Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / HEILAHIMNUBÓLGA Mynd 2. Afdrif sjúklinga með heilahimnubólgu af völdum baktería eftir lengd einkenna (klukkustundir) fyrir innlögn. Einkenni fyrir og við innlögn Helmingur barnanna (51,5%) var lagður inn á sjúkra- hús innan 24 tíma frá upphafi veikinda og 67% innan tveggja sólarhringa (mynd 2). Fjöldi heyrnar- tap köst skortur Fylgikvillar Mynd 3. Afdrif sjúklinga Krampar: 76 böm (17%) fengu krampa í tengslum með heilahimnubólgu af við sjúkdóminn, flest (74%) innlagnardaginn. Tíu völdum bakterta. þessara barna dóu (13%) (p=0,0004) og 22 (29%) fengu síðkomna fylgikvilla (p=0,07). Tuttugu og níu börn sem fengu krampa, greindust með sýkingu af völdum Hib og var það 21 % allra með þá bakteríu. Tuttugu og tvö prósent barna með S. pneumoniae og 11% með N. meningitidis fengu krampa. Húðblœðingar: Húðblæðingar greindust hjá 184 sjúklingum (40,5%). Eitt hundrað og fjörutíu (76%) þeirra greindust með N. meningitidis (70% allra með N. meningitidis), fjögur með Hib (2%) og hjá 40 (22%) fannst bakterían ekki. Meðvitttndarástand: Tuttugu og sjö börn voru með- vitundarlítil eða -laus við komu. Níu þeirra (33%) dóu (p<0,0001) og níu fengu síðkomna alvarlega fylgikvilla (p=0,06). Fjögur voru með sýkingu af völdum S. pneit- moniae, sex með Hib, átta N. meningitidis og hjá níu börnum var um annan eða óþekktan sýkingarvald að ræða. Tvö hundruð fimmtíu og tvö börn (55,5%) voru hins vegar með vægt minnkaða meðvitund við komu. Tuttugu börn voru útskrifuð af sjúkrahúsi með skerta meðvitund. Þrettán þeirra höfðu sýkst af N. meningitidis og þrjú af S. pnettmoniae. Lœkkaður blóðþrýstingur: Tuttugu og níu börn (6%) fengu meðferð vegna of lágs blóðþrýstings, yfir- leitt í formi albúmíndreypis eða dópamíns og tíu þeirra (34%) dóu (p<0,0001). Tuttugu og tvö (76%) reyndust sýkt af N meningitidis. Lyffyrir og við innlögn Eitt hundrað og sextíu börn (35%) fengu sýklalyf fyrir innlögn. Hjá 79 (49%) þeirra ræktaðist engin baktería í mænuvökva en af 294 börnum sem ekki höfðu fengið sýklalyf voru ræktanir neikvæðar hjá 40 (13,6%) (p<0,0001). Eitt hundrað sextíu og níu börn (37%) fengu stera- gjöf í æð við innlögn, ýmist samtímis eða eftir sýkla- lyfjagjöf; 44% fengu decadron og 56% solucortef. Afdrif (mynd 3) Alls dóu 20 börn (4,5%) af völdum sýkingarinnar og voru sex þeirra (30%) yngri en tveggja ára. Þrjú þeirra greindust með S. pneumoniae (9% allra S. pneumoniae sýkinga; p=0,16), tíu með N. meningitidis (5% allra N. meningitidis sýkinga; p=0,6), eitt með b- hemólýtíska streptókokka af hjúpgerð B og hjá sex fannst bakterían ekki. Ekkert barn með staðfesta sýkingu af völdum Hib lést (p=0,0009). Dánartíðni dreifðist jafnt yfir tímabilið en þrjú börn dóu hvort árið 1975 og 1976. Af þeim 20 börnum sem létust voru 18 innlögð innan 24 klukkustunda frá upphafi veikinda en tvö >24 klukkustunda (p=0,0004) (mynd 2) . Fjögur börn sem létust höfðu fengið sýklalyf fyrir innlögn en hin 16 höfðu ekki fengið nein sýklalyf (p=0,16). Af 169 börnum sem fengu stera við innlögn létust 16 (9,4%) en fjögur (14,4%) þeirra sem enga stera fengu létust (p=0.0002). Upplýsingar um aðra fylgikvilla fengust um 320 börn (70,5%) og greindust þeir hjá 92 (29%) (mynd 3) . Ellefu (12%) höfðu sýkst af S. pneumoniae (48% allra með 5. pneumoniae, p=0,05), 31 (37%) af Hib (28% allra með Hib, p=0,9) og 27 (29%) af N. men- ingitidis (25% allra með N. meningitidis, p=0,3). Hjá 23 greindust aðrar eða engar bakteríur. Fjögur börn með N. meningitidis fengu drep í húð eftir húðblæð- ingar. Þrjátíu og níu börn með síðkomna fylgikvilla voru innlögð <24 klukkustundum frá upphafi veikinda en 53 >24 klukkustundum (p=0,62). Rannsóknir á mænu- vökva (fjöldi hvítra blóðkorna, magn eggjahvítu og sykurs) voru ekki marktækt frábrugðnar hjá þeim sem fengu ofangreinda fylgikvilla og þeim sem fengu enga fylgikvilla. Heyrnartap: Niðurstöður heyrnarmælinga fengust hjá 167 börnum (37%) og af þeim voru 23 (14%) með skyntaugarheyrnartap og níu með leiðsluheyrn- artap. Skyntaugarheyrnartapið mældist frá því að vera vægt upp í algjört heyrnarleysi. Sykur í mænu- vökva við innlögn hjá þeim börnum sem höfðu skyn- taugarheyrnartap mældist marktækt lægra en hjá þeim sem ekki höfðu skyntaugarheyrnatap (p=0.005). Enginn munur var hins vegar á fjölda hvítra blóð- korna í mænuvökva eða magni eggjahvítu hjá þessum j 394 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.