Læknablaðið - 15.05.2002, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / STARFSENDURHÆFING
sendur tilvísana til matsteymis voru fyrst og fremst
stoðkerfisraskanir og geðraskanir. Matsþegar voru í
meiri mæli ógiftir eða fráskildir, höfðu fleiri börn á
framfæri og lægra menntunarstig en Islendingar al-
mennt. Fjörutíu matsþegum var vísað í atvinnulega
endurhæfingu á Reykjalundi, 19 á tölvunámskeið hjá
Hringsjá (starfsþjálfun fatlaðra) og 15 í fullt starfs-
nám hjá Hringsjá, en 46 fóru í aðra meðferð eða nám.
Tæplega þrír fjórðu þátttakenda í símakönnun Fé-
lagsvísindastofnunar töldu starfshæfni sína hafa auk-
ist, en innan við helmingur þátttakenda taldi sig þó
vinnufæran (43,6%) og hafði stundað einhverja
vinnu (46,9%). Auk þess var nær fjórðungur (22,8%)
þátttakenda í námi og er líklegt að hluti þeirra skili
sér út á vinnumarkaðinn að því loknu. Einu til tæp-
lega tveimur árum eftir að mati lauk fengu 44 af 109
(40,4%) örorkubætur (örorkulífeyri eða örorku-
styrk) frá TR og jafnmargir fengu engar bætur frá
TR, en í samanburðarhópi fólks sem fengið hafði
endurhæfingarlífeyri áður en starfsendurhæfing á
vegum TR hófst fengu 97 af 119 (81,5%) örorkubæt-
ur, en 21 (17,7%) engar bætur frá TR hálfu öðru ári
eftir upphaf lífeyrisgreiðslu.
Ályktanir: Árangur af starfsendurhæfingu á veg-
um TR er svipaður og af starfsendurhæfingu á vegum
Tryggingastofnana í Svíþjóð. Árangurinn sýnir að
væntingar um að starfsendurhæfing geti komið í veg
fyrir örorku hafa staðist.
Inngangur
Ungir öryrkjar hafa verið hlutfallslega fleiri á Islandi
en á hinum Norðurlöndunum (1). Ein af ástæðum
þessa gæti verið sú að ekki hafi verið í boði nægir
endurhæfingarmöguleikar fyrir fólk sem vegna af-
leiðinga sjúkdóma eða föllunar hefur verið óvinnu-
fært um tíma. Rannsóknir sýna að þegar fólk hefur
verið óvinnufært lengur en nokkra mánuði dregur
fljótt úr sjálfsöryggi, sjálfsbjargarviðleitni og fótfestu
á vinnumarkaði (2-4). Kostnaður vegna örorku er
mikill. Lífeyrisgreiðslur vegna örorku nema tugum
milljóna fyrir hvern einstakling (5). Annar kostnaður
er einnig mikill, svo sem tapaðar skatttekjur og
kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins (TR) í sjúkra-
tryggingum vegna aukinnar niðurgreiðslu læknis-
þjónustu, lyfja og sjúkraþjálfunar fyrir örorkulífeyris-
þega. Það að hverfa af vinnumarkaði getur auk þess
haft mjög neikvæð áhrif á líf fólks og lífsgæði. Því er
afar brýnt að geta gripið fljótt inn í þennan vítahring
til að fyrirbyggja að viðkomandi verði öryrki fyrir
lífstíð. Sýnt hefur verið fram á að þeir fjármunir sem
varið hefur verið til starfsendurhæfingar í Svíþjóð
hafa skilað sér margfalt aftur til þjóðarbúsins (4,6).
Þann 11. mars 1999 samþykkti Alþingi breytingar
á almannatryggingalögunum sem tóku gildi þann 1.
september 1999 (7). Auk breytinga á forsendum ör-
orkumats var þar tekið upp það nýmæli að gert er ráð
fyrir virkri þátttöku TR í endurhæfingu óvinnufærs
fólks og að krefjast megi þess af umsækjendum að
þeir gangist undir endurhæfingu áður en örorkumat
fer fram. Því kom TR á fót matsteymum, einu í
Reykjavík og öðru á Akureyri, til að meta endur-
hæfingarmöguleika fólks sem verið hefur óvinnufært
í nokkra mánuði og þykir að óbreyttu ekki lfklegt til
að snúa aftur til vinnu á næstunni. Teyminu er einnig
ætlað að leiðbeina þeim sem til þess er vísað um
„frumskóg" velferðarkerfisins. Jafnframt voru gerðir
þjónustusamningar við endurhæfingarslofnanir um
starfsendurhæfingarúrræði með það að markmiði að
skila þessu fólki aftur inn á vinnumarkaðinn og fyrir-
byggja varanlega örorku (8).
í matsteyminu í Reykjavík starfa endurhæfingar-
læknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur og sjúkraþjálfari,
en í teyminu á Akureyri endurhæfingarlæknir, félags-
ráðgjafi, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari. Sami endurhæf-
ingarlæknir er í forsvari fyrir báðum teymunum.
Hann hefur aðsetur á höfuðborgarsvæðinu, en fer
norður eftir þörfum. Endurhæfingarlæknir metur
hverja í teyminu skjólstæðingur þarf að hitta. Tillaga
um tilvísun til teymisins getur komið frá trygginga-
lækni eða lækni utan TR. Allar tillögur um tilvísun til
teymisins hafa verið lagðar fyrir vikulegan samráðs-
fund lækna TR og afgreiddar þar.
Á árinu 1999 voru gerðir þjónustusamningar um
starfsendurhæfingu við Hringsjá og Reykjalund. Hjá
Hringsjá fær fólk kennslu og ráðgjöf sem miðar að
því að það verði fært um að vinna störf við hæfi á
almennum vinnumarkaði eða takast á við frekara
nám. Jafnframt fer fram mat á stöðu viðkomandi og
hann lærir að þekkja sjálfan sig betur, óskir sínar,
hæfileika, getu og takmarkanir. Hver einstaklingur er
að jafnaði í starfsþjálfun í eitt lil tvö ár. Auk þess er
boðið upp á skemmri námskeið, meðal annars tölvu-
námskeið. Á Reykjalundi er færniskerðing fólks
kortlögð og gerð vinnuprófun. Mikil áhersla er á
fræðslu og kennslu sem miðar að því að bæta líkams-
vitund og vinnustellingar, auka vinnuþol og efla styrk
og úthald. Skjólstæðingurinn fær aðstoð við að setja
sér raunhæf markmið miðað við færni og getu. Stefnt
er að vinnu við hæfi á hinum almenna vinnumarkaði.
Meðaldvalartími er um það bil tveir mánuðir. Jafn-
framt hefur TR tekið þátt í tilraunaverkefni með
Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík og
Vinnumálastofnun um svokallaða „atvinnu með
stuðningi". Nýlega gerði TR þjónustusamning við
Janus-endurhæfingu um starfsendurhæfingu, en að
því verkefni hafa áður komið Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið og lífeyrissjóðir.
Til að meta áhrif starfsendurhæfingar á vegum TR
á starfshæfni er hér fylgt eftir þeim 109 einstaklingum
sem metnir voru af endurhæfingarmatsteymi á árinu
2000 en það var fyrsta heila almanaksárið sem þessi
starfsemi fór fram.
408 Læknablaðið 2002/88