Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 62

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRJÓSTVERKJAMÓTTAKA Nýtt vinnulag við uppvinnslu brjóstverkja á bráðamóttöku Landspítala Hringbraut Þröstur Haraldsson Þótt læknar og aðrir starfsmenn Landspítala kvarti undan þrengslum þessar vikurnar fer það ekki fram- hjá neinum sem þangað kemur að þar er mikil gerjun í gangi. Það umrót sem verið hefur á skipulagi starfs- ins, flutningur og sameining deilda, hefur hróflað við hefðbundnu vinnulagi og ýtt undir breytingar á við- teknum venjum. Þessa sér víða stað og margir starfs- menn eru uppteknir af því að úthugsa nýjar aðferðir til að bæta vinnulag og auka afköst og hagræði. Bráðadeildir spítalans hafa ekki farið varhluta af þessu enda hefur öllu skipulagi þar verið breytt eins og við sögðum frá í marsblaðinu. Slysadeildin í Fossvogi tekur nú við flestum sem koma beint inn af götunni vegna slysa eða veikinda og þar er vakt allan sólar- hringinn allt árið um kring. Við Hringbraut er einkum rekin svokölluð tilvísanamóttaka en þó er tekið við öllum sem þangað leita án tilvísunar. Það á við um veik börn og sjúklinga í krabbameinsmeðferð, þá sem gætu þurft að fara í bráða skurðaðgerð vegna kviðarhols- vandamála og þá sem eiga við þvagfæravandamál að stríða. Að auki eru kvennadeildin og geðdeildin með móttöku fyrir þá sem þurfa bráðaþjónustu. Þá er ótalin móttaka vegna brjóstverkja og hjarta- sjúkdóma en hún er starfrækt við Hringbraut. Þang- að koma þeir sjúklingar sem leita til sjúkrahússins með hjartavandamál. Þar hafa verið í þróun nýjungar í skipulagi sem gætu átt eftir að breiðast út til fleiri deilda sjúkrahússins. Sá sem hefur leitt það þróunar- starf er Davíð O. Arnar yfirlæknir á bráðamóttök- unni við Hringbraut. Nýtt vinnulag og bætt aðstaöa Þessar breytingar fela meðal annars í sér gerð mark- vissra vinnuferla fyrir ýmis hjartavandamál og hefur slíkt fyrirkomulag þegar verið tekið upp fyrir sjúk- linga sem þangað leita með brjóstverk. Þegar sjúklingur leitar til bráðamóttökunnar vegna brjóstverkja fer ákveðið ferli í gang. Viðkom- andi sjúklingur fær vissan forgang og innan fimm til tíu mínútna er reynt að flokka sjúklinga með líklegan verk frá hjarta í einn af þremur flokkum eftir því hversu aðkallandi er að heija meðferð. Sé um bráða kransæðastíflu að ræða þarf tafarlausa meðferð þar sem markmiðið er að draga úr stærð hjartadrepsins með því að beita aðferðum til að opna hina stífluðu kransæð. Oftast er þar um að ræða lyf til að leysa upp blóðsega sem stíflar kransæðina eða þá að gerð er bráð kransæðavíkkun. Þeir sjúklingar sem hafa lík- lega hjartaverk og línuritsbreytingar sem gætu bent til yfirvofandi kransæðastíflu fá meðferð með öflug- um blóðflöguhemjandi lyfjum og leggjast fljótlega inn á hjartadeild. Þeir sjúklingar sem falla ekki í ofangreinda flokka eru hafðir í sérstakri gæslu á bráðamóttökunni og fara síðan í nánari skoðun ýmist á móttökunni sjálfri eða öðrum deildum sjúkrahússins. Þá hefur nýlega verið tekið í notkun nýtt og vel útbúið bráðaherbergi á móttökunni sem þýðir að aðstaða til að fást við sjúklinga með bráða hjartasjúkdóma og hjartastopp er verulega betri en áður. „Samhliða þessum breytingum hefur verið tekin upp stöðug vakt á hjartaþræðingarstofunni sem er geysilega mikilvæg viðbót við meðferð á bráðri kransæðastíflu,“ segir Davíð. „Með þessu er mögu- legt að bjóða upp á bráða kransæðavíkkun allan sól- arhringinn.” Kristján Eyjólfsson hjartalæknir stýrir starfsemi hjartaþræðingastofunnar. Þar er vakt frá mánudagsmorgni til laugardagsmorguns enn sem komið er en væntingar standa til þess að fljótlega verði mögulegt að hafa þræðingastofuna einnig opna um helgar. Vinnuferli brjóstverkjamóttökunnar styðst við leiðbeiningar sem eru sýnilegar á veggjum deildar- innar og allir sem þar vinna geta tileinkað sér. „Þær tryggja að allir viti hvers til er ætlast þegar sjúklingur kemur með brjóstverk og geti brugðist skjótt við. Þetta kerfi hefur gefist vel vegna þess að móttaka sjúklinga, val rannsókna og uppvinnsla verður mark- vissari. Það á að taka styttri tíma en áður að ljúka uppvinnslu þessara sjúklinga, þetta fyrirkomulag á að leiða til færri innlagna og þar af leiðandi vissrar hagræðingar. í Bandaríkjunum hafa slíkar sérhæfðar brjóstverkjamóttökur dregið talsvert úr kostnaði við greiningu og meðferð slíkra sjúklinga," segir Davíð. Hefur þegar sannað gildi sitt Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur og deildar- stjóri á bráðamóttökunni tekur í sama streng og Davíð og er ánægð með nýja fyrirkomulagið. „Vinnu- brögðin verða klárlega agaðri og markvissari og allir vita hvað þeir eiga að gera. Fyrir vikið verður vinnan einnig þægilegri og skemmtilegri, auk þess sem það tryggir gæði þjónustunnar og að allir fái samskonar meðferð," segir hún. Þau leggja áherslu á að þótt gerðar hafi verið leið- beiningar um meðferð er alls ekki verið að taka frumkvæðið af fólki. Mönnum er að sjálfsögðu fijálst að víkja frá vinnuferlunum ef þeim þykir góð ástæða til, þetta eru fremur leiðbeiningar en ófrávíkjanlegar reglur. 438 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.