Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 76

Læknablaðið - 15.04.2002, Síða 76
S M A S J AI N Tilboð á veiðileyfum í Hreðavatni Eflaust eru margir veiðiáhuga- menn í læknastétt komnir með fiðr- ing sem væntanlega eykst eftir því sem sól hækkar á lofti. Sumir þreyja þorrann og góuna með því að hnýta flugur til að fleygja fyrir stórlaxa sumarsins, aðrir bara bíða. En fleira er fiskur en lax eins og þar stendur. Svo vill til að Læknafé- lagið á sumarhús við Hreðavatn en í því fagra vatni er nokkur silungsveiði þótt ekki séu allir fiskar risastórir. Þannig segir í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu frá feðgum sem reyndu fyrir sér í vatninu og komust í feitt. Annar fékk yfir 50 bleikjur en hinn eitthvað færri. Sá síðarnefndi rak einnig í þriggja punda urriða. Nú hefur stjórn Hreðavatns ehf. sem á veiðiréttinn í vatninu ákveðið að breyta verðlagningu á veiðileyfum á þann veg að í stað þess að þeir sem vilja veiða þar greiði 700 krónur fyrir daginn á eina stöng þá er eigendum sumarhúsa boðið upp á að greiða 5.000 krónur fyrir tímabilið 1. maí til 30. september. Sé það gert mega þeir sem dvelja í hverju húsi veiða á tvær stengur dag hvern allt tímabilið. Orlofsnefnd Læknafélags Islands ákvað að taka þessu ágæta tilboði og geta því þeir sem gista í húsum félags- ins við Hreðavatn veitt á tvær stengur upp á hvern einasta dag frá maíbyrj- un til septemberloka ef vilji er fyrir hendi án þess að greiða fyrir það aukalega. Pað eru tilmæli orlofsnefndar að þeir sem nýta sér þetta veiðileyfi haldi veiðidagbók og skrái hjá sér afl- ann sem berst á land. Er það bæði til gamans gert og einnig til þess að kortleggja vatnið, hvort þar er ein- hver veiði að ráði og hvar hún er best. ið allt of ósveigjanlegt og fast í bókstafstrú stjórnvalda á það að enginn nema hið opinbera geti rekið heilsugæslu. Fyrir vik- ið hafa eingöngu þeir sem geta hugsað sér að vinna við þær aðstæður komið til starfa en aðrir ekki. Hefði kerfið verið sveigj- anlegra væru örugglega fleiri að störfum núna sem heimilislæknar." - En nú eru ýmis teikn á lofti um að verið sé að opna á ný rekstrarform. Ráð- herra boðar útboð á rekstri heilsugæslu- stöðvar í Kópavogi og ræðir um að láta reyna frekar á „Lágmúlamódelið“. „Já, heilbrigðisráðherra talar þannig en ég óttast að minna verði um efndir. Eins og rætt er um hlutina núna er ætlun- in að stökkva úr ríkisrekstri yfir í opið út- boð þar sem búast má við að fyrirtæki á borð við Lyfjaverslun Islands eða Is- lenska aðalverktaka bjóði í reksturinn til 30 ára. Þetta er framandi hugsun fyrir okkur lækna sem höfum verið að tala um verktöku lækna eða gerð þjónustusamn- inga við ríkið. Vitaskuld geta læknar tek- ið höndum saman og boðið í reksturinn en þetta er stórt stökk og læknar hafa ekki reynslu af svona rekstri. Ég efast líka um að hægt sé að semja viðunandi útboðslýsingu út frá þeim upp- lýsingum sem fyrir liggja, hvort sem litið er á rekstrarþáttinn eða þau verk sem á að vinna á væntanlegri heilsugæslustöð. Ég hef ekki séð ítarlega reikninga um rekstur heilsugæslustöðva og það skrán- ingarkerfi sem notað er á heilsugæslu- stöðvunum gefur ekki fullnægjandi mynd af því sem við erum að gera þar. Það veit enginn hvað ég og aðrir starfsmenn eru að gera né í hvað á að bjóða.“ - Sérðu fyrir þér að ríkið muni þegar fram líða stundir bjóða læknunum í Læknalind að gera við þá þjónustusamn- ing? „Þeir starfa í stóru hverfi og ef þeir fá marga íbúa þess til að kaupa áskrift og bæta því við þá skatta sem þeir greiða þá hljóta stjórnvöld að spyrja sig hvernig þau eigi að veita þessu fólki þjónustu á sama grunni og öðrum. Ég veit ekki hvert svarið verður en eitthvað verður að gera ef þeim gengur vel,“ segir Sigurbjörn Sveinsson formaður LI. -ÞH Formannaráðstefna Læknafélags íslands Boðað er til formannafundar skv. 9. grein laga Læknafélags íslands föstudaginn 12. apríl í húsnæði læknasamtakanna að Hlíðasmára 8, Kópavogi. Dagskrá: 10:00-12:30 12:30-13:30 13:30-15:00 15:00-15:30 15:30-17:00 Skýrsla formanns LÍ um afgreiðslu ályktana aðalfundar 2001, störf stjórnar og stöðu helstu mála. Skýrslur formanna aðildarfélaga, samn- inganefnda og helstu starfsnefnda eftir atvikum. Matarhlé 1. Lœknar í vanda. Heilbrigðiseftirlit með lœknum Frummælendur: Landlæknir og Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnu- eftirlits ríkisins 2. Upplýsingar - auglýsingar á tölvuöld Frummælandi: Einar Oddsson. formaður Siðfræðiráðs LÍ 3. Skipulagsmál lœknasamtakanna, stéttarfélag/félög lœkna Frummælandi: Sigurbjörn Sveinsson, formaður LI Umræður Kaffihlé Aframhald umræðna Önnur mál Fundarlok verða á heimili formanns að Hæðarseli 28, Reykjavík. 344 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.