Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 144 Heiti sem notuð hafa verið til að tákna sjúkdóma og veikindi eru allnokkur í íslensku. Islensk sam- heitaorðabók Svavars Sigmundssonar frá 1988 birtir þrettán samheiti með flettunni sjúkdómur. Merking þeirra er þó ekki nákvæmlega sú sama, eins og sjá má af skýringum íslensku orðabókarinnar, sem birtar eru hér í sviga á eftir hverju af þessum tilgreindu heit- um: áfall (mótlæti, þungbær reynsla, sjúkdómur), faraldur (smitsjúkdómur, farsótt), kröm (langvinnur þjakandi sjúkdómur), kvilli (sjúkdómur, lasleiki, smáveikindi, veikindi), lasleiki (vægur sjúkleiki), mein (sjúkdómur, meinsemd), meinsemd (veikindi, sköddun, mein, æxli), pest (lasleiki, farsótt), sjúkleiki (sjúkdómur, lasleiki, heilsuleysi), sótt (sjúkleiki, veiki, farandveiki, farsótt), sýki (sjúkdómur, pest), veiki (sjúkdómur, veikleiki, vanmætti), veikindi (sjúkdómur, það að vera veikur). íðorðasafnið Sum þessara svonefndu samheita eru svo almenns eðlis að þau eru eingöngu notuð við þýðingu á al- mennum fræðiorðum sem tákna veikindi. í íðorða- safni lækna má til dæmis finna: áfall (attack, ictus, injury, shock, trauma), laslcika (indisposition, malaise), sjúkleika (disorder, illness, malady, sick- ness) og veikindi (illness, malady, sickness). Nokkur þeirra eru bæði notuð á þennan almenna hátt og einnig sem samsetningarliður í íslenskum heitum til- tekinna sjúkdóma: faraldur (epidemia, roðafarald- ur), kröm (marasmus, beinkröm) og kvilli (disorder, -pathy, glýkógenkvilh, maurakvilli). Loks eru nokkur notuð sem síðari liður í heitum sjúkdómsfyrirbæra: mein (belgmein, kverkamein, krabbamein, sortusigg- mein), pest (bráðapest, hárpest, kýlapest, lungna- pest), sótt (ámusótt, kattarsótt, sárasótt), sýki (áfengissýki, iktsýki, sykursýki) og veiki (Akureyrar- veiki, flogaveiki, taugaveiki). Hið eina af ofangreindum orðum sem ekki kemur fyrir meðal fræðiheitanna í íðorðasafni lækna er meinsemd. Aldur og merking Til gamans var flett upp í Orðabók Háskólans til að kanna aldur nokkurra íslensku heitanna. Elsta heim- ildin um orðið sjúkdómur er til dæmis Guðbrands- biblía (1584) og þar er það stafsett á mjög sérkenni- legan hátt, siokdome. Áhugavert er að rekja hvernig rithátturinn hefur þróast: siukdómr (1652), siukdömr (um 1790) og sjúkdómr (1830). Flest eru þessi sjúk- leikaheiti mjög gömul í ritmálinu: sótt (1540), sýki (1546), mein (1555), veiki (1607, stafsett veyke), kvilli (1661) og pest (1781). Ekki voru tök á því að skoða merkingar orðanna í þessum fyrstu heimildum, en sum ritmálsdæmin voru þó býsna lýsandi. Mein: „í fyrstu merkingu þýdir ordið hvers kyns tilfallandi innvortis og útvortis siúkdóma“. Pest: „svoleidis nefnaz allir skadvænir og mannhættir siúkdómar, er geysa yfir heilt land, drepa marga í einu“. Sótt: „þýdir í fyrstu blátt fram hvern helst veikleika sem vill“ eða „brúkiz í eginligustu merkingu um febris continua“. Sýki: „er þat innvortis ástand vors líkama, er med ýmsum hætti hamlar einhverium parti hanns at svara til en áqvardada náttúrunnar augnamids". Kvilli (stafsett kuilli, quilli eða kvilli): „er annars í dagligu tali hver einn léttvægur veikleiki" eða „nafn - gefit kránkleikum þeim, er stínga sér nidr hér og hvar, en ecki fara eptir sérligum tíma“. Kröm: „er at spnnu mi0g áþeckt hrumleika, en segiz þó eiginliga um meinsemdir barna, og uppdráttar siúkleika þeirra.“ Sjúkleiki: „að börnunum sé mjög hætt við ýmsum sjúkleikum, svo sem taugaveiklan, fábjánaskap, magnleysi og daufdymbi.“ Samræming Oft kemur það fyrir hjá þýðendum og orðasmiðum að samræmingartilhneiging gerir vart við sig. Einkum á þetta við þegar unnið er við þýðingar á fræðiheitum sem tilheyra formlegum flokkunarkerfum. Sem dæmi má nefna latnesku líffæraheitin (Nomina anatomica). Þar er fjöldi samsettra heita með orðliðum sem auð- velt er og oft einnig æskilegt að samræma. Latneska orðið ranius táknar til dæmis grein af stærri stofni og er notað um greinar beina, tauga og æða. Við íslensk- unina var tekin sú stefna að þýða ramus sem álma ef um bein væri að ræða (ramus mandibulae er kjálka- álma), grein ef um taug væri að ræða (ramus anterior er framgrein) og kvísl ef um æð væri að ræða (ramus posterior er afturkvísl). íslensku heitin verða gagn- særri og geta gefið til kynna eitthvað um eðli hvers fyrirbæris ef slíku kerfi er beitt, enda sé það gert í fullu samræmi við hina fræðilegu flokkun. Sjúkdómaheiti eru ekki eins auðveld viðureignar. Sjúkdómar hafa oftast fengið heiti sín löngu áður en ljóst er orðið hvar í flokkunarkerfi þeir eiga heima. Engin trygging er fyrir því að hið erlenda heiti gefi rétta mynd af eðli sjúkdómsins. Fara verður því með mikilli gát við beinar þýðingar. Hins vegar er óneit- anlega freistandi að hugsa til þess að heiti sjúkdóma sem stafa af sýkingu endi á -sýki og heiti þeirra sem hafa í för með sér sótthita endi á -sótt. Nóg um þetta í bili. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Læknablaðið 2002/88 443
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.