Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG NETIÐ heimasíður á ensku en frönsku og eru þá ótalin öll hin tungumálin. Fréttin frá Frakklandi birtist í sérstöku þemahefti British Medical Journal sem kom út 9. mars síðastlið- inn. Þar er að finna margvíslegan fróðleik um lækna og netið, þar á meðal niðurstöður kannana á inni- haldi heimasíðna um heilbrigðismál og notkun al- mennings á þeim. Þar kemur meðal annars fram að könnun sem gerð var sumarið 2001 leiddi í ljós að hartnær 100 milljónir Bandaríkjamanna leita reglulega að heil- brigðisupplýsingum á netinu en þeir hafa úr yfir 100.000 heimasíðum að moða. Vitnað er til orða Erkki Liikanen sem er framkvæmdastjóri upplýs- ingamála hjá Evrópusambandinu en hann staðhæfði að „fleiri notendur netsins hefðu leitað sér upplýs- inga um heilbrigðismál heldur en þeir senr hafa versl- að á netinu, skoðað þróun verðbréfamarkaða eða fylgst með íþróttaúrslitum“. Magn ekki sama og gæði Greinilegt er að notendur eru ánægðir með þá vitn- eskju sem þeir fá af þessum heimasíðum því könnun sem Einar Oddsson vitnaði til leiddi í ljós að 92% að- spurðra töldu sig hafa fundið það sem þeir leituðu að, 81% taldi sig hafa lært eitthvað nýtt og 88% töldu upplýsingarnar gagnlegar. Það vakti hins vegar athygli að af þeim sem fóru á netið sögðust einungis 43% vera að leita upplýsinga fyrir sjálfa sig en 54% voru að leita fyrir aðra. 94% aðspurðra töldu auðvelt að nálgast upplýsingar á netinu. En ekki fara alltaf saman magn og gæði og ljóst er að af öllum þeim heimasíðum sem hafa að geyma heilbrigðisupplýsingar er stór hluti óvandaður. Spurningin er hins vegar hvort þær eru eitthvað mis- jafnari en gengur og gerist í hefðbundnum fjölmiðl- um. Einar vitnaði í 100 athuganir sem gerðar hafa verið á gæðum upplýsinga á vefnum og var niður- staðan sú að áreiðanleiki þeirra væri á bilinu 15-85%. Fleiri kannanir mætti tína til sem sýna fram á að áreiðanleiki og gæði upplýsinga á vefnum eru vægast sagt misjöfn. Spurningin er hins vegar sú hvort raun- hæft sé og æskilegt að hafa eitthvert eftirlit með þeim eða hvort ekki sé óhætt að láta almenning um að viða að sér þeim upplýsingum sem hann finnur og vinna úr þeim. Læknar geta lagt sitt af mörkum til þess að tryggja öryggi netsins með því að leggja heimasíðum til efni sem þeir vita að er sannferðugt og í samræmi við nýj- ustu og bestu þekkingu læknisfræðinnar. Hughreysting í tölvupósti? Hættan við netið er á hinn bóginn sú að fólk hætti að leita sér lækninga með hefðbundnum hætti en láti sér nægja að vafra um veraldarvefinn. Einar vitnaði í könnun sem sýndi að einungis 37% þeirra sem höfðu leitað sér upplýsinga á netinu ræddu niðurstöður leit- arinnar við lækni. Þarna er sama hættan á ferðinni og varðandi fæðubótarefni og náttúrulyf: læknar vita ekki hvort og í hve miklum mæli sjúklingar þeirra eru að leita sér lækninga eftir öðrum og óhefðbundnari leiðum á sama tíma og þeir eru í læknismeðferð. Sjúklingar geta verið að innbyrða einhver efni sem fara alls ekki saman við þau lyf sem læknirinn lætur þá hafa. Við þessu er í rauninni bara eitt ráð og það er að læknar styrki trúnaðarsambandið við sjúklinga sína og fái allar upplýsingar sem þeir þurfa. Þar kemur svo að annarri hlið á tölvuþróuninni sem snertir bein samskipti lækna og sjúklinga. Á for- mannaráðstefnunni kom fram að þess væru nokkur dæmi að læknar hefðu tekið upp samband við sjúk- linga sína um tölvupóst. Við það vakna ýmsar spurn- ingar og sú augljósasta er: Hvernig er hægt að veita umönnun og hughreysta í gegnum tölvupóst? Einar lagði áherslu á að læknar vandi tæknilega umgjörð slíkra samskipta svo þau geti verið eins ör- ugg og verða má. Þeir þurfa að temja sér góða siði eins og að leita staðfestingar á því að tölvubréfið komi örugglega frá viðkomandi sjúklingi og að kvitta fyrir að þeir hafi opnað bréfið. Þeir þurfa að hafa í huga að netið er aldrei öruggur miðill. Þeir sem vilja komast í viðkvæmar upplýsingar hafa óteljandi leiðir til þess en hægt er að tryggja sig að verulegu leyti með því að dulkóða samskiptin ef um viðkvæmar upplýs- ingar er að ræða. Og að sjálfsögðu er fjölmargt sem á ekkert erindi inn á netið, hvorki á heimasíður né í tölvupóst. Frá formannaráðstefnu LÍ þar sem rœtt var um lœkna og netið, heilbrigðisvanda lœkna, að ógleymdum málefnum lœknasamtak- anna. Að koma böndum á netið Eins og af þessum hugleiðingum sést eru margir óvissuþættir í netsamskiptum lækna eins og raunar allra stétta. Þetta er nýr heimur þar sem enn er verið að leggja helstu vegi og alls ekki búið að ganga frá umferðarreglunum. Það sést vel á umfjöllun BMJ en Læknablaðið 2002/88 433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.