Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 81

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 81
LAUSAR STÖÐUR LBRIGÐISSTDFN UN IN f I SAFJARÐARBÆ Stöður sérfræðinga í lyflækningum og heilsugæslu Staða sérfræðings í lyflækningum við Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu. Leitað er eftir manni með fjölþætta reynslu í almennum lyflækningum og bráðalækningum. Staðan veitist eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veitir Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir, thorsteinn. johannesson@fsi.is Við Heilsugæslustöðina á ísafirði er laus staða heilsugæslulæknis. Um er að ræða heila stöðu sem veitist eftir nánara samkomulagi. Krafist er sérfræðimenntunar í heimilislækningum. Upplýsingar veitir Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir, hallgrimurkjartansson@fsi.is Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist fyrir 1. júní næstkomandi til Þrastar Óskars- sonar framkvæmdastjóra, throstur@fsi.is Heilbrigðisstofnunin ísafjarðarbæ skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið og er vel búin með rúmgóðri vinnuaðstöðu. Stofnunin þjónar Vestfjörðum, einkum norðurhlutanum. Veitt er öll almenn þjónusta, bæði á heilsugæslusviði og á sviði skurð- og lyflækninga, fæðingarhjálpar, öldrunarlækninga, slysahjálp- ar og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið í örum vexti á und- anförnum árum. Starfsmenn stofnunarinnar eru rúmlega 150 talsins og starfsandi er mjög góður. (safjörður er höfuðstaður Vestfjarða og þar blómstrar öflugt lista-, menningar- og félagslíf. (þrótta- og keppnisaðstaða er mjög góð, bæði innan- og utanhúss. Þrír golfvellir eru á svæðinu, fjögur íþróttahús og fimm sundlaugar. Einnig er líkamsræktar- stöð í bænum. Tækifæri til útivistar eru mörg, skíðaland er frá- bært, stutt í veiðilönd og áhugaverð göngusvæði og aðstaða til sjósports er engu lík. Veðursæld er mikil á ísafirði og lognkyrrð algeng. Flugsam- göngur eru tvisvar til þrisvar á dag til Reykjavíkur. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi Sérfræðingar Tvær hlutastöður sérfræðinga í kvensjúkdómalækningum og fæðingarhjálp eru lausar til umsóknar nú þegar. Starfssvið og stöðuhlutfall samkvæmt nánara samkomulagi. Frekari upplýsingar veita Stefán Helga- son yfirlæknir Fæðinga- og kvensjúkdómadeildar og Þórir Bergmundsson lækningaforstjóri í síma 430 6000. Upplýsingar um sjúkrahúsið má finna á www.sha.is Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkrahús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna þjónustu og á viss- um sviðum sérhæfða þjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuðáhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafnframt er lögð áhersla á þjónustu við íbúa höfuð- borgarsvæðisins. Á heilsugæslusviði er veitt almenn þjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness og hefur stofnunin forystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd og for- varnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðis- stétta í samvinnu við Háskóla íslands og aðrar mennta- stofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 tals- ins. Læknablaðið 2002/88 457

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.