Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2004, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.11.2004, Qupperneq 14
RITSTJÓRNARGREINAR í greinargerð frá VSÓ ráðgjöf frá árinu 2002 var áætlað að kostnaður við uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut yrði um 30-31 milljarður. í nýútkominni skýrslu nefndar heilbrigðisráðherra um uppbyggingu Landspítala er áætlað að tæplega 37 milljarða þurfi til byggingar nýs spítala. Reksturinn kostar um 27 milljarða á þessu ári. Vissulega var það von lækna að byggt yrði nýtt sjúkrahús frá grunni en þar sem ekki virðist vilji ráðamanna að fara í svo viðamikla fram- kvæmd með hraði, verður að skoða aðra möguleika og áfangaskipta uppbyggingu sjúkrahússins. í fyrsta áfanga gæti verið bygging „bráðahúss" sem hýsti bráðamóttöku, myndgreiningu, gjörgæslu og skurð- stofur. Kostnaður við þær framkvæmdir sem þarf til að sameina starfsemina á einum stað er ekki hár mið- að við rekstrarkostnað sjúkrahússins. B. Skilgreining á starfsemi. Þau verkefni sem hljóta að verða í forgangi eru sérhæfð bráðaþjónusta og læknisþjónusta sem ekki er hægt að veita annars stað- ar, eða hagkvæmast er að veita á sjúkrahúsinu. Auk þess þarf að veita heildstæða þjónustu til að stofnunin geti sinnt sínu hlutverki er varðar kennslu og vísinda- starfsemi. Margvíslegri starfsemi er sjálfsagt betur komið fyrir hjá öðrum aðilum. Má þar nefna iangiegu- vist sjúklinga, en nú eru um 100 sjúklingar á spítalan- um sem lokið hafa læknismeðferð en bíða vistunarúr- ræða. Þar sem spítalinn stendur frammi fyrir að draga starfsemi sína saman er mikilvægt að hann minnki þjónustu sem aðrir geta veitt jafnvel eða betur. Horft var til þess með eftirvæntingu þegar heil- brigðisráðherra setti af stað vinnu um endurskipu- lagningu læknisþjónustu með sérstöku tilliti til Land- spítala, FSA, heilsugæslunnar og einkarekinnar læknisþjónustu. Því miður hefur starf þeirrar nefndar dregist úr hófi og verður að telja ólíklegt að árangur verði af starfi hennar. Mikilvægt er að læknisþjónusta á höfuðborgar- svæðinu sé skipulögð á heildrænan hátt þannig að sem mest hagkvæmni náist. Til þess þarf sátt um verkaskiptingu. Samstarf við sjálfstætt starfandi sér- fræðinga og samvinna á sviði háskólakennslu og rann- sókna gæti einnig styrkt spítalann. Ekki er ástæða til að vera í samkeppni við aðra aðila í heilbrigðisþjón- ustu heldur reikna með eðlilegri samvinnu, enda er kostnaður við heilbrigðiskerfið að mestu greiddur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Formlegt sam- starf milli spítalans og sjálfstætt starfandi sérfræðinga gæti stuðlað að jákvæðri þróun til framtíðar. Heimild HTR liggur fyrir til að sérfræðilæknar geti sem verktakar rekið göngudeild í húsnæði spítalans og stýrt starfseminni sjálfir. Fram kemur í skýrslu ferli- verkanefndar að sjúkrahúsið er tilbúið til að ganga til samninga um útleigu á aðstöðu spítalans fyrir slíka starfsemi, á þeim forsendum að reksturinn sé á eigin ábyrgð og reikning viðkomandi sérfræðinga. Ljóst er að forsenda fyrir því að sátt náist um skip- an læknisþjónustu er að samkomulag sé meðal lækna. Því er eðlilegt að læknar hafi forgöngu í stefnumótun og í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Akjósanlegt er að Læknafélag íslands skipi sér þar forystuhlutverk. C. Fjármögnun. Auðvelda þarf áætlun um fjár- mögnun sjúkrahússins, en vinna við að koma á al- þjóðlegu skráningarkerfi læknisverka (DRG) er langt komin og er til þess fallin að gefa raunhæfari mynd af rekstri og framleiðslu. Þá er ákjósanlegt að aðskilja rekstur göngudeilda frá öðrum rekstri og semja við tryggingayfirvöld um greiðslur fyrir hvert verk. Um- sýsla með S-merkt lyf hefur gefist illa og þarfnast endurskoðunar. Þá þarf að semja um greiðslur fyrir kennslu og ákveða hvernig fjármagna eigi vísinda- starfsemi. Unnt væri að tengja slíkar greiðslur sem viðbótarhlutfall af fjármögnun með DRG kerfinu, en góð reynsla mun vera af því erlendis. D. Endurskoðun stjórnskipulags. Á þessu ári var stjórnskipulag endurskoðað. Læknaráð lagði fram hugmyndir sem voru til þess fallnar að gera stjórn- kerfið skilvirkara, auka hagkvæmni og spara í stjórn- un. Því miður kaus stjórn Landspítala að skoða ekki þær hugmyndir. Landspítali er fjölmennasti vinnustaður landsins með um 5000 starfsmenn. Starfsmenn þurfa að vera samstilltir í vinnu við að þjónusta sjúka sem leita sér lækninga. Eðli málsins samkvæmt eru læknar dýrustu starfsmenn sjúkrahússins og kanna þarf hvernig unnt sé að auka afköst lækna frekar með sérhæfðu aðstoð- arfólki. Nú hefur frumvarp til fjárlaga verið lagt fram. Ljóst er að bygging nýs sjúkrahúss er ekki í forgangi. Vonast var eftir að kröfu um frekari sparnað á yrði aflétt. Bíða þarf eftir afgreiðslu fjárlaga, en ef fer sem horfir, stendur Landspítali frammi fyrir þeim vanda að þurfa að skerða þjónustu enn frekar og segja upp starfsfólki. Núverandi ástand er því algerlega óvið- unandi. 742 Læknablaðið 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.