Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 69

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS Nýjungar í meðferð á húðkrabbameini Á dögunum birtist í Fréttablaðinu frétt þess efnis að hægt sé að fækka skurðaðgerðum á húðkrabba- meini. Það er að sjálfsögðu ónákvæmt þar sem um er að ræða aðgerð í þeim skilningi að venjuleg skurð- tækni er notuð í hluta meðferðarinnar. Sársauka- laus er meðferðin ekki heldur og krefst allrar þeirrar læknisfræðilegu þekkingar og þjálfunar sem verðug er verkefninu. Sérlyfið Metvix var skráð hérlendis í apríl síðastliðnum og í júní var gengið frá þátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í lyfjakostnaðinum. Að- ferðin almennt séð er komin nokkuð til ára sinna þó að markaðsetningarhugmyndin byggist á lyfjafræði- legum grunni. Um er að ræða nýjung í meðferð á grunnfrumu- krabbameini og forstigsbreytingum flöguþekju- krabbamcins í húð. Hún felst í svokallaðri Photo- dynamic therapy (PDT)/ljósvirknimeðferð sem er einnig skilgreind sem „Chemosurgery". Til aðgerð- arinnar þarf sérstakan Ijósgjafa með sýnilegu Iit- rófi innan ákveðinna bylgjulengda fyrir utan venju- leg húðskurðlækningatól einsog skörp áhöld til formeðhöndlunar (preparation). Annað aðalverk- færið er krem (Metvix) sem inniheldur porfyrinaf- leiðu (5-methyl aminolevulínsýra). Kremið er lagt er á húðina undir þéttar umbúðir. Eftir þrjár klukk- ustundir ná eðlilegar húðfrumur að brjóta niður lyfið en krabbameinsfrumur ekki. Þær drepast fyrir áhrif frírra súrefnisradíkala sem losna þegar ljósið skín á aminólevulín sýruna. Aðgerðin er því eins „sérvalin" (target selectiv) og hægt er. Þetta veldur minni sár- sauka við meðferð. Minni örvefsmyndun og hraðari bata eftir aðgerð. Aðgerðin hefur hingað til verið metin í samanburði við Cryosurgery (frystiaðgerð) og hefur álíka heildarárangur. Þó mun rétt að benda á að reynslan í almennri notkun er takmörkuð og lengri tíma þarf til að meta að fullu árangur borið saman við aðferðir sem hafa verið í notkun áratugum saman (1). Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að aðferðin er viðurkennd um mest alla Evrópu. Allir eru sam- mála að PDT stenst ekki ýtrustu skurðaðgerðir ein- sog „Moh's surgery" enda þeirri tækni ekki almennt beitt hvort eð er. PDT (ljósvirknimeðferð) er oft æskileg vegna minni sýnilegra eftirstöðva (ör, samdrættir og lita- breytingar) og að aðferðina er hægt að nota á stöðum sem eru ella vandmeðhöndlaðir, jafnvel með lýta- skurðlækningum, svo sem í andliti og í kringum op á líkamanum einsog augu, eyru, munn og nef. Eldra fólk sem af ýmsum ástæðum er síður fallið til eða ófúst til hefðbundinna skurðaðgerða er þekktur markhóp- ur en einnig yngri sjúklingar sem er umhugað um útlit sitt enda munu slíkir oft eiga fyrir höndum margar aðgerðir á lífsleiðinni eðli málsins samkvæmt. Það eru að sjálfsögðu einnig til skilgreindar frá- bendingar og því er æskilegt að læknar vanir að fást við NMSC (Non-melanoma skin cancer) sjái um með- ferðina. Að mínum dómi eru húðsjúkdómalæknar þeir sérfræðingar sem besta yfirsýn hafa yfir meðferð- arleiðir slíkra æxlistegunda og eðlilegt að sú venja skapist að beina þessum vandamálum fyrst til þeirra. Nýjar meðferðarleiðir við NMSC er verið að þróa og sumar ekki einu sinni byggðar á kirurgíu (2). Læknis- fræðin er sem sagt að nálgast þann skurðpunkt þegar medisínskar leiðir og kírúrgískar vega salt við mat á aðgerð útfrá hagsmunum sjúklings (3). Ef þessi hugleiðing mín hljómar einsog óskhyggja fyrir hönd sérgreinarinnar endurspeglar hún bara viðhorf sem eru að festa rætur beggja vegna Atlants- hafsins. „Ljósvirknimeðferð", eða PDT, er einnig beint að öðrum gerðum krabbameina í líkamanum þar sem hægt er að koma ljósgjafa að. Það er því næsta öruggt að við eigum eftir að sjá meira af þess háttar í fram- tíðinni hjá þvagfærasérfræðingum, meltingarsérfræð- ingum og taugaskurðlæknum svo eitthvað sé nefnt. Það eru sjálfsögð og rétt viðbrögð við öllum nýj- ungum að vera varkár og gagnrýninn og menn hvattir til að láta í sér heyra. Með kollegíal kveðjum, Reykjavík 9. október 2004, Gísli Ingvarsson Heimildir 1. Rhodes LE, de Rie M, Enstrom Y, Groves R, Morken T, Gould- en V, et al. Photodynamic therapy using topical methyl aminol- evulinate vs surgery for nodular basal cell carcinoma: results of a multicenter randomized prospective trial. Arch Dermatol 2004; 140:17-23. 2. Dummer R, Urosevic M, Kempf W, Hoek K, Hafner J, Burg G. Department of Dermatology, University Hospital of Zurich, Gloriastrasse 31, CH-8091 Zurich, Switzerland. Imiquimod in basal cell carcinoma: how does it work? Br J Dermatol 2003; 149 Suppl 66: 57-8. 3. Powell AM, Russell-Jones R. Skin Tumor Unit, St John's In- stitute of Dermatology, St Thomas' Hospital, London, United Kingdom. Amelanotic lentigo maligna managed with topical imiquimod as immunotherapy. J Am Acad Dermatol 2004; 50: 792-6. Gísli Ingvarsson Höfundur er húð- og kynsjúk- dómalæknir og starfar í læknastöðinni Lágmúla 5, 108 Reykjavík. Læknablaðið 2004/90 797

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.