Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 13
RITSTJÓRNARGREINAR Rekstrarvandi Landspítala Fátt hefur verið meira til umræðu í fjölmiðlum á þessu ári en rekstrarvandi Landspítala. Fjárþörf hans er mikil enda hlutverkið að annast sérhæfðustu og dýrustu læknisþjónustu sem veitt er hér á landi. Margt bendir þó til þess að spítalinn hafi staðið allvel að verki miðað við þær aðstæður. Skýrsla Ríkisend- urskoðunar um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja- vík sýnir að í samanburði við sjúkrahús í Bretlandi er rekstur Landspítala sambærilegur með tilliti til kostnaðar. Legutími sjúklinga er svipaður en árang- ur af læknismeðferð er mun betri hér. Þá eru afköst starfsmanna og bresks heilbrigðisstarfsfólks fyllilega sambærileg. Landspítalinn er öfiugasta þekkingarfyr- irtæki landsins og starfsmenn standa sig vel í alþjóð- legum samanburði á birtingu vísindagreina. I könnun á vegum landlæknis og HTR um „Gæði frá sjónarhóli sjúklings” kom fram ánægja með þjónustu spítalans. Þá hefur markviss vinna við styttingu biðlista skilað verulegum árangri. Lengi hefur verið ljóst að erfitt er að reka sjúkra- húsið á föstum fjárlögum og í raun er fjármögnun sjúkrahússins úrelt. Landspítala var gert að spara 700 milljónir á þessu ári. Aætlanir sýna að einungis um 2/3 hlutar af sparnaðarkröfu þessa árs muni nást. Sparnaðurinn hefur áhrif á þjónustu, nýráðningar eru í lágmarki og nýjungar í meðferð bíða. Skipting fjármuna milli sviða hefur valdið ágrein- ingi, en einstök svið hafa komið verr út úr sparnað- arkröfunni en önnur. Sérstaklega á það við um lyf- lækningasvið I, en vandinn þar skýrist að verulegu leyti af fjölgun sjúklinga með langvinna nýrnabilun og nýjunga í meðferð við kransæðasjúkdómum. Akvörðun stjórnvalda um flutning á umsýslu svokall- aðra S-merktra lyfja frá Tryggingastofnun ríkisins til Landspítala olli umtalsverðum kostnaði án þess að skila hagræðingu. Sjúkrahúsið hefur því þurft að flytja fé úr öðrum rekstri til að greiða fyrir það sem á vantar fyrir S-merktu lyfin. Landspítali á að standa straum af kostnaði þrátt fyrir að meðferð sé veitt utan húss og á svipað við um greiðslur fyrir hjartagangráða og bjargráða. Stefnan er að efla dag- og göngudeildaþjónustu til að færa starfsemi frá dýrum legudeildum yfir í ódýr- ari þjónustuform. Óljóst er í hversu miklum mæli það hefur tekist og hluti af eflingu göngudeilda hefur ver- ið tilfærsla á verkum frá sjálfstæðum læknastöðvum en án þess að samið hafi verið um að fjármögnun. Sameiningu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavík- ur fyrir rúmum fjórum árum var ætlað að auka skil- virkni og gæði þjónustunnar. Til að ná því markmiði hefði þurft að sameina alla meginstarfsemi sjúkra- hússins á einn stað. Núverandi húsnæði var hins veg- ar ekki talið leyfa það og því var ljóst frá byrjun að skipting bráðaþjónustu á tvo staði myndi hamla skil- virkni í starfsemi, bæði rekstrarlega og faglega. Húsakostur og tækjabúnaður er víða úr sér geng- inn á spítalanum og hefur miklu starfi og fjármunum verið varið til endurbóta á húsnæði. Pær framkvæmd- ir hafa hins vegar verið til bráðabirgða, uns flutt yrði í framtíðarhúsnæði. Ljóst er að þörf verður á frekari endurbótum á næstu árum og ekki liggur fyrir áætlun um hvernig þær framkvæmdir geta skilað sér til fram- tíðaruppbyggingar. Þá er ljóst að göngudeildir búa við verulegt aðstöðuleysi og eru dreifðar víða um spít- alann, en hagkvæmara væri að reka slíkar einingar í sameiginlegu húsnæði. Aðgengi að húsinu er slæmt og bílastæðavandi er mikill. í samdráttaraðgerðum á þessu ári hefur afhjúpast að meðan bráðaþjónusta er á tveimur stöðum er vonlítið er að ná fram hag- ræðingu. Vinnuálag starfsfólks er mikið og vinnuaðstaða er ófullnægjandi. Hætta er á að starfsandi versni við áframhaldandi samdráttaraðgerðir. Starfsmenn hafa lagt á sig mikla umframvinnu til að reyna að viðhalda þjónustu og ljóst er að mikill hluti vísindavinnu er unninn í frítíma. Að sjálfsögðu þarf að gæta fyllsta aðhalds í rekstri, enda er spítalinn starfræktur fyrir almannafé. Búast má við áframhaldandi aukningu útgjalda vegna breytinga á aldurssamsetningu þjóðarinnar og tækninýjunga. Því er mikilvægt að bregðast við sparnaðarkröfu með hagræðingu á skipulagi starfsem- innar, en gæta þess jafnframt að það hafi ekki áhrif á gæði þjónustu. Möguleikar á hagræðingu felast í að: A) ljúka sameiningu, B) skilgreina hvaða starfsemi sjúkrahúsið veitir, C) breyta fjármögnun, og D) endur- skoða stjórnskipulag spítalans. A. Lokið verði við sameiningu sjúkrahúsanna. Sjúkrahúsin í Reykjavík voru sameinuð fyrir rúm- um fjórum árum og hvorki er faglega né rekstrarlega stætt á öðru en að sameiningunni ljúki sem fyrst. Ekki hefur verið gerð nákvæm áætlun um hversu mikil fjárhagsleg hagræðing yrði af því að ljúka sameiningu sjúkrahússins, en hún gæti verið um einn milljarður á ári. Forsenda þess að koma megi bráðastarfsemi fyrir á einum stað er að ný bygging rísi. Friðbjörn Sigurðsson Höfundur er krabbameins- læknir og formaður læknaráðs Landspítala. Læknablaðið 2004/90 741
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.