Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 81

Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 81
LAUSAR STÖÐUR LBRIGÐISSTDFN UN IN f I SAFJARÐARBÆ Stöður sérfræðinga í lyflækningum og heilsugæslu Staða sérfræðings í lyflækningum við Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu. Leitað er eftir manni með fjölþætta reynslu í almennum lyflækningum og bráðalækningum. Staðan veitist eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veitir Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir, thorsteinn. johannesson@fsi.is Við Heilsugæslustöðina á ísafirði er laus staða heilsugæslulæknis. Um er að ræða heila stöðu sem veitist eftir nánara samkomulagi. Krafist er sérfræðimenntunar í heimilislækningum. Upplýsingar veitir Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir, hallgrimurkjartansson@fsi.is Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist fyrir 1. júní næstkomandi til Þrastar Óskars- sonar framkvæmdastjóra, throstur@fsi.is Heilbrigðisstofnunin ísafjarðarbæ skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið og er vel búin með rúmgóðri vinnuaðstöðu. Stofnunin þjónar Vestfjörðum, einkum norðurhlutanum. Veitt er öll almenn þjónusta, bæði á heilsugæslusviði og á sviði skurð- og lyflækninga, fæðingarhjálpar, öldrunarlækninga, slysahjálp- ar og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið í örum vexti á und- anförnum árum. Starfsmenn stofnunarinnar eru rúmlega 150 talsins og starfsandi er mjög góður. (safjörður er höfuðstaður Vestfjarða og þar blómstrar öflugt lista-, menningar- og félagslíf. (þrótta- og keppnisaðstaða er mjög góð, bæði innan- og utanhúss. Þrír golfvellir eru á svæðinu, fjögur íþróttahús og fimm sundlaugar. Einnig er líkamsræktar- stöð í bænum. Tækifæri til útivistar eru mörg, skíðaland er frá- bært, stutt í veiðilönd og áhugaverð göngusvæði og aðstaða til sjósports er engu lík. Veðursæld er mikil á ísafirði og lognkyrrð algeng. Flugsam- göngur eru tvisvar til þrisvar á dag til Reykjavíkur. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi Sérfræðingar Tvær hlutastöður sérfræðinga í kvensjúkdómalækningum og fæðingarhjálp eru lausar til umsóknar nú þegar. Starfssvið og stöðuhlutfall samkvæmt nánara samkomulagi. Frekari upplýsingar veita Stefán Helga- son yfirlæknir Fæðinga- og kvensjúkdómadeildar og Þórir Bergmundsson lækningaforstjóri í síma 430 6000. Upplýsingar um sjúkrahúsið má finna á www.sha.is Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkrahús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna þjónustu og á viss- um sviðum sérhæfða þjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuðáhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafnframt er lögð áhersla á þjónustu við íbúa höfuð- borgarsvæðisins. Á heilsugæslusviði er veitt almenn þjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness og hefur stofnunin forystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd og for- varnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðis- stétta í samvinnu við Háskóla íslands og aðrar mennta- stofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 tals- ins. Læknablaðið 2002/88 457
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.