Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR / STARFSENDURHÆFING takenda sögðu fjárhagsstöðu sína hafa batnað frá því endurhæfingarmatið fór fram. Einu til tæplega tveimur árum eftir að mati hjá endurhæfingarmatsteymi lauk fengu 44 (41%) af þeim 109 sem metnir voru á árinu 2000 engar bætur frá TR, en aðeins 32 (29%) örorkulífeyri og 12 (11 %) örorkustyrk. Tuttugu (18%) fengu enn endurhæfing- arlífeyri sem endurspeglar að endurhæfingu var ekki lokið. Gera má ráð fyrir að stór hluti þeirra sem vísað var til mats hjá teyminu hefði ella verið metinn til örorku. Til samanburðar eru einstaklingar sem hófu töku endurhæfingarlífeyris áður en starfsendurhæf- ing á vegum TR fór af stað. Aðeins 18% þeirra voru án bóta frá TR um það bil einu og hálfu ári eftir að taka endurhæfingarlífeyris hófst. Árangur af starfs- endurhæfingu á vegum TR hlýtur þannig að teljast góður og væntingar um að hún fyrirbyggi örorku hafa verið uppfylltar. Kynjaskipting, meðalaldur, hjúskaparstaða og sjúkdómsástand hjá þeim sem vísað var til endurhæf- ingarmatsteymis hér á landi eru sambærilegar og í rannsókn á árangri starfsendurhæfingar á vegum Tryggingastofnunar Stokkhólms (13). í þeirri rann- sókn reyndust 50% vera án bóta frá Tryggingastofn- uninni einu ári eftir að endurhæfingin hófst og 36% tveimur árum eftir að starfsendurhæfingin hófst, en í íslensku rannsókninni voru eins og áður sagði 41 % án bóta frá TR einu til tæplega tveimur árum eftir mat endurhæfingarmatsteymis. í annarri sænskri rannsókn er greint frá árangri starfsendurhæfingar á vegum Tryggingastofnunar Jamtlands í Norður-Sví- þjóð (2). Þar reyndust 42% vera án bóta frá Trygg- ingastofnuninni ári eftir að starfsendurhæfingu lauk. Árangur í þessu efni er þannig svipaður hér á landi og í Svíþjóð, en þangað sótti TR einkum hugmyndir um starfsendurhæfingu á vegum almannatrygginga. Heimlldir 1. Sigurður Thorlacius, Sigurjón Stefánsson, Stefán Ólafsson. Umfang og einkenni örorku á íslandi áriö 1996. Læknablaöið 1998; 84: 629-35. 2. Marnetoft SU, Selander J, Bergroth A, Ekholm J. Vocational rehabilitation - early versus delayed. The effect of early vocational rehabilitation compared to delayed vocational rehabilitation among employed and unemployed, long-term sick-listed people. Int J Rehabil Res 1999; 22:161-70. 3. Berglind H, Gerner U. Motivation och átergang i arbete bland lángtidssjukskrivna. Socialmedicinsk tidsskrift 1999; 76: 409- 20. 4. Timpka T, Leijon M, Karlsson G, Svensson L, Bjurulf R Long- term economic effects of team-based clinical case manage- ment of patients with chronic minor disease and long-term absence from working life. Scand J Soc Med 1997; 25:229-37. 5. Bjarni Þórðarson, Sólveig A. Svavarsdóttir. Tryggingastærð- fræðilegur útreikningur á kostnaði vegna örorkulífeyris- greiðslna lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar ríkisins. Trygg- ingastofnun ríkisins, 2001. 6. Larsson G. Rehabilitering til arbete. En reform med individen i centrum. Slutbetánkande av utredningen om den arbetslivs- inriktade rehabiliteringen. Stokkhólmur 2000, Statens offent- liga utredningar 2000; 78:127-39. 7. Lög nr. 62/1999. 8. Sigurður Thorlacius. Breytt fyrirkomulag örorkumats á íslandi og starfræn endurhæfing á vegum Tryggingastofnunar ríkisins. Læknablaðið 1999; 85:481-3. 9. Bland M. An Introduction to Medical Statistics. Oxford; Oxford University Press 1995. 10. Sigurður Thorlacius, Sigurjón Stefánsson, Stefán Ólafsson, Vilhjálmur Rafnsson. Breytingar á algengi örorku á íslandi 1976-1996. Læknablaðið 2001; 87: 205-9. 11. Sigurður Thorlacius, Sigurjón Stefánsson, Haraldur Jóhanns- son. Örorkumat fyrir og eftir gildistöku örorkumatsstaðals. Læknablaðið 2001; 87: 721-3. 12. Sigurður Thorlacius, Sigurjón Stefánsson, Stefán Ólafsson. Menntun, störf og tekjur þeirra sem urðu öryrkjar á íslandi árið 1997. Læknablaðið 2001; 87: 981-5. 13. Selander J, Marnetoft SU, Bergroth A, Ekholm J. Arbetslivs- inriktad rehabilitering och senare sjukfránvaro. Socialmedi- cinsk tidsskrift 1997; 74: 390-5. Seroquel AstraZeneca, 960203 TÖFLUR; N 05 A H 04 (Styttur sérlyfjaskrártexti og heimildaskrá) Hver tafla inniheldur: Quetiapinum INN, fúmarat, samsvarandi Quetiapinum INN 25 mg, 100 mg eöa 200 mg. Töflurnar innihalda mjólkursykur (laktósu). Ábendingar: Seroquel er notað til meðhöndlunar á geðklofa. Skammtar og lyfjagjöf: Seroquel á að gefa tvisvar á dag, með eða án matar. Fullorðnir: Heildardagskammtur fyrstu fjóra daga meðferðarinnar er 50 mg (dagur 1), 100 mg (dagur 2), 200 mg (dagur 3) og 300 mg (dagur 4). Eftir þessa fjóra daga er mælt með 300 mg dagskammti. Dagskammtinn má aðlaga að klínískum viðbrögðum og þoli viðkomandi sjúklings, á bilinu 150-750 mg/dag. Aldraðir: Eins og með önnur geðlyf, skal lyfið notað með varúð hjá öldruðum, sérstaklega í upphafi meðferðar. Skammtaaukning getur þurft að vera hægari og dagsskammtur lægri en hjá yngri sjúklingum, og fer það allt eftir klínískum viðbrögðum og þoli viðkomandi sjúklings. Klerans quetiapíns var að meðaltali um 30-50% minni hjá öldruðum samanborið við yngri sjúklinga. Börn og unglingar: Mat á öryggi og verkun lyfsins hjá börnum og unglingum er ekki fyrirliggjandi. Sjúklingar með nýrnabilun: Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammtinn. Sjúklingar með lifrarbilun: Quetiapin umbrotnar að miklu leyti í lifur, og skal þvi notað með varúð hjá sjúklingum með lifrarbilun, sérstaklega í upphafi meðferðar. Upphafsskammtur lyfsins skal vera 25 mg/dag hjá sjúklingum með lifrarbilun. Skammtinn skal auka daglega um 25-50 mg þar til viðunandi skammti er náð, og fer það allt eftir klínískum viðbrögðum og þoli viðkomandi sjúklings. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Varnaöarorö og varúðarreglur: Samtímis sjúkdómar: Lyfið skal nota með varúð fyrir sjúklinga með þekkta hjarta- og æðasjúkdóma, sjúkdóma í heilaæðum og fyrir sjúklinga sem hættir til að fá of lágan blóðþrýsting. Seroquel getur orsakað stöðubundið blóðþrýstingsfall, sérstaklega í upphafi þegar verið er að auka skammta smám saman. Flog: í klínískum samanburðarrannsóknum var enginn munur f tíðni floga hjá sjúklingum sem fengu lyfið eða lyfleysu. Eins og með önnur geðlyf, skal gæta varúðar við meðhöndlun sjúklinga sem fengið hafa flog. Síðkomin hreyfitruflun (tardive dyskinesia): í klfnískum samanburðarrannsóknum var enginn munur f tfðni extrapýramídal einkenna hjá sjúklingum sem fengu ráðlagða meðferðarskammta af lyfinu eða lyfleysu. Þetta bendir til að lyfið valdi síður síðkominni hreyfitruflun en venjuleg sefandi lyf. Hafa skal f huga að minnka skammta lyfsins eða hætta notkun þess ef vísbending og einkenni um síðkomna hreyfitruflun koma fram. Illkynja sefunarheilkenni: lllkynja sefunarheilkenni hefur verið tengt við sefandi lyfjameðferð. Klínísk einkenni eru t.d. ofurhiti, breytt andlegt ástand, vöðvastífni, óstöðugleiki í ósjálfráða taugakerfinu og hækkun á kreatinín fosfókínasa. f slíkum tilvikum skal hætta notkun á lyfinu og gefa viðeigandi lyfjameðferð Milliverkanir: Aðalverkun lyfsins er á miðtaugakerfið, og þvi skal gæta varúðar við samtímis notkun annarra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og alkóhóls. Lyfjahvörf lithíums breytast ekki ef það er notað samtímis lyfinu. Samtfmis notkun á sefandi lyfjunum risperidon eða halóperidól hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samtímis notkun á thíoridazín eykur klerans quetiapins. Lyfið örvar ekki lifrarensímin sem taka þátt í umbrotum fenazóns. Samtímis notkun á fenýtóini (örvar microsomal ensím) veldur aukningu í klerans quetiapins. Sjúklingar sem taka samtímis lyfinu og fenýtóln, eða önnur lyf sem örva lifrarensím s.s. karbamazepín, barbítúröt og rffampicín, geta þurft að auka skammtinn af lyfinu til að hafa stjórn á einkennum sjúkdómsins. Ef sjúklingur hættir að taka fenýtóin og tekur í staðinn lyf sem örva ekki lifrarensím, s.s. natríum valpróat, getur þurft að minnka skammtinn af lyfinu. Ensímið CYP3A4 er helst ábyrgt fyrir sýtókróm P450 tengdum umbrotum quetiapins. Samtfmis notkun á címetidíni, sem letur P450 ensfmið, hefur ekki áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samtímis notkun á geðdeyfðarlyfjunum imipramín (letur CYP2D6) eða flúoxetín (letur CYP3A4 og CYP2D6) hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samt sem áður er mælt með að gæta varúðar þegar lyfið er notað samtímis lyfjum sem letja CYP3A4 (t.d. ketókónazól eða erýthrómýcín). Meöganga og brjóstagjöf: Ekki hefur verið færð sönnun á óryggi og verkun lyfsins á meðgöngu. Pví skal aðeins nota lyfið á meðgöngu ef kostir þess réttlæta hugsanlega áhættu af notkun þess. Ekki er vitað að hve miklu leyti lyfið útskilst í móðurmjólk. Því skal ráðleggja konum sem nota lyfið að forðast að hafa börn á brjósti. Akstur og stjórnun annarra véla: Sjúklingum skal ráðlagt að aka ekki bifreið eða stjórna öðrum tækjum fyrr en þeir vita hvaða áhrif lyfið hefur. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin er svefnhöfgi, sem kemur helst fram í upphafi meðferðar, en hættir yfirleitt við áframhaldandi meðferð. Lyfið veldur ekki hækkun á prólaktíni líkt og mörg önnur geðlyf. Algengar (>1%): Taugakerfi: Svefnhöfgi. Almennt: Þróttleysi, svimi. Hjarta- og æðakerfi: Róttstöðuþrýstingsfall, of lágur blóöþrýstingur, hraötaktur. Meltingarfæri: Hægðatregða, munnþurrkur, meltingartruflun. Blóð: Fækkun hvítra blóðkoma, hlutleysiskymingafæð. Efnaskipti: SGPT (ALT) hækkun, SGOT (AST) hækkun, þyngdaraukning. öndunarfæri: Nefslímubólga. Sjaldgæfar (0,1-1%): Almennt: lllkynja sefunarheilkenni. Hjarta- og æðar: Yfiriið. Efnaskipti: Kólesterólhækkun, blóðfituhækkun, hækkun á gamma-GT. Blóð: Fjölgun eósínfíkla. Taugakerfi: Rykkjakrampi, grand mal rykkjakrampi. Meðferð með lyfinu hefur tengst örtítilli skammtaháðri lækkun á skjaldkirtilshormónum, sérstaklega i heildar T4 og fríu T4. Lækkunin náði hámarki á fyrstu 2-4 vikum meðferðarinnar, en við áframhaldandi notkun varð ekki frekari lækkun. Ofskömmtun og eiturverkanir: Takmörkuð reynsla er af ofskömmtun á lyfinu f kllnfskum rannsóknum. Útlit: Töflur 25 mg: Kringlóttar, 0 6 mm, ferskjulitaðar, kúptarog filmuhúðaðar. Töflur 100 mg: Kringlóttar, 0 8,5 mm, gular að lit, kúptar og filmuhúðaðar. Töflur 200 mg: Kringlóttar, 0 11 mm, hvftar að lit, kúptarog filmuhúðaðar. Pakkningar: Töflur 25 mg: 100 stk (þynnupakkað);12.147 kr„ Töflur 100 mg: 30 stk. (þynnupakkað); 7.876 kr„ 100 töflur (þynnupakkað); 22.945 kr„ Töflur 200 mg: 30 stk. (þynnupakkað); 11.474 kr„ 100 töflur (þynnupakkað); 33.735 kr. Afgreiöslutilhögun: Lyfið er lyfseðilskylt. Tryggingastofnun ríkisins greiöir lyfiö aö fullu. Ágúst 2001. Heimildaskrá 1. ARVANITIS LA, MILLER BG: Multiple fixed doses of Seroquel (quetiapine) in patients with acute exacerbation of schizophrenia: a comparison with haloperidol and placebo. The Seroquel Trial 13 Study Group. Biological Psychiatry ( 1997) 42:233-46. 2. SMALL JG, HIRSCH SR, ARVANITIS LA, MILLER BG, LINK CG: Quetiapine in patients with schizophrenia. A high- and low-dose double-blind comparison with placebo. Seroquel Study Group. Arch. Gen. Psychiatry (1997) 54:549-57. 3. BRECHERM, RAK TW, MELVIN K, JONES AM: The long-term effect of quetiapine (Seroquel monotherapy on weight in patients with schitzophrenia). International Journal of Psychiatry in Clinical Practice (2000) 4:287-91. Umboð á íslandi: Pharmaco hf. AstraZeneca, Hörgatúni2, 210 Garðabæ, Sími:535 7152 Fax: 565 7366 Læknablaðið 2002/88 411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.