Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HJARTAVERND í KÓPAVOGI
Gerbreytt aðstaða og 40 nýír starfsmenn
Þröstur
Haraldsson
Hjartavernd er með tvœr og
hálfa hœð íþessu reisulega
húsi við Holtasmára t
Kópavogi.
Ljósm. Tölvumyndir.
Uggi Agnarsson lœknir og
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
ómtœknir rannsaka
sjúkling í ómtœki.
Hjartavernd er að flytja í nýtt húsnæði en í fram-
tíðinni verður þátttakendum í hóprannsóknum og
öðrum sem erindi eiga við samtökin stefnt í Holta-
smára 1 í Kópavogi. Þar er nýrisið stórt og glæsilegt
hús og fær Hjartavernd til umráða hálfa þriðju hæð,
alls 2500 fermetra. Við þetta gerbreytist öll starfs-
aðstaða félagsins eins og blaðamanni Læknablaðsins
varð ljóst þegar hann gekk um salarkynnin í Holta-
smáranum með Vilmundi Guðnasyni forstöðulækni.
Húsaskipan á nýja staðnum er þannig að á neðstu
hæð er myndgreiningardeild þar sem gefur að líta
fullkomnustu tæki sinnar tegundar hér á landi. Þar er
fyrst lil að taka segulómtæki sem varð frægt fyrir það
að hrynja úr krana og eyðileggjast þegar verið var að
koma því fyrir í húsinu. Höfð voru snör handtök og
nýtt tæki útvegað sem komið er á sinn stað. Einnig er
þarna öflugt tölvusneiðmyndatæki, ómtæki og sægur
af tölvum sem notaðar eru við myndgreiningu. Sú tíð
er liðin að menn séu að rýna í filmur á ljósatöflum,
allar myndir eru á rafrænu og tölvutæku formi sem
auðveldar greiningu, vinnslu og varðveislu þeirra.
Á næstu hæð er móttaka og hefðbundin aðstaða
til sýnatöku, mælinga og viðtala við sjúklinga og þátt-
takendur í rannsóknum. Þar eru einnig rammgerðar
skjalageymslur og vinnuaðstaða fyrir vísindamenn. Á
efstu hæðinni sem Hjartavernd ræður yfir er svo
rannsóknarstofa með fjölda nýrra tækja, kæli- og
frystigeymsla fyrir sýni og skrifstofur stjórnenda.
Viðamesta rannsóknin að hefjast
Þeir sem þekkja til fyrra húsnæðis samtakanna í Lág-
rnúla sjá fljótt að aðstaða til rannsókna og annarra
starfa er allt önnur. Vilntundur staðfesti það og bætti
því við að nýju húsakynnin gerðu samtökunum kleift
að bæta við sig allt að 40 nýjum starfsmönnum, þar á
meðal ntörgum læknum og vísindamönnum.
„Með þessurn nýja tækjabúnaði og fjölgun starfs-
fólks getum við tekist á hendur rannsóknir sem ekki
hefur verið hægt að gera hér á landi.“
Helsta ástæða flutninganna er sú að Hjartavernd
fékk stóran styrk frá bandarísku heilbrigðisstofnun-
428 Læknablaðið 2002/88