Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 16

Læknablaðið - 15.05.2002, Side 16
FRÆÐIGREINAR / HEILAHIMNUBÓLGA Fjöldi/100.000/ár Ár Mynd 1. Aldursbundið nýgengi heilahimnubólgu afvöldum baktería hjá eins mánaðar til 16 ára gömlum börnum. Eftir að bólusetning hófst gegn Haemophilus influ- enzae af sermisgerð b (Hib), hefur nýgengi sjúk- dómsins minnkað til muna, sérstaklega hjá ungum börnum (3-6). Áður hafa birst greinar um heila- himnubólgu af völdum baktería hjá íslenskum börn- Tafla I. Aldursdreifing og fiöldi barna fvrir og eftir 1989. 1973-1988 1989-2000 P-gildi Meðalaldur (ár) 1,7 2,8 0,0007 Fjöldi (%) alls 340 114 0,0008 1 - 23 mán. 178 (52) 36 (32) <0,0001 2 - 4 ára 105 (31) 31 (27) NS 5 - 9 ára 34 (10) 25 (22) NS 10 -16 ára 23 (7) 22 (19) NS Aldursbundiö nýgengi (per 100.000) 29 12 NS: ekki marktækt um fram til ársins 1989 (7-9) og hjá fullorðnum á íslandi fram til 1995 (10). í þessari rannsókn er heilahimnubólga af völdum baktería könnuð hjá eins mánaðar til sextán ára gömlum börnum á Barnaspítala Hringsins, barna- deildum Landakots/Borgarspítala/Sjúkrahúss Reykja- víkur og barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Börnin voru lögð inn á árunum 1973 til og með 2000 og var áhersla lögð á faraldsfræði sjúkdómsins og áhrif bólusetningar gegn Hib sem hófst árið 1989. Einnig voru könnuð einkenni barnanna við innlögn, helstu rannsóknarniðurstöður og tengsl við alvarlega fylgikvilla. var skilgreind sem: Örugg: ef sjúkdómseinkenni bentu til heilahimnubólgu og 1) bakteríur ræktuðust frá mænuvökva eða greindust í mænuvökva með Gramslitun og/eða Latex kekkjunarprófi, eða 2) bakteríur ræktuðust í blóði og mænuvökvi var óeðli- legur (hvít blóðkorn >10xl06/l með kleyfkyrndum hvítkornum >50% og/eða sykur í mænuvökva <50% af blóðsykri (11,12)). Líkleg: ef sjúkdómseinkenni bentu til heilahimnubólgu af völdum baktería en bakteríur greindust ekki í blóði eða mænuvökva en rannsóknir á mænuvökva voru óeðlilegar (sjá í lið 2 að ofan). Einkenni sem bentu til heilahimnubólgu af völd- um bakteríu voru: breytt/skert meðvitund með/án hnakkastífleika með/án hita. Eftirfarandi atriði voru skráð úr sjúkraskrám: aldur, kyn, búseta, lengd einkenna og sýklalyfjagjöf fýrir innlögn, alvarleg einkenni fyrir og við innlögn (krampar, húðblæðingar, breytt meðvitundarástand og blóðþrýstingsfall sem þarfnaðist meðferðar), niðurstöður blóð- og mænuvökvarannsókna (rækt- anir, fjöldi hvítra blóðkorna og deilitalning, styrkur glúkósa og prótína í mænuvökva, og natríum, sökk og CRP („C reactive protein“) í blóði) og hvort barnið var meðhöndlað með sterum við innlögn. Einnig voru skráðir fylgikvillar, sérstaklega skyn- taugarheyrnartap. Nánari upplýsingar um börn sem urðu fyrir heyrnarskaða fengust úr skrám Grensás- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og/eða Heyrnar- og Talmeinastöðvar íslands þar sem heyrnarmælingar voru gerðar. Börnin höfðu oftast verið heyrnarmæld skömmu fyrir eða eftir útskrift af sjúkrahúsinu. Upp- lýsingar um mannfjölda á Islandi á tímabilinu fengust hjá Hagstofu íslands og var nýgengi reiknað út mið- að við 100.000 börn, 16 ára og yngri á hverju ári. Fengið var samþykki Vísindasiðanefndar fyrir rannsókninni. Við tölfræðilega útreikninga var notast við kí-kvaðrat og/eða nákvæmnispróf Fishers við samanburð á hlutföllum og t-próf við samanburð á mæligildum einstakra hópa. Samanburður á meðal- aldri var gerður á lógaritma umreiknuðum tölum. Marktækni var miðuð við p< 0,05. Við tölfræðilega útreikninga á börnum með fylgikvilla var einungis notaður sá hópur barna sem framhaldsupplýsingar fengust um. Efniviöur og aðferðir Rannsakaðar voru sjúkraskrár barna á ofangreind- um sjúkrahúsum á árabilinu 1973 til og með 2000. Börnin voru á aldrinum eins mánaðar til 16 ára og höfðu fengið greininguna heilahimnubólga af völd- um bakteríu samkvæmt ICD-9 og ICD-10. Jákvæðar niðurstöður mænuvökvaræktana í okkar rannsókn voru bornar saman við niðurstöður mænuvökvarækt- ana hjá börnum á ofangreindum sjúkrahúsum á tíma- bilinu 1987-1997. Greiningin heilahimnubólga af völdum baktería Niðurstöður Greining Alls greindust 454 börn með örugga (83%) eða líklega (17%) heilahimnubólgu af völdum bakteríu á tímabilinu. Baktería ræktaðist í mænuvökva hjá 335 börnum (74%) og í blóði eingöngu hjá 14 (3%). Hún greindist með Gramslitun á mænuvökva hjá 18 (4%) og með Latex kekkjunarprófi hjá sex. Hjá 77 börnum (17%) fékkst greiningin ekki staðfest með áður- nefndum aðferðum en þótti mjög líkleg út frá sjúk- 392 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.