Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / GÁTTATIF Brennsla í lungnabláæðum sem meðferð við gáttatifí Davíð O. Arnar Gizur Gottskálksson Lyflækningadeild, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Davíð O. Arnar, lyflækningadeild. Sími: 560 1000, fax: 560 1287, davidar@landspitali.is Lykilorð: gátíatif, brennslu- aðgerð, lungnabláœðar. Ágrip Gáttatif er algeng takttruflun og oft á tíðum erfið í meðhöndlun. Þrátt fyrir að bæði lyfjameðferð og raf- vendingu sé beitt dugar það ekki í mörgum tilfellum. A allra síðustu árum hafa orðið talsverðar framfarir í brennsluaðgerðum gáttatifs, sér í lagi í brennslu á gáttavef sem teygir sig upp í lungnabláæðar og er oft uppspretta aukaslaga sem koma af stað gáttatifi. Þessari tækni var nýlega beitt í fyrsta sinn hjá íslensk- um sjúklingum. Tveimur sjúkratilfellum er lýst og einnig brennsluaðgerðinni sem framkvæmd var hjá þeim. Inngangur Meðferð gáttatifs getur á köflum verið vandasöm og ýmsum meðferðarúrræðum er gjarnan beitt, eins og lyfjameðferð, rafvendingu eða brennslu á gátta- og sleglahnút samhliða gangráðsísetningu. í sumum til- fellum duga þessi úrræði ekki til að draga úr tíðni takttruflunarinnar eða einkennum og þess vegna hafa ný meðferðarúrræði verið til skoðunar á síðustu árum. Meðferðarkostum við gáttatifi hafa nýlega verið gerð ítarleg skil hér í blaðinu (1). Athyglisverð nýjung í meðferð gáttatifs er brennsluaðgerð á lungnabláæðum (2). Lungnabláæð- arnar fjórar koma inn í vinstri gátt aftan til. Nokkuð algengt er að gáttavefur teygi sig frá vinstri gátt inn eftir lungnabláæð og sá vefur getur verið uppspretta aukaslaga. Þessi vefur er í formi nokkurs konar fláka sem ná nokkra sentímetra inn í lungnabláæðina en sjaldgæft er að gáttavefurinn dreifi sér allan hringinn. Nýlega hefur verið sýnt fram á að hjá þeim sem hafa gáttatif í köstum (paroxysmal atrial fibrillation) er mjög algengt að aukaslög eða hrinur af aukaslögum frá lungnabláæðum, sér í lagi efri æðunum tveimur, komi þessum köstum af stað (3). Markmið þessarar nýtilkomnu brennsluaðgerðar er að einangra þennan gáttavef í bláæðunum þannig að aukaslög frá honum nái ekki að komast niður í vinstri gátt. Mun sjaldgæf- ara er að aukaslög sem koma af stað gáttatifi eigi upptök sín á öðrum svæðum, en þó hefur slíku verið lýst frá efri holæð, Marshallsbandi, kransstokk (sinus coronarius) og gáttum, sérstaklega aftan til í vinstri gátt (4-6). Oft eru þetta stuttar runur af aukaslögum eða mörg aukaslög á stuttu tímabili sem koma gáttatifi af stað, en stundum þarf aðeins stakt aukaslag. Gátta- tifið heldur síðan áfram óháð framlagi aukaslaganna og er talið að fjölmörg smá hringsól í báðum gáttum EIHLISH SUMMARY Arnar DO, Gottskálksson G Pulmonary vein ablation as a therapy for atrial fibrillation Læknablaðið 2002; 88: 401-4 Atrial fibrillation is a common arrhythmia and frequently difficult to treat. Despite therapeutic options, such as antiarrhythmic drugs and electrical cardioversion, many patients with this arrhythmia have recurrences. Radiofrequency catheter ablation has been a developing therapeutic option for patients with atrial fibrillation. Pulmonary vein ablation, where atrial tissue in the pulmonary veins is targeted, has been the most promising ablation strategy. This atrial tissue is a frequent source of ectopic beats which can induce atrial fibrillation. Recently, this was utilised for the first time on lcelandic patients. These two case reports and a description of the procedure are the focus of this paper. Key words: atrial fibrillation, radiofrequency ablation, pulmonary veins. Correspondance: Davíð O. Arnar, davidar@landspitali.is (multiple reentrant wavelets) viðhaldi takttruflun- inni (7). Brennslu í lungnabláæðum var nýlega beitt í fyrsta sinn til meðferðar á íslenskum sjúklingum með gátta- tif. Sjúklingarnir tveir áttu það sameiginlegt að vera með gáttatif í köstum sem hafði svarað lyfjameðferð illa. Þessar aðgerðir voru framkvæmdar á Haut- Lévéque sjúkrahúsinu í Bordeaux í Frakklandi. Greinarhöfundar áttu þess kost að taka þátt í aðgerð- unum með frönskum kollegum, en vagga þessarar nýju meðferðar er einmitt á því sjúkrahúsi. í þessari grein er sjúkratilfellunum tveimur lýst og aðgerðinni sem á þeim var gerð. Sjúkratilfelli 1 Fyrri sjúklingurinn er 53 ára gamall karlmaður með langa sögu um erfiðan háþrýsting. Vegna þessa höfðu fjölmörg lyf við háþrýstingi verið prófuð, en með mis- jöfnum árangri og uppvinnsla á mögulegum orsökum háþrýstings var eðlileg. Hann hefur ekki kransæða- sjúkdóm og við ómskoðun af hjarta var vinstri gátt ekki stækkuð og starfsemi vinstri slegils eðlileg. Til viðbótar við háþrýsting hefur hann í fjölmörg Læknablaðid 2002/88 401
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.