Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR
Klamýdía: greining, meðferð og eftirlit
Samantekt vinnuhóps á vegum Landlæknisembættisins
Konur og karlar með einfalda sýkingu
EP 1 azitrómýsín 1 gr í einum skammti
eöa
A. 2 doxýcýklín 100 mg x 2 í sjö daga
eöa
123 3 ófloxasín 200 mg á dag í sjö daga
eöa
iH 4 erýtrómýsín 500 mg x 4 í sjö daga
eða
5 mínócýklín 100 mg á dag í níu daga
Þungaðar konur
H 1 erýtrómýsín 500 mg x 4 í sjö daga
eöa
Iffl 2 amoxícíllín 500 mg x 3 I sjö daga
SS Kona sem fer í fóstureyðingu ætti aö fá
fyrirbyggjandi sýklameðferð nema
staðfest sé með prófi að hún er ekki
smituð af klamýdíu.
Einstaklinga með einkenni eöa merki um klamýdíusýkingu og rekkjunauta þeirra
ætti að meðhöndla án þess að bíða eftir niðurstöðu prófs.
Rekkjunautar þurfa að koma í skoöun, meöal annars til að rekja smit.
Ef um fast samband er að ræða skal meðhöndla rekkjunaut þó klamýdíupróf sé neikvætt.
Leiðbeiningarnar gerði
vinnuhópur á vegum
Iandlæknis, en hann skipa
Jón Hjaltalín Ólafsson,
Ólafur Steingrímsson,
Rannveig Einarsdóttir,
Reynir Tómas Geirsson,
Sigurður Helgason og
Steingrímur Davíðsson.
Leiðbeiningarnar voru
fyrst birtar í byrjun árs
2001 og endurskoðaðar í
janúar 2002 án þess að
tilefni gæfist tii breytinga.
Endurskoðun er áætluð
2003.
Að rekja smit |
IE0 Sjúklingur skal njóta aðstoðar sérþjálfaðs heilbrigðisstarfsmanns
við að rekja smit.
EBi Sjúklingi skal boðið að hafa sjálfur samband við rekkjunauta
eða láta heilbrigðisstarfsmann annast það án þess að
nafn sjúklings komi fram. Einnig má gefa sjúklingi ákveðinn
frest til að láta rekkjunauta vita. Hafi þeir ekki haft samband
eftir þann tíma skulu þeir boðaðir í sýnatöku án þess að
nafns sjúklings sé getið.
■ I öllum tilvikum ætti að reyna af fremsta megni að rekja smit
sex mánuði aftur í tímann. Ef lengra er um liðið frá samneyti
við síðasta rekkjunaut ætti samt að reyna að ná I viðkomandi.
Tilkynningaskylda |
Munið að klamýdía er tilkynningaskyld sýking og hvert tilfelli þarf að
tilkynna til sóttvarnalæknis.
Eftirlit
K Hafa ætti samband við alla eftir meðferð til að kanna meðferðarheldni
og meta líkur á endursmiti.
B Ef meðferðarheldni er talin léleg eða hætta á endursmiti er ráðlagt
að staðfesta árangur meðferðar með prófi.
Fræðsla |
ffij Allir sjúklingar með klamýdíu eiga að fá viðeigandi heilbrigðisfræðslu,
þar á meðal skriflegar upplýsingar.
B Nota ætti öll tækifæri sem bjóöast til að koma viðeigandi fræðslu um
kynsjúkdóma og kynlíf á framfæri.
Læknablaðið 2002/88 415