Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 64

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 64
FRÆÐIGREINAR / SKIPULAG LYFJAMÁLA Lyfjastofnun: www. lyfjastofnun. is EMEA: www.emea.eu.int HoA: www.medagencies.org ICH: www. ifpma. org/ichl .html MR - Skráning lyfja með gagnkvæmri viðurkenningu (Mutual Recognition) MRFG - Nefndin um skráningu með gagnkvæmri viðurkenningu (Mutual Recognition Facilitation Group) PIL — Fylgiseðill (Patient Information Leaflet) RMS - Viðmiðunarland við MR-skráningu (Refe- rence Member State) SPC - Samantekt um eiginleika lyfs (Summary of Product Characteristics; stundum skammstafað SmPC) Netiö Hér er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um starfsemi Lyfjastofnunar og um Sérlyfjaskrána, ýmis eyðublöð og tengingar í lög og reglugerðir varðandi lyfjamál. Á heimasíðunni eru enn fremur birtar frétta- tilkynningar, aðvaranir vegna hættu sem upp kann að koma og ýmsar fréttir. Einnig má benda á upplýsing- ar um aukaverkanaskráningu lyfja og eyðublöð fyrir tilkynningar um aukaverkanir. Þetta er heimasíða Lyfjastofnunar Evrópu með miklum upplýsingum um flest er varðar lyfjamál hjá Evrópusambandinu. Hér má nefna matsgerðir (EPAR), SPC fyrir miðlægt skráðu lyfin, ýmiss konar leiðbeiningar og reglur, ársskýrslur, frétta- tilkynningar og opinberar yfirlýsingar, auk teng- inga á aðra staði á netinu. Heimasíða Heads of Agencies með tengingum í heimasíður allra lyfjastofnana á evrópska efnahags- svæðinu, auk margvíslegra annarra upplýsinga, meðal annars um lyf sem eru skráð með gagn- kvæmri viðurkenningu (Mutual Recognition). Heimasíða International Conference on Har- monisation en þar er að finna nýjustu útgáfur af reglunum um gott verklag við klínískar rannsóknir (GCP, Good Clinical Practice) og allar reglur sem unnar hafa verið á vegum ICH (til dæmis Good Laboratory Practice, Good manufacturing Prac- tice) en þessar reglur eru í gildi á íslandi. Upplýsingaflæði til lækna Margir læknar þurfa að hafa ýmiss konar samskipti við Lyfjastofnun og til að þau samskipti geti gengið sem greiðast fyrir sig er mikilvægt að allir geri sér grein fýrir hvernig að þessum málaflokki er staðið. Sem dæmi má nefna textana sem lýst var að ofan; oft er búið að leggja mikla vinnu í að fínpússa orðalag þannig að SPC og þar með texti í Sérlyfjaskrá og fylgiseðill komi réttum skilaboðum til þeirra sem textarnir eru ætlaðir, það er lækna, lyfjafræðinga og sjúklinga. Fræðsla lyfjastofnana til lækna er að flestra mati nauðsynlegt mótvægi við auglýsingar og mál- flutning Iyfjaframleiðenda sem oft er einhliða og get- ur verið villandi. Hér er við ramman reip að draga vegna þess að lyfjaframleiðendur leggja mikla fjár- muni í auglýsingar og kynningarstarfsemi af ýmsu tagi og munu stjórnvöld og lyfjastofnanir fæstra landa hafa mikla möguleika í þessari samkeppni um athygli lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Sérlyfjaskráin er einfaldasta og þægilegasta að- ferðin til að koma upplýsingum til lækna. Hún er til í bókarformi og er gefin út þannig einu sinni á ári en er einnig komin á netið og verður uppfærð þar mánaðarlega eða oftar. SPC veitir oftast töluvert ítarlegri upplýsingar en Sérlyfjaskráin en er enn sem komið er ekki að- gengilegt læknum. Læknar og aðrir heilbrigðis- starfsmenn geta að sjálfsögðu hringt eða sent tölvupóst til Lyfjastofnunar til þess að fá hlutlaus- ar upplýsingar. Ef upp koma hættulegar aukaverkanir eða ann- að mikilvægt varðandi öryggi lyfs er stundum ákveðið að framleiðanda beri að senda læknum bréf, „Kæri læknir bréf“ (dear dr. letter), til að vekja athygli á málinu og vara við hættu. Slík bréf eru stundum send öllum læknum en stundum ein- ungis sérfræðingum í vissum greinum. Aðvaranir af þessu tagi eru einnig birtar í fréttabréfi og á heimasíðu Lyfjastofnunar. Fyrir lyf sem eru miðlægt skráð má finna EPAR á netinu og fréttatilkynningar af ýmsu tagi eru birtar (meðal annars á netinu). EMEA og CPMP gagnvart FDA FDA í Bandaríkjunum er gamalgróin stofnun sem flestir kannast við en EMEA og sérfræðinganefndin CPMP eru nýjar og minna þekktar. Hins vegar eru ákvarðanir EMEA bindandi hér á landi og snerta okkur beint en ákvarðanir FDA hafa engin áhrif hér þó að þær geti vissulega verið áhugaverðar fyrir okk- ur. Afgreiðsla mála og framkvæmd þeirra er oft með ólíkum hætti vestan hafs og austan og skýringar á þeim mun eru yfirleitt ekki augljósar. Samstarf milli EMEA og FDA er ekki mikið og mætti að margra mati vera bæði meira og betra. ICH Skammstöfunin stendur fyrir International Confe- rence on Harmonisation og er samvinna lyfjastofn- ana Evrópu, Bandaríkjanna og Japan og samtaka lyfjaframleiðenda. Lyfjastofnanir Ástralíu, Nýja-Sjá- lands, Kanada og margra fleiri landa hafa tekið meiri eða minni þátt í þessari vinnu. Starfið á vegum ICH hefur að mestu farið í ýmiss konar samræmingarat- riði, eins og nafnið gefur til kynna, og í að semja sam- eiginlegar leiðbeiningar og vinnureglur. Þær reglur frá ICH sem skipta mestu máli fyrir íslenska lækna eru reglur um gott verklag við klínískar rannsóknir (GCP). Þegar þessar reglur fá löggildingu hjá EMEA öðlast þær gildi hér á landi og öllum er skylt að fara 332 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.