði hvað varðar góð- kynja og illkynja sjúkdóma. Samkvæmt flestum rannsóknum virð- ast fylgikvillar enn vera algengir en skurðdauði kemur ekki jafnoft fyrir. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða áhættuna með lifrarúrnámi. Aðferð: Afturskyggn rannsókn á 404 sjúklingum sem gengust undir 430 lifrarúrnám á tímabilinu 1970-2000 (n=213 fyrir 1970-1989, n=217 fyrir 1990-2000). Konur voru 224 og karlar 180 með meðal- aldur 58 (bil 20-91) ár. Aðgerðin var valaðgerð hjá 389 sjúklingum (96%) en hjá þeim var greiningin illkynja æxli hjá 330 (82%) sjúk- lingum, góðkynja æxli hjá 50 (12%) og aðrir sjúkdómar hjá níu (2%) sjúklingum. Hjá sjúklingum sem gengust undir bráðaaðgerð voru samsvarandi tölur 12 (3%), 0 og 3 (1%; áverki). Aðgerðirnar voru útvíkkað brottnám á lifrarlappa (hemihepatectomy) í 197 til- fellum (46%), brottnám á einum eða fleiri geirum lifrar (mono- eða polysegmentectomy) í 89 (21%), og aðrar meiri eða minniháttar aðgerðir á lifur í annars vegar 56 (13%) og hins vegar 88 tilfellum (20%). Tólf sjúklingar (3%) höfðu skorpulifur. Endurtekið úrnám (vegna illkynja æxlis) var framkvæmt hjá 26 sjúklingum (6%). Niðurstöður: Á tímabilinu 1970-1989 fengu 58 sjúklingar (27%) fylgikvilla í eða eftir aðgerð (alvarlegir fylgikvillar hjá 39 sjúkling- um (18%) og minniháttar hjá 19 sjúklingum (9%)). Samsvarandi tölur fyrir tímabilið 1990-2000 voru 16 sjúklingar (7,3%) (alvarlegur fylgikvilli hjá 9 sjúklingum (4,1%) og minniháttar hjá 7 sjúklingum (3,2%)). Skurðdauði var 5,2% (11 sjúklingar) fyrir fyrra og 0% fyrir seinna tímabilið. Síðasta andlátið átti sér stað 1986 (loftstífla). Al- gengasti fylgikvilli aðgerðar var á báðum tímabilunum kviðarhols- sýking (6,6% og 1,8%). Hættan á alvarlegum fylgikvilla eða dauða hélst í hendur við tímalengd aðgerðar og magn blóðgjafar en ekki með greiningu, aldur sjúklings, aðgerð, lokun blóðflæðis til lifrar, eða hvort um skorpulifur var að ræða. Umræða: Þróun tækninnar ásamt minni hættu á blæðingu í aðgerð hefur haft í för með sér að hægt er að framkvæma lifrarúrnám með viðunandi skurðdauða og fylgikvillum. E 24 Offituaðgerðlr á Landspítala Hjörtur Gíslason', Björn Geir Leifsson', Ludvig Guðmundsson2 'Skurðdeild Landspítala Hringbraut, "Reykjalundur Offita er víða vaxandi heilsufarslegt vandamál. Notast er við líkams- þyngdarstuðul (BMI) til að skilgreina offitu. Fólk með BMI>25 er tahð offeitt, en sjúklingar með BMI>45 þjást af alvarlegri offitu. Alvarlegri offitu fylgja ýmsir fylgisjúkdómar og er ævilengd þessara sjúklinga að meðaltali 15 árum styttri en hjá eðlilega þungum jafnöldrum. Síðustu áratugi hafa fjölmargar skurðaðgerðir verið reyndar til hjálpar offitusjúklingum en með misjöfnum árangri. Nú er ljóst að þessar aðgerðir þurfa að fela tvennt í sér til þess að góður lang- tímaárangur náist, það er magaminnkun og að tengt sé framhjá efri hluta mjógirnis. Sú aðgerð sem nú er mest notuð er „Roux-en-Y gastric bypass“, en með þessari aðgerð losna sjúklingar við um 80% af yfirþyngd sinni og þyngjast ekki aftur. Byggð hafa verið upp þverfagleg meðferðarteymi fyrir offitu- sjúklinga í samvinnu við Reykjalund þar sem sjúklingar eru til upp- vinnslu/meðferðar áður en að aðgerð kemur. Við val á sjúklingum í aðgerð er stuðst við eftirfarandi: a) BMI>45, b) yngri en 55 ára, c) nýlega verið í meðferðarprógrammi/ uppvinnslu hjá meðferðarteymi (til dæmis Reykjalundi) og d) langtímaeftirlit sé tryggt (samvinna við heimilislækni). Ef fylgisjúk- dómar offitu eru til staðar þá styrkir það ábendingu fyrir aðgerð. E 25 Framhjáveita maga með kviðsjátækni Hjörtur Gíslason, Björn Geir Leifsson Skurðdeild Landspítala Hringbraut Framhjáveita maga með kviðsjártækni (Laparoscopic Roux-en-Y gastric bypass) var fyrst kynnt árið 1994 (Wittgrove AC) og frá 1997 hafa mörg sjúkrahús tekið upp hana tækni. Flestir nota Roux-En-Y gastric bypass og beita við það mismunandi tækni sem hefur þróast ört síðustu árin. Margir kostir fylgja því að gera þessa aðgerð með kviðsjártækni, svo sem minni hætta á sárasýkingum og kviðsliti, sjúklingarnir eru fljótari að ná sér eftir aðgerð, lega á sjúkrahúsi eftir aðgerð er skemmri og sjúklingarnir komast fyrr til vinnu. Þessi aðgerð var tekinn upp á Landspítala í nóvember 2001. Helstu þættir aðgerðarinnar verða kynntir á myndbandi. E 26 lnterleukin-1 breytileiki og tengsl við magakrabbamein Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir', Birna Berndsen', Bjarki Jónsson Eldon', Sturla Arinbjarnarson’, Sigfús Nikulásson2, Albert Imsland', Steinunn Thorlacius', Eiríkur Steingrímsson''3, Bjarni Þjóðleifsson45, Jónas Magnússon46 'Urður Verðandi Skuld, "Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 'Lífcfna- og sameindalíffræði, Læknadeild Háskóla íslands, 'Læknadeild Háskóla íslands, 'Meltingar- og innkirtlasjúkdómadeild Landspítala Hringbraur “Skurðdeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Helicobacter pylori (HP) sýking í magaslímhúð eykur líkur á magakrabbameini. Viðvarandi sýking getur leitt til frumu- breytinga sem síðan getur þróast yfir í krabbamein. Nýlega var sýnt fram á fylgni milli erfðabreytileika í stýrisvæði interleukin 1 beta (IL- 1B) gensins og aukinnar áhættu á magakrabbameini hjá HP sýktum einstaklingum. Breyting þessi veldur aukinni tjáningu IL-IB gensins en próteinafurð þess er bólguörvandi cytokín (IL-IB) sem meðal annars hindrar sýruseytun í maga. Einnig hafa fundist tengsl milli breytileika í interleukin 1 RN (IL-IRN) geni og aukinnar áhættu á magakrabbameini, en afurð þess, IL-lRa (receptor antagonist), binst IL-1 viðtökum og hefur þannig áhrif á virkni IL-IB í maga. Rann- sóknir El-Omar og fleiri (Nature 2000; 404: 398-402) bentu til auk- innar áhættu á magakrabbameini ef einstaklingar báru annað hvort T samsætuna í stýrisvæði IL-IB eða voru arfhreinir um IL-1RN*2 sam- sætuna í IL-IRN geninu. Markmið verkefnisins var að kanna tengsl milli þessara erfðabreytileika og áhættu á magakrabbameini á ís- landi. Aðferðir: Erfðaefni 125 magakrabbameinssjúklinga (42 konur, 83 karlar) og 202 viðmiða (95 konur, 107 karlar) var greint með tilliti til ofangreindra erfðabreytileika. Breytileiki í stýrisvæði IL-IB gensins var greindur með PCR og raðgreiningu, en breytileiki IL-IRN gens var greindur með PCR og stærðargreiningu. Tengsl milli erfðabreyti- leika og áhættu á magakrabbameini voru metin með áhættuhlutfalli. Niðurstöður: Áhættuhlutfall þeirra sem bera T samsætu í IL-IB Læknablaðið 2002/88 319
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.