Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL H E I L B R I G Ð I S R ÁÐ H E R R A Berjumst gegn ofeldi og sjúkdómum Þökkum bréf ráðuneytisins frá 13. fyrra mánaðar varðandi Ieiðir til að hefta kostnaðarauka vegna lyfjanotkunar landsmanna. I bréfi þessu kemur fram að í undirbúningi sé að innleiða svonefnt „analog viðmiðunarverð“, sem hefur í för með sér að greiðsluþátttaka almannatrygginga mun miða við lægsta hámarksverð þeirra lyfja er hafa sambærileg meðferðaráhrif. Sá undirbúningur sé kominn vel á veg. Þá er vitnað til bréfs stjórnar Læknafélags ís- lands til fjögurra lækna í nefnd ráðherra til að vinna að nánari útfærslu á viðmiðunarverði lyfja með sambærileg meðferðaráhrif, dags. 24. október 2000. í bréfinu lýsir stjórnin sig m.a. fúsa til þátttöku í að finna leiðir til að hefta vaxandi kostnað samfélagsins vegna lyfja. Er í bréfi yðar frá 13. mars kallað eftir hugmyndum stjómar LI þar að lútandi. í fyrrnefndu bréfi stjórnar LÍ frá 24. október 2000 er þess hvergi getið að hún hafi fram að færa einhliða tillögur um sparnað vegna þátttöku almannatrygg- inga í lyfjakaupum heldur er boðið upp á samræðu við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið um hugsan- legar leiðir í þessu sambandi. í annan stað kemur skýrt fram í bréfinu, að stjórnin leggst eindregið gegn þeirri leið sem nú er boðuð, þ.e. að heimila að við- miðunarverð greiðslu almannatrygginga á lyfjum miðist við ódýrasta smásölumarkaðsverð lyfja, sem hafa sambærileg meðferðaráhrif. Með því segir stjórnin að lagður sé grunnur að þeim skilningi að ákvarða megi í ráðuneytinu að mismunandi lyf geti náð fullnægjandi árangri við meðferð og því megi stýra ákvörðunum lækna um lyfjavai með verðstýr- ingu að þessu leyti. Vill stjórn Læknafélags íslands hér með ítreka þessa skoðun sína. Stjóm LÍ hefur í erindi til læknafélaga á Norður- löndum og í Bretlandi spurst fyrir um hvort slíkri að- ferð sé beitt í þeim löndum og ef ekki, hvort félögunum sé kunnugt um fyrirætlanir stjómvalda um að taka hana upp. Svör hafa borist nú þegar frá Svíþjóð, Finnlandi og Bretlandi, sem eru neitandi að þessu leyti. Stjórn LÍ vill benda á að 11. febrúar síðastliðinn sendi hún heilbrigðis- og tryggingamálaráðherranum erindi þar sem bent var á að skráning og nýskráning eldri og ódýrra lyfja væri torveld eða að minnasta kosti þannig háttað, að innflytjendur og framleið- endur sæju sér ekki hag í því að halda þeim á mark- aði. Sum þessara lyíja eru með öllu ófáanleg en önn- ur á undanþágu sem kallar á skriffinnsku og aukinn kostnað við dreifingu. Var skorað á ráðherrann að beita sér í málinu. Er það að mati stjórnar LÍ bein tillaga um að hefta kostnað við lyfjakaup. Þá vill stjórn LÍ beina athygli ráðuneytisins að þeirri staðreynd að fjármunir til forvarna sjúkdómum eru aðeins lítill hluti þess, sem þjóðin eyðir í afleið- ingar sjúkdómanna, lyf og aðra meðferð. Þrátt fyrir mikið umtal og góð áform, hefur þessi þáttur heil- brigðisþjónustunnar verið hornreka og mikill skortur á samræmdri pólitiskri stefnu ríkisstjórna til að ná árangri í þessu tilliti. Má þó með ákveðinni vissu full- yrða að árangur að þessu leyti sé helst til búdrýginda þegar til lyfjakostnaðar er Iitið. Rannsóknir víða um heim benda nú til þess að ofeldi og sjúkdómar af þess völdum sé vandi, sem Vesturlandabúar muni glíma við í auknum mæli í framtíðinni. Ekkert bendir til þess, að Islendingar hafi sérstöðu að þessu leyti og rannsóknir Hjarta- verndar benda einmitt til hins gagnstæða. Aukin vel- megun, þjóðfélagsbreytingar, þekkingarskortur og almennt sinnuleysi um holla lifnaðarhætti eiga hér vafalítið hlut að máli. Því væri fengur að því að heilbrigðis- og trygginga- ráðherrann hefði forgöngu um stefnumótun ríkis- stjórnarinnar til að snúa við þessari óheillavænlegu þróun. Rannsóknir á stórum, tilteknum þjóðfélags- hópum erlendis til margra ára sýna, að einstaklingar með eðlilegt mynstur áhættuþátta geta haft veruleg áhrif á lífslíkur sínar með hegðun sinni einni saman. Reykingar eiga þar stærstan þátt en hreyfingarleysi og ofeldi skipta vaxandi máli. Það yrði því ekki til einskis unnið og byggt á traustri vitneskju, ef ríkis- stjórnin sneri sér sérstaklega að þessum þáttum, hreyfingu og mataræði þjóðarinnar, í því skyni að auka heilbrigði hennar. Að þessari stefnumótun þyrftu að koma a.m.k. þrjú ráðuneyti auk heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins, þ.e. ráðuneyti mennta- mála, landbúnaðar og fjármála. í stefnumótuninni fælust til dæmis breyttar áherslur í verðlagsmálum neysluvara, almenningsfræðsla, breytt námsskrá leik- og grunnskóla, aukin áhersla á almenningsíþróttir og hugsanlega tilflutningur fjármuna frá keppnisíþrótt- um. Umfram allt yrði að gera þetta að spennandi og skemmtilegu verkefni fyrir þjóðina til að fást við og vekja á því þverpólitískan áhuga. Þó verkefni af þessu tagi mæti ekki fjárhagslegum markmiðum ríkisstjórnar, þegar til skemmri tíma er litið, væri það glæsilegt dæmi um framsýni og þolgæði þeirra, sem um það tækju ákvörðun. Stjórn Læknafélags íslands lýsir sig reiðubúna til að taka þátt í verkefni því, sem að ofan er lýst, ef eftir því verður leitað. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Læknafélags Islands, Sigurbjörn Sveinsson formaður Sigurbjörn Sveinsson Bréf stjórnar Læknafélags íslands til heilbrigðis- og trygginga- ráðherra 5. apríl sl. Höfundur er formaöur Læknafélags íslands. Læknablaðið 2002/88 425
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.