Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 53
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Fimm sjúkratilfelli verða kynnt, sjúkrasaga þeirra rakin og gerð grein fyrir greiningu og meðferð þeirra: Karlmaður 82 ára með æxli í brisi, karlmaður 56 ára með æxli í vélinda, karlmaður 70 ára með krabba- mein í blöðruhálskirtli og stækkaða eitla og fyrirferð við briskirtil, kona 65 ára með æxli í vélinda, kona 86 ára með æxli í maga. E30 Staðbundin afturkoma eftir læknanlega aðgerð á krabbameini í endaþarmi í Reykjavík 1987-1997 Tryggvi Stefánsson1, Ólafur H. Þorvaldsson2, Páll H Möller3, Tómas Jónsson3, Jakob Jóhannson1 'Skurðlækningadeild Landspítala Fossvogi, Jæknadeild Háskóla íslands, 'skurðlækn- ingadeild Landspítala Hringbraut 'krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Nýgengi krabbameins í endaþarmi á íslandi er 6,2 á hverja 100.000 íbúa á ári. Skurðaðgerð er mikilvægasta meðferðin við sjúkdómnum. Staðbundin afturkoma krabbameinsins er alvar- legasti síðkomni fylgikvilli aðgerðarinnar. Tíðni staðbundinnar afturkomu er mjög breytileg milli uppgjöra 5%-65%. Tíðnin er háð Dukes stigun, þroska æxlisins, staðsetningu og skurðlækninum sem gerir aðgerðina. Þeir skurðlæknar ná bestum árangri sem hafa sér- hæft sig í aðgerðum á krabbameini í endaþarmi. Tíðni staðbundinn- ar afturkomu á Islandi er lítið þekkt, en á Borgarspítalanum 1975- 1987 var hún 25%. Tilgangur þessarar afturvirku rannsóknar var að finna tíðni staðbundinnar afturkomu á sjúkrahúsunum í Reykjavík (Borgarspítala, Landakoti og Landspítala) á árunum 1987-1997. Efniviður: Allir sjúklingar sem greindust með kirtilfrumukrabba- mein í endaþarmi á árunum 1987-1997 á sjúkrahúsunum í Reykja- vík og gengust undir aðgerð í læknanlegum tilgangi. Samtals voru 180 sjúklingar með krabbamein í endaþarmi. Oskurðtækir vegna krabbameins voru 40 sjúklingar og vegna aldurs og annars ástands fjórir sjúklingar. Með í rannsókninni voru því 134 sjúklingar, 73 karlar og 61 kona. Niðurstöðun Staðbundin afturkoma á sjúkrahúsunum í Reykjavík á árunum 1987-1997 var 23% (31/134). Alyktanir: Tíðni staðbundinnar afturkomu í Reykjavík var há á ár- unum 1987-1997 og sambærileg við tíðni annars staðar þar sem að- gerðirnar eru ekki gerðar af skurðlæknum sem eru sérhæfðir í að- gerðum á ristli og endaþarmi. E 31 Árangur meðferðar á krabbameini í endaþarmi á Landspítala Fossvogi1997-2000 Tryggvi Stefánsson1, Ólafur H. Þorvaldsson2, Friðbjörn Sigurðsson3, Sigurður Björnsson3, Örn Thorstensen1 'Skurðlækningadeild Landspítala Fossvogi, 2læknadeild Háskóla íslands, 'krabba- meinslækningadeild Landspítala Fossvogi 4röntgendeild Landspítala Fossvogi Inngangur: Skurðaðgerð er aðalmeðferðin við læknanlegu krabba- meini í endaþarmi. Mikilvægasti þáttur skurðaðgerðarinnar er al- gjört brottnám endaþarmshengjunnar (TME=total mesorectal ex- cision) og er hún þá tekin í heilu lagi án þess að skaða himnuna utan um hana. Með tilkomu þessarar aðferðar hefur tekist að lækka verulega hlutfall staðbundinnar afturkomu krabbameinsins. Geislameðferð fyrir aðgerð og krabbameinslyfjameðferð lækka einnig tíðni staðbundinnar afturkomu. Frá 1997 hafa sjúklingar á Landspítala Fossvogi sem hafa haft læknanlegt endaþarms- krabbamein verið meðhöndlaðir með algjöru brottnámi á enda- þarmshengju, sjúklingar með krabbamein í tveimur neðri þriðj- ungum endaþarmsins hafa fengið geislameðferð, fimm gy á dag í fimm daga, vikuna fyrir aðgerð og krabbameinslyfjameðferð (5-FU og Leukovorin) hefur verið gefin eftir aðgerð öllum sjúklingum með æxlisvöxt í gegnum garnavegg (Dukes B2) eða dreifingu í eitla (Dukes C). Samvinna hefur skapast milli þeirra sérfræðinga sem hafa stundað sjúklingana og fundir verið haldnir vikulega til að fylgja eftir meðferðinni. Markmið rannsóknarinnar var að taka saman árangurinn á meðferð á læknanlegum krabbameinum í endaþarmi á Landspítala Fossvogi 1997-2000. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar afturvirkt úr sjúkraskrám. Öllum sjúklingum var fylgt eftir af skurðlækni og öll- um sjúklingum sem fengu lyfjameðferð var fylgt eftir af krabba- meinslæknum. Niðurstöður: Þrjátíu sjúklingar gengust undir læknanlega aðgerð á krabbameini í endaþarmi á Landspítala Fossvogi 1997-2000. Eng- inn sjúklinganna hefur fengið staðbundna afturkomu. Einn sjúk- lingur sem hafði alvarlegan hjartasjúkdóm dó á sjúkrahúsinu meira en 30 dögum eftir aðgerðina. Þrír sjúklingar fóru í endaþarmsbrott- nám gegnum kvið og spöng og fengu ristilraufun. Aðrir sjúklingar hafa ristilinn tengdan niður í endaþarmsop og af þeim fengu þrír leka á samgötun. Meðallegutími eftir aðgerð voru 16,5 dagar. Alyktanir: Arangur meðferðar á Iæknanlegu krabbameini í enda- þarmi á Landspítala árin 1997-2000 er sambærilegur við besta árangur sem náðst hefur annars staðar þar sem sérhæfð teymi sinna meðferðinni. E 32 Hátt fremra úrnám við krabbameini í neðri bugðuristli Helgi Birgisson, Kenneth Smedh Handlækningadeild, Centrallasarettet Vásterás, Svíþjóð Inngangur: Arið 1996 sameinuðust ristil- og endaþarmsskurðlækn- ingar í Vastmanlandsléni undir eitt teymi við Centrallasarettet í Vásterás. Frá sama tíma hefur hátt fremra úrnám (high anterior resection) verið ráðandi aðgerð við krabbameini í neðri bugðuristli (colon sigmoideum) í stað bugðuristilúrnáms. Tilgangur rannsókn- arinnar er að bera saman tvö ólík tímabil þar sem mismunandi að- gerðir voru framkvæmdar við æxlum í neðri bugðuristli og komast að því hvor aðgerðin gæfi betri árangur. Efniviður og aðferðir: Mörk neðri bugðuristils voru ákveðin 16-25 cm frá endaþarmsopi. Afturskyggn rannsókn þar sem valdir voru allir sjúklingar í Vastmanlandsléni þar sem læknanlegt úrnám bugðuristils var framkvæmt vegna krabbameins í neðri bugðuristli á árunum 1991-2000. Gerður var samanburður á tímabilinu 1991- 1995 (hópur 1) og 1996-2000 (hópur 2). Litið var á aðgerðartækni, meinafræðiniðurstöður, fylgikvilla við aðgerðir, sjúkrahúsdauða og endurkomu krabbameins. Niðurstöður: Af 164 sjúklingum með krabbamein í neðri hluta bugðuristils gengust 146 undir ristilúrnámsaðgerð. Aðgerð var talin læknanleg hjá 121 sjúklingi, þar af voru 58 sjúklingar í hópi 1 en 63 í hópi 2. Ekki var marktækur munur á ASA gráðu, aldri eða Duke stigun. Sjá nánari niðurstöður í töflu hér á eftir. Hópur 1 Hópur 2 P Hátt fremra úrnám 36% 71% < 0,01* Fleiri en 5 eitlar 24% 78% < 0,05* Skuröbrún - æxli > 5cm 22 % 67% < 0,05* Fylgikvillar 34% 22% > 0,05 Enduraðgeröir 10% 0% < 0,01* Staöbundin endurkoma 10% 3% > 0,05 * Marktækur munur Læknablaðið 2002/88 321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.