Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR
Klamýdía: greining, meðferð og eftirlit
Samantekt vinnuhóps á vegum Landlæknisembættisins
Klínískar
leiðbeiningar Hverja á að prófa?
Á vegum Landlæknis-
embættisins hafa verið
unnar klínískar leiðbein-
ingar um ýmis læknis-
fræðileg vandamál og eru
þær aðgengilegar á vef
embættisins á
www.landlaeknir.is
Markmið með gerð þess-
ara leiðbeininga er að
draga úr því heilsufars-
vandamáli sem klamýdía
og fylgikvillar hennar
eru. Ef heilbrigðisstarfs-
fólk er vel á verði og ráð-
leggur sýnatökur til að
greina klamýdíu er
vonast til að fækka megi
klamýdíutilfellum þegar
fram í sækir. Við vinnu
þessa var stuðst við
gæðastaðla um gerð leið-
beininga ení meginat-
riðum var farið eftir
leiðbeiningum unnunt af
Scottish Intercollegiate
Guideline Network
(SIGN).
Ráðleggingarnar eru
beint tengdar þeim vís-
indalega grunni sem að
baki liggur og til þess eru
notaðir bókstafirnir A, B
eða C. Þetta tengist ekki
því hversu mikilvæg ráð-
leggingin er.
A: Ráðlegging er studd
sterkum rannsóknum
(kerfisbundin yfirlit,
metaanalýsur, eða að
minnsta kosti einni
vel gerðri tvíblindri,
slembaðri rannsókn).
B: Að baki ráðleggingar
eru vel gerðar klín-
ískar rannsóknir þótt
ekki sé um tvíblinda
rannsókn að ræða.
C: Að baki ráðleggingar
er samráðsálit sér-
fræðinga/faghópa.
Konur sem hafa einkenni eöa merki
sem gætu bent til klamýdíu
ÉEB 1 útferð frá leggöngum
2 óeðlilegar blæðingar
3 bólginn/viðkvæmur legháls
4 þvagrásarbólga
5 eggjaleiðarabólga
6 verkir um neðanverðan kvið
7 liðbólga tengd sýkingu (reactive
arthritis)
| ; Einnig ætti að skima
EEB 1 konur yngri en 25 ára sem stunda kynlíf
81 2 karla yngri en 25 ára sem stunda kynlíf
ÍBi 3 konur eldri en 25 ára sem hafa nýjan
rekkjunaut eða fleiri en tvo rekkjunauta
síöastliðið ár
Athugið að konur geta haft
einkennalausa klamýdíusýkingu.
Karla sem hafa einkenni eða merki
sem gætu bent til klamýdíu
® 1 útferð úr þvagrás
2 sviði við þvaglát
3 þvagrásarbólga
4 bólga í eista/eistalyppu
5 liðbólga tengd sýkingu (reactive
arthritis)
| Aðrar ástæður prófs _____________________
EBl 1 konur sem fara í fóstureyðingu
M 2 allir sem koma á kynsjúkdómadeild
iff 3 allir með annan kynsjúkdóm
B. 4 rekkjunautar einstaklinga með klamýdíu
Effi 5 mæður barna með augn- eöa
lungnasýkingu vegna klamýdíu
II 6 konur með áhættuþætti þar sem gera á
aðgerðir á legi/legholi, þar með talin
lykkjuuppsetning
IBI 7 egg- eða sæðisgjafar
® 8 rekkjunautar einstaklinga sem taldir eru
með klamýdíusmit
Mjög mikilvægt er að útskýra vel ástæður, hugsanlegar afleiðingar og niðurstöður klamýdíuprófs fyrir
öllum sem prófaöir eru.
Hvaða próf?
ffll Mælingar byggöar á kjarnsýrumögnun (PCR).
Hvaða sýni á aö nota?
Morgunþvag er ráðlagt hjá bæði konum og körlum en þó má nota þvagsýni sem tekið ertveim
klukkustundum eftir síöustu þvaglát. í kvenskoðun má einnig taka strok úr leghálsi
(endocervix).
Kona getur sjálf tekið strok frá leggöngum með strokpinna ef hún getur ekki skilað þvagsýni.
EB! Best er aö nota fyrsta hluta þvagbununnar.
Læknar ættu að vera meðvitaðir um nauösyn skimunar fyrir klamýdíu hjá báðum kynjum, einkum
þegar um er aö ræöa áhættuhegöun.
414 Læknablaðið 2002/88