Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2004, Side 37

Læknablaðið - 15.11.2004, Side 37
FRÆÐIGREINAR / HÆTTULEG HÁLSBÓLGA Sjúklingurinn kom í eftirlit á göngudeild rúmum mánuði eftir útskrift og var við góða heilsu. Röntgen rannsóknir sýndu þá að ástandið var óbreytt með til- liti til segamyndunar í innri hóstarbláæð og bugastokk hægra megin en að hnútar í lungum voru nánast horfnir. Heilkenni Lemierres Þetta sjúkratilfelli er dæmigert fyrir heilkenni Lemi- erres (Lemierre‘s syndrome). Okkur er ekki kunnugt um að slíku tilfelli hafi áður verið lýst á íslandi. Arið 1936 birtist grein í Lancet eftir Lemierre, prófessor í sýklafræði og smitsjúkdómum við Hópital Claude Bernard í París (1). Þar lýsti hann 20 tilfellum blóðeitrunar af völdum loftfælinna baktería. Hann skilgreindi ákveðna sjúkdómsmynd sem hann taldi svo dæmigerða að greina mætti hana örugglega út frá klínískum einkennum fyrst og fremst, áður en niður- stöður sýklarannsókna lægju fyrir. Hann skilgreindi sjúkdómsmynd þessa þannig: 1) Hálsbólga (pharyngotonsillitis) eða graftarkýli í hálseitlum (perítonsillar abscess) í ungum, og áður hraustum, einstaklingum. (Einnig vel þekkt eftirköst miðeyrabólgu (otitis media) hjá börnum.) 2) í kjölfarið kemur bólga og eymsli yfir höfuð- vendivöðvanum (m.sternocleido-mastoideus) vegna bláæðabólgu (septískur thrombo phleb- itis) í innri hóstarbláæð sömu megin. 3) Innan viku fær sjúklingurinn háan hita, kulda- hroll ásamt dreifðum (metastatic) og sýktum blóðsegum sem valda graftarkýlum víða, aðal- lega í beinum og lungum. Sjúklingur verður í flestum tilfellum septískur og dauðvona. 4) Orsökin er loftfælnar bakteríur, Fusobacteria. 18 af sjúklingum Lemierres létust. Sjúklingur okkar uppfyllti öll þessi skilyrði. Þessi sjúkdómsmynd eða klíníska heilkenni hefur síðan borið nafn hans og verið kallað „Lemierre‘s Syndrome". Orsök þessarar sjúkdómsmyndar er loftfælin bak- tería, Fusobacterium necrophorum. Hún hefur verið þekkt sem orsök sýkinga bæði í mönnum og dýrum allt síðan á seinni hluta 19. aldar (2). Ýmsum sjúk- dómum af völdum Fusobacterium í húsdýrum hefur verið lýst, meðal annars graftarkýlum í lifur og lung- um hjá sauðfé, svínum og nautgripum. Aður en Lemierre skilgreindi þetta heilkenni voru sýkingar af völdum Fusobacterium í mönnum vel þekktar en ekki vel skilgreindar og gengu þær því undir ýmsum nöfnum, meðal annars „postanginal sepsis“, „anaerobic postanginal septicemia“ og fleira. í dag er heilkenni Lemierres og aðrar sýkingar af völdum F. necrophorum nefndar „necrobacillosis“ á alþjóðlegu fræðimáli. Tafla 1. Blóðrannsóknir við innlögn. Viðmiðunargildi Hvít blóðkorn 15,9 E9/L 3,8-10,2 E9/L Hemoglóbín 139 g/L 130-175 E12/L Hematocrit .401 l/L 0,368-0,512 l/L Blóðflögur 10 E9/L 130-370 E9/L Próþrombfn - tími 18,1 sek 11,0-15,0 sek Fibrinogen 5,1 g/L 2,0-4,0 g/L Natríum 115 mmól/L 135-148 mmól/L Kalíum 2,9 mmól/L 3,4-4,8 mmól/L Kreatinfn 565 Limól/L 60-100 pmól/L Urea 37,5 mmöl/L 2,5-8,3 mmól/L Þvagsýra 954 gmól/L 200-420 (jmól/L Bilirubin heild 172 (jmól/L 3-21 gmól/L Bilirubin glúkúróníð 145 pmól/L <8 (jmól/L Albúmín 25 g/L 35-55 g/L CRP 210 mg/L 0-10 mg/L ALP 751 U/L 80-280 U/L GGT 95 U/L 5-50 U/L ASAT 201 U/L 10-35 U/L ALAT 104 U/L 10-35 U/L LD 758 U/L 0-450 U/L Antiþrombín III 92% 70-130 % Fusobacterium necrophorum var einnig illa skil- greind og gekk undir ýmsum nöfnum. Fyrsta lýsingin á sýkingu í mönnum er frá árinu 1900 þegar lýst var sjúklingi er lést úr sepsis eftir bráða hálsbólgu (ton- sillitis) (3). Úr blóði hans ræktaðist loftfælin staf- baktería. í kjölfar þessarar lýsingar fylgdu margar tímaritsgreinar næstu áratugina sem lýstu svipuðum sýkingum af völdum loftfælinnar stafbakteríu sem þá var oftast nefnd Bacillus funduliformis. Árið 1955 birtist grein er sagði frá 280 tilfellum af necrobacillosis (4). í þeim hópi voru 94 sjúklingar frá Þýskalandi, 87 frá Bandaríkjunum, 31 frá Frakklandi, 24 frá Ungverjalandi, 21 frá Bretlandi, 15 frá Hol- landi, 6 frá Frönsku Indókína og 2 frá Skandinavíu. Á áratugunum 1960-1990 fækkaði mikið lýsingum á heilkenni Lemierres. Er sennilegt að aukin notkun penisillíns við hálsbólgu og sýkingum í öndunarvegi hafi átt þátt í því (5). Síðar, eða á árunum 1980 til 1995, hefur orðið veruleg aukning á lýsingum á slík- um tilfellum. Það getur stafað af meira aðhaldi við notkun sýklalyfja og/eða aukinni tækni við ræktun og greiningu loftfælinna baktería. Fjölmargar tegundir loftfælinna Gram neikvæðra stafbaktería eru þekktar, en aðallega fjórar þeirra valda sýkingum hjá mönnum, það er Bacteroides, Prevotella, Porphyromonas og Fusobacterium. Ná- kvæm greining þeirra krefst oft tækni sem flestar sýklarannsóknastofur ráða ekki yfir. Oftast vaxa aðrar bakteríur mun hraðar en Fuso- Læknablaðið 2004/90 765

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.