Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VOTTORÐAMÁLIÐ Heímílíslæknar álykta um vottorðamálið Eins OG flestum er kunnugt hefur staðið yfir deila milli heiisugæslulækna og heilbrigðisráðuneytisins vegna úrskurðar kjaranefndar um að vottorðagerð lækna skuli falla undir aðalstarf þeirra en ekki greið- ast aukalega. Er svo komið að heilsugæslulæknar eru farnir að grípa til uppsagna vegna óánægju með kjör sín. Á félagsfundi sem haldinn var í Félagi íslenskra heimilislækna 16. apríl síðastliðinn var gerð eftirfar- andi samþykkt: Fundurinn harmar að sú staða er komin upp í starfswnhverfi heimilislœkna á Islandi að lœkn- ar telji sig knúna til uppsagna. Fundurinn lýsir skilningi á þeim aðgerðum og lýsir fullri ábyrgð á hendur Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti og kjaranefndar vegna þeirra upplausnar sem skapast hefur meðal heilsugæslulœkna og leitt hefur til þess að lœknar eru að hverfa af þessum starfsvettvangi. Fundurinn telur að breyta verði starfsumhverfi heimilislœkna tafar- laust þannig að leyfðir verði gjaldskrársamn- ingar til samræmis við aðra sérfrœðinga og þannig skapaður traustur grundvöllur fyrir þró- un heimilislækninga á Islandi. Bakgrunnur Undanfarnar vikur hefur komið fram í fjölmiðlum djúpstæður ágreiningur milli heilsugæslulækna ann- ars vegar og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og kjaranefndar hins vegar vegna þess sem kallað hefur verið vottorðamál. Þar hefur komið fram óánægja heilsugæslulækna vegna vinnubragða ráðu- neytisins sem og óánægja með úrskurð kjaranefndar frá 13. mars þar sem úrskurðað er að öll vinna við vottorðagerð falli undir aðalstarf heilsugæslulækna. Óskað hefur verið eftir við Heilbrigðisráðuneytið og kjaranefnd að úrskurður þessi verði endurskoðaður og dreginn til baka en án árangurs. Heilsugæslulækn- ar telja þennan úrskurð brjóta í bága við hefðbundin vinnubrögð lækna og að lagastoð sé ófullnægjandi og munu kæra úrskurð þennan til Héraðsdóms Reykja- víkur á næstu dögum. Stjórn Félags íslenskra heimil- islækna hefur upplýst félagsmenn um þessar forsend- ur og einnig bent á að enginn úrskurður hefur borist um verðlagningu þessarar vinnu sem þó hefur verið viðurkennt að verði greitt fyrir. Heimilislæknar hafa í mörg ár bent á vandamál varðandi heimilislækningar sem skapast hafa vegna óánægju með kjör og starfsmöguleika og hafa óskað eftir úrbótum. Framkoma Heilbrigðisráðuneytisins í ofangreindu vottorðamáli hefur reynst kornið sem fyllir mælinn og er stjórn FIH nú kunnugt um 12 heilsugæslulækna sem hafa sagt starfi sínu lausu og nokkrir hafa þegar skipulagt launalaus leyfi. Vitað er af fleirum sem hugleiða að grípa til sambærilegra ráðstafana. Stjórn FÍH hefur kynnt heilbrigðisráð- herra þau sjónarmið að verði ekki gripið tafarlaust til ráðstafana til að breyta starfsumhverfi heilsugæslu- lækna muni það leiða til frekari upplausnar á þessum starfsvettvangi. Lausn þessa máls felst í að endur- skipuleggja starfsumhverfi heilsugæslunnar þannig að heimilislæknar fái sömu starfskjör og valkosti og aðrir sérfræðingar. Forsenda þessa er að mati stjórn- ar FÍH að sérfræðingar í heimilislækningum geti gert gjaldskrársamning um stofurekstur eins og aðrir sér- fræðingar. Með því skapast forsendur fyrir ýmsum nýjum valmöguleikum fyrir störf heimilislækna sem mun tryggja að heimilislæknar starfi áfram í heilsu- gæslu og nýliðun mun batna. Stjórn FÍH lýsir fullum skilningi á áhyggjum heil- brigðisyfirvalda við þessar breytingar en bendir á að starfsemi heilsugæslunnar á þegar undir högg að sækja, flótti er brostinn á í röðum lækna og nauðsyn- legt er að tryggja þessa frumþjónustu. Að áliti stjórn- ar FÍH verður það aðeins gert með því að veita heim- ilislæknum sambærileg kjör og starfsréttindi og öðr- um sérfræðingum og mun leiða til traustrar uppbygg- ingar þjónustu heimilislækna á Islandi. Sigríður Dóra Magnúsdótfir varaformaður FIH Jón Steinar Jónsson meðstjórnandi Læknablaðið 2002/88 419
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.