Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / HEILAHIMNUBÓLGA Fjöldi/100.000/ár Ár Mynd 1. Aldursbundið nýgengi heilahimnubólgu afvöldum baktería hjá eins mánaðar til 16 ára gömlum börnum. Eftir að bólusetning hófst gegn Haemophilus influ- enzae af sermisgerð b (Hib), hefur nýgengi sjúk- dómsins minnkað til muna, sérstaklega hjá ungum börnum (3-6). Áður hafa birst greinar um heila- himnubólgu af völdum baktería hjá íslenskum börn- Tafla I. Aldursdreifing og fiöldi barna fvrir og eftir 1989. 1973-1988 1989-2000 P-gildi Meðalaldur (ár) 1,7 2,8 0,0007 Fjöldi (%) alls 340 114 0,0008 1 - 23 mán. 178 (52) 36 (32) <0,0001 2 - 4 ára 105 (31) 31 (27) NS 5 - 9 ára 34 (10) 25 (22) NS 10 -16 ára 23 (7) 22 (19) NS Aldursbundiö nýgengi (per 100.000) 29 12 NS: ekki marktækt um fram til ársins 1989 (7-9) og hjá fullorðnum á íslandi fram til 1995 (10). í þessari rannsókn er heilahimnubólga af völdum baktería könnuð hjá eins mánaðar til sextán ára gömlum börnum á Barnaspítala Hringsins, barna- deildum Landakots/Borgarspítala/Sjúkrahúss Reykja- víkur og barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Börnin voru lögð inn á árunum 1973 til og með 2000 og var áhersla lögð á faraldsfræði sjúkdómsins og áhrif bólusetningar gegn Hib sem hófst árið 1989. Einnig voru könnuð einkenni barnanna við innlögn, helstu rannsóknarniðurstöður og tengsl við alvarlega fylgikvilla. var skilgreind sem: Örugg: ef sjúkdómseinkenni bentu til heilahimnubólgu og 1) bakteríur ræktuðust frá mænuvökva eða greindust í mænuvökva með Gramslitun og/eða Latex kekkjunarprófi, eða 2) bakteríur ræktuðust í blóði og mænuvökvi var óeðli- legur (hvít blóðkorn >10xl06/l með kleyfkyrndum hvítkornum >50% og/eða sykur í mænuvökva <50% af blóðsykri (11,12)). Líkleg: ef sjúkdómseinkenni bentu til heilahimnubólgu af völdum baktería en bakteríur greindust ekki í blóði eða mænuvökva en rannsóknir á mænuvökva voru óeðlilegar (sjá í lið 2 að ofan). Einkenni sem bentu til heilahimnubólgu af völd- um bakteríu voru: breytt/skert meðvitund með/án hnakkastífleika með/án hita. Eftirfarandi atriði voru skráð úr sjúkraskrám: aldur, kyn, búseta, lengd einkenna og sýklalyfjagjöf fýrir innlögn, alvarleg einkenni fyrir og við innlögn (krampar, húðblæðingar, breytt meðvitundarástand og blóðþrýstingsfall sem þarfnaðist meðferðar), niðurstöður blóð- og mænuvökvarannsókna (rækt- anir, fjöldi hvítra blóðkorna og deilitalning, styrkur glúkósa og prótína í mænuvökva, og natríum, sökk og CRP („C reactive protein“) í blóði) og hvort barnið var meðhöndlað með sterum við innlögn. Einnig voru skráðir fylgikvillar, sérstaklega skyn- taugarheyrnartap. Nánari upplýsingar um börn sem urðu fyrir heyrnarskaða fengust úr skrám Grensás- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og/eða Heyrnar- og Talmeinastöðvar íslands þar sem heyrnarmælingar voru gerðar. Börnin höfðu oftast verið heyrnarmæld skömmu fyrir eða eftir útskrift af sjúkrahúsinu. Upp- lýsingar um mannfjölda á Islandi á tímabilinu fengust hjá Hagstofu íslands og var nýgengi reiknað út mið- að við 100.000 börn, 16 ára og yngri á hverju ári. Fengið var samþykki Vísindasiðanefndar fyrir rannsókninni. Við tölfræðilega útreikninga var notast við kí-kvaðrat og/eða nákvæmnispróf Fishers við samanburð á hlutföllum og t-próf við samanburð á mæligildum einstakra hópa. Samanburður á meðal- aldri var gerður á lógaritma umreiknuðum tölum. Marktækni var miðuð við p< 0,05. Við tölfræðilega útreikninga á börnum með fylgikvilla var einungis notaður sá hópur barna sem framhaldsupplýsingar fengust um. Efniviöur og aðferðir Rannsakaðar voru sjúkraskrár barna á ofangreind- um sjúkrahúsum á árabilinu 1973 til og með 2000. Börnin voru á aldrinum eins mánaðar til 16 ára og höfðu fengið greininguna heilahimnubólga af völd- um bakteríu samkvæmt ICD-9 og ICD-10. Jákvæðar niðurstöður mænuvökvaræktana í okkar rannsókn voru bornar saman við niðurstöður mænuvökvarækt- ana hjá börnum á ofangreindum sjúkrahúsum á tíma- bilinu 1987-1997. Greiningin heilahimnubólga af völdum baktería Niðurstöður Greining Alls greindust 454 börn með örugga (83%) eða líklega (17%) heilahimnubólgu af völdum bakteríu á tímabilinu. Baktería ræktaðist í mænuvökva hjá 335 börnum (74%) og í blóði eingöngu hjá 14 (3%). Hún greindist með Gramslitun á mænuvökva hjá 18 (4%) og með Latex kekkjunarprófi hjá sex. Hjá 77 börnum (17%) fékkst greiningin ekki staðfest með áður- nefndum aðferðum en þótti mjög líkleg út frá sjúk- 392 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.