Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 59

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁRSFUNDUR WMA harðræði gegn föngum í fangelsum í írak og ítreka að samtökin styðji yfirlýsingar WMA um meðferð á föngum. Þar kemur meðal annars fram að læknum beri að sinna sjúkum föngum af sömu skyldurækni og frjálsum mönnum. Þá vil ég nefna að nú er farin af stað vinna við það reyna að tengja unga lækna samtökunum. Það virð- ist ætla að verða frekar erfitt viðureignar. Ungir evr- ópskir læknar hafa lýst yfir áhuga á að tengjast WMA betur en nú er, en á sjálfstæðan hátt, það er í gegnum sín samtök en ekki almennu læknasamtökin. Nú á að gera könnun meðal allra aðildarfélaga WMA á því hver viðhorf þeirra eru til þessara samskipta. Það er líka verið að vinna að útgáfu handbókar um siðfræði- mál. Um hana verður væntanlega fjallað í siðfræðiráði LI en bókin á að koma út síðar í vetur. Hugmyndin er sú að læknafélög geti afhent hana ungum læknum þegar þeir útskrifast. Vonandi getum við afhent hana í kandídatamóttöku næsta vor. Á leið til Georgíu aftur Eins og fram hefur komið hér í blaðinu fór Jón á vegum WMA til Georgíu til að kynna sér meðferð á föngum og hvort þeir njóti mannréttinda. Um er að ræða átaksverkefni styrkt af Evrópusambandinu með þátttöku þriggja alþjóðlegra samtaka og er WMA eitt þeirra. Nú er komið að því að halda námskeið fyrir 50 lækna og 25 lögfræðinga í Tiblisi um málefni fanga og hvernig hægt er að bæta aðbúnað þeirra og réttindi. Námskeiðið hefst nú í nóvember og þangað fer Jón til að halda erindi um þær siðareglur sem WMA leggur til grundvallar í þessari vinnu. Einnig fjallar hann um tvenns konar skyldur lækna sem sinna föngum, ann- ars vegar skyldur þeirra gagnvart föngunum og hins vegar þær skyldur sem yfirvöld leggja þeim á herð- ar. Þessar skyldur fara ekki alltaf saman og þá þurfa læknar stuðning svo þeir ráði við að láta skyldurnar við fangana hafa forgang. - Að þessu loknu þarf að meta árangurinn af þessu framtaki en það er mjög mikilvægt því átakið sem WMA tekur þátt í nær einungis til fimm landa. Lönd- in þar sem fangar eru beittir harðræði eru hins vegar á annað hundrað talsins. Þar gæti hlutverk læknasam- takanna verið að halda svona námskeið víða. Þar nýt- ist vel frumkvæði norsku læknasamtakanna sem hafa komið upp fjarnámi á þessu sviði en það fer fram á netinu. Formennska í siðfræðiráði LÍ Hér heima hafa orðið þau tíðindi hjá Jóni að hann lét af varaformennsku í LÍ á aðalfundi um síðustu mánaðamót en var skömmu síðar skipaður formaður siðfræðiráðs félagsins. Hvernig líst honum á það? - Mjög vel því það tengist því sem ég hef verið að gera fyrir LÍ á alþjóðavettvangi undanfarin tvö ár. Það styrkir starfið að hafa þessi tengsl við alþjóðas- amtökin og Evrópu þar sem siðfræðileg málefni eru mikið til umræðu og hlutfallslega meira en í samtök- um okkar. Þarna eru ýmis verkefni og ég vil nefna eitt þeirra sem er endurskoðun alþjóðlegra siðareglna lækna sem er að hefjast. Þar er LÍ þátttakandi í vinnu- hópi og ég sé fyrir mér að siðfræðiráðið sinni því starfi fyrir hönd félagsins. Ráðið hefur verið að skoða evrópskar reglur um samskipti lækna og sjúklinga á netinu og laga þær að íslenskum aðstæðum. Þeirri vinnu verður að sjálf- sögðu haldið áfram. Ýmis mál sem eru til umræðu í samfélaginu þarf að taka upp í ráðinu, svo sem stofn- frumurannsóknir en nú er komin fram þingsályktun- artillaga um þær á alþingi. Það er því af nógu að taka, segir Jón G. Snædal. Siðferðilegar skyldur lækna á stríðstímum A ársfundi Alþjóðafélags lækna áréttuðu samtökin þann skilning sinn að læknum beri að auðsýna öllu fólki mannúð og virðingu á stríðstímum. Sam- tökin lýstu því yfir að enginn munur er á siðferðilegum skyldum lækna hvort sem þeir starfa í stríði eða á friðartímum. Stefna samtakanna er að ekki sé siðferðilega réttlætanlegt að læknar gefi ráð eða beiti meðferð sem sé í blóra við heilsufar sjúklings eða sé til þess fallin að veikja líkamlegt eða andlegt ástand hans. Allar rannsóknir sem byggjast á tilraunum á mönnum eru stranglega bannaðar ef í hlut eiga ófrjálsir menn, einkum ef um er að ræða fanga, óbreytta borgara jafnt sem stríðsfanga, eða íbúa hernuminna landi. Læknar eiga ávallt að gæta fyllsta hlutleysis við meðferð sjúkra án tillits til trúar, þjóðernis, kynferðis, póli- tískra skoðana, kynþáttar, kynhegðunar eða félagslegrar stöðu. í yfirlýsingunni eru ríkisstjórnir, herstjórnir og aðrar valdastofnan- ir hvattar til að fylgja Genfarsáttmálanum og tryggja að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn getir veitt nauðsynlega aðhlynningu á átakasvæðum. Læknum þarf að tryggja óheftan aðgang að sjúklingum, aðstöðu og tækjum til lækninga og vernd sem þeir þurfa til að geta stundað starf sitt óáreittir. Málin rœdd í lokahófi fundarins, Jón hlýðir á formann finnska lœknafé- lagsins, Pekka Anltila. Læknablaðið 2004/90 787
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.