Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 11
RITST JÚRIUARGREIIUAR Heilahimnubólga af völdum baktería hjá börnum í þessu tölublaði Læknablaðsins er birt yfirgripsmikil og fróðleg grein um heilahimnubólgu af völdum baktería hjá börnum á Islandi sem nær yfir næstum þrjá áratugi (1). A þessu tímabili var alvarlegasta ógnin við heilsu barna sjúkdómur af völdum N meningitidis sem er frábrugðin öðrum bakteríum sem valda heilahimnubólgu vegna hæfni sinnar til að valda stað- og farsóttum, einkum meðal bama og unglinga. Á árunum 1975-1977 gekk yfir landið far- aldur af völdum N. meningitidis af gerð B með 79 skráðum tilfellum. Allar götur síðan hefur meningó- kokkasjúkdómur verið landlægur á íslandi í hástað- sótt (high-endemic). Síðustu árin hefur meningó- kokkasjúkdómur af gerð C verið að sækja í sig veðrið og er um þessar mundir algengasta heilahimnubólga á Islandi. Samkvæmt farsóttaskrá hefur árlegt ný- gengi meningókokkasjúkdóms verið á bilinu 3- 11/100.000 íbúa á undanförnum tveimur áratugum. Nýgengið hér á landi, líkt og á írlandi og Bretlandi, hefur verið mun hærra en víða á meginlandi Evrópu. Dánarhlutfall á íslandi hefur verið 8,9% á tímabilinu. Aldurstengt nýgengi meningókokkasjúkdóms af völd- um gerðar C á árunum 1983-2000 var hæst hjá börn- um eins til fjögurra ára (10/100.000) og 15-19 ára (7/100.000). Sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur hér á landi hjá börnum undir sex mánaða aldri. Dánarhlut- fallið var 9,9%, eða nokku hærra en af völdum N. meningitidis af gerð B. Hæst var dánarhlutfall hjá börnum undir fimm ára aldri (13,9%) og ungu fólki á aldrinum 15-19 ára (13,8%). Stórt framfaraspor var stigið þegar tókst að búa til tengd (polysaccharide-protein conjugated) bóluefni gegn Haemophilus influenzae af gerð B en sú bakt- ería var áður ein algengasta orsök heilahimnubólgu og blóðsýkingar barna undir sex ára aldri. Slík tengd bóluefni geta vakið skamm- og langtíma ónæmis- svörun. Eins og höfundar greinarinnar benda rétti- lega á hefur sá sjúkdómur horfið eftir að bólusetn- ingar hófust með þessu bóluefni árið 1989. Þá hefur tekist búa til tengd bóluefni gegn pneumókokkum. Veita þau einnig börnum góða vörn gegn þeim hjúp- gerðum pneumókokka sem bólusett er gegn. Virk fjölsykrungabóluefni hafa lengst af einungis verið til gegn sjúkdómi af völdum N. meningitidis af gerðum A, C, Y og W135. Virkni fjölsykrungabólu- efnis gegn gerð C hefur reynst góð hjá börnum eldri en tveggja ára og fullorðnum (2). Okostir fjölsykr- ungabóluefnanna eru þeir að þau gagnast ekki þeim sem eru yngri en tveggja ára (3) og verndin endist hjá öðrum trúlega aðeins í þrjú til fimm ár (4). Pað er ástæðan fyrir því að fjölsykrungabóluefni hafa ekki verið notuð í almennri barnabólusetningu hér á landi. Hins vegar hefur slíkt fjölsykrungabóluefni verið notað til að koma í veg fyrir faraldra og var það síðast gert árið 1997 þegar þrjú tilfelli af meningó- kokkasjúkdómi af gerð C greindust með stuttu milli- bili á Sauðárkróki. I kjölfarið voru allir íbúar á bæjar- ins á aldrinum 2-18 ára bólusettir. Faraldur kom ekki upp. Nú hefur tekist að framleiða tengd bóluefni gegn einni gerð meningókokkasjúkdóms, það er af völdum N. meningitidis af gerð C. Mun erfiðara hefur reynst að framleiða bóluefni gegn gerð B og hafa víð- tækar rannsóknir farið fram, meðal annars hér á landi, á ónæmissvörun þeirra bóluefna sem hafa ver- ið á markaði (5). Bretar hófu almennar bólusetningar með tengdu bóluefni gegn N. meningitidis af gerð C í árslok 1999. Var ákveðið að bólusetja börn yngri en fjögurra mán- aða með þremur skömmtum sem gefnir væru við tveggja, þriggja og fjögurra mánaða aldur. Börn sem voru á aldrinum 4-12 mánaða fengu tvo skammta en börn sem voru eldri en 12 mánaða fengu einn skammt. Árangur þessara bólusetninga hefur verið mjög góð- ur. Fyrstu sex mánuðina fækkaði meningókokkasjúk- dómi af gerð C um 90% meðal barna undir eins árs aldri og 15-17 ára unglinga en þau voru fyrst að fá bóluefnið (6). Islendingar hafa nú ákveðið að fylgja fordæmi Breta. Reikna má með að almennar bólusetningar gegn meningókokkasjúkdómi af gerð C hefjist síðar á þessu ári og verði látnar falla að núverandi skipulagi barnabólusetninga hér á landi. Mikil vinna er þó framundan við að ná til allra barna til 18 ára aldurs svo að góður árangur náist sem fyrst. Mikilvægt er að hafa í huga að þótt það takist að bægja meningó- kokkasjúkdómi af gerð C frá íslensku samfélagi mun sjúkdómurinn ekki hverfa með öllu því enn er ekki til nægilega virkt bóluefni gegn meningókokkasjúk- dómi af gerð B. Því þurfa læknar eftir sem áður að þekkja einkenni sjúkdómsins og bregðast skjótt við honum. Tilkynningar um þennan smitsjúkdóm. eins og aðra tilkynningaskylda sjúkdóma, þurfa að vera skilvirkar. Jafnframt er brýnt að bólusetningar séu skráðar og tilkynntar en unnið er að því að hanna slíkt skráningar- og tilkynningaferli. Höfundar áðurnefndrar greinar telja að heilbrigð- isyfirvöld þurfi að íhuga vandlega hvort ekki sé tíma- bært að hefja almenna bólusetningu gegn heila- Haraldur Briem Höfundur er sóttvarnalæknir. Læknablaðið 2002/88 387
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.