Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 24

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 24
FRÆÐIGREINAR / ÞROSKI FIMM ÁRA FYRIRBURA stöðuskyni, samhæfingu og skipulagningu hreyfinga (70-72). Meðaltals T-skor fyrirbura og samanburðarhóps reyndist langt frá því að vera marktækt samkvæmt skilgreiningu CBCL spurningalistans. d-gildi Cohens sem reiknað var út frá meðalheildarskori beggja hópa gaf hins vegar til kynna klínískt marktækan mun á milli hópanna. í rannsókn á geðheilsu íslenskra barna var meðalheildarskor fimm ára barna á CBCL 17,0 (41) sem er nokkru lægra en meðalheildarskor fyrir- buranna. Svör foreldra íslensku fyrirburanna endur- spegla því áhyggjur varðandi atferli barnanna og erf- iðleika þeirra við þátttöku í leik og starfi. Ekki er nægjanlegt að meta eingöngu vitsmuna- þroska hjá fyrirburum á leikskólaaldri þar sem þá fást ekki upplýsingar um frávik á öðrum þroskaþáttum sem mikilvægt er að sinna og hafa forspárgildi fyrir nám og aðlögun á grunnskólaaldri (3). Fyrri niður- stöður íslensku fyrirburarannsóknarinnar sýndu skýr merki um tíðari þroskafrávik hjá litlum fyrirburum þó ekki væri hlutfallsleg aukning á fötlun (1, 2). Nið- urstöður þroskamælinga staðfesta þetta frekar og eru í öllum aðalatriðum í samræmi við niðurstöður ann- arra. Pessar fyrirburarannsóknir sýna aukna tíðni þroskafrávika sem teljast ekki til fötlunar, en geta engu að síður haft veruleg áhrif á líf og líðan barn- anna (3,19, 73). Helstu veikleikar rannsóknarinnar fólust í fá- mennum fyrirburahópi með óvenjulegu kynjahlut- falli, að ekki var beitt slembiúrtaki við val á saman- burðarbörnum og að tvö af þremur þroskaprófum voru ekki stöðluð hér á landi þegar rannsóknin fór fram. Margir fyrirburar báru merki veikinda eða fötl- unar við skoðun sem aðgreindu þá frá samanburðar- börnum og þekktu sérfræðingarnir stundum börnin frá fyrri athugunum. Pví var ekki gerlegt að halda því leyndu fyrir prófendum hvaða börn væru fyrirburar. Kynjahlutfall í fyrirburahópi var óvenjulegt miðað við aðrar landfræðilega afmarkaðar rannsóknir frá sama tíma (9,13,14). Við þroskamælingar reyndist þó ekki munur á frammistöðu stúlkna og drengja og því er ólíklegt að kynjahlutfallið skipti máli í samanburði við aðrar rannsóknir. Við val á samanburðarbörnum hefði getað valist hópur barna með meiri styrkleika en í slembiúrtaki. En með því að leggja sömu próf fyrir samanburðarbörn og fyrirbura var mögulegt að skoða styrkleika og veikleika í þroskamynstri fyrir- buranna miðað við fullburða jafnaldra og bera saman við rannsóknir annarra. Þroskamælingar sem gerðar eru við fimm ára aldur hafa betra forspárgildi en mæl- ingar á yngri börnum (42). Athugun við fimm ára ald- ur er einnig heppileg vegna væntanlegrar skólagöngu ári síðar. Röskun og skerðing á tilteknum þroskasviðum getur haft áhrif á vellíðan barna og þátttöku þeirra í daglegum viðfangsefnum, við leik, eigin umsjá og nám. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að litl- ir fyrirburar standa höllum fæti miðað við jafnaldra sína. Jafnframt benda erlendar rannsóknir til þess að þeir glími við aukinn vanda með vaxandi aldri, eink- um varðandi nám og félagslega aðlögun. Pað kann að bitna á möguleikum þeirra í samskiptum við jafn- aldra og þátttöku í samfélaginu. Heilsuvandi lítilla fyrirbura veldur því að umönnun og uppeldi þeirra er fyrirhafnarsamt og eykur álag á foreldra (73). Proska- vandi þeirra kallar á aukna þjónustu samfélagsins eins og snemmtæka íhlutun sem felur í sér þjálfun, sér- kennslu og stuðning við börnin og fjölskyldur þeirra. Erfiðleikar lítilla fyrirbura kunna að vera vanmetnir og tilhneiging til þess að líta á börnin sem lítil krafta- verk þar sem þau lifðu af alvarleg veikindi. Niðurstöður íslensku fyrirburarannsóknarinnar gefa tilefni tilþess að fylgst verði með þroskaframvindu, aðlögun og hegðun lítilla fyrirbura markvissar og lengur en nú er gert. í því sambandi þarf að beina athyglinni að mismunandi áherslum í þroskamælingum eftir aldri barnanna. Frekari rannsókna er þörf. Pað þarf að kanna hvernig þroski breytist með tímanum og hvaða afleiðingar þroskafrávik hafa síðar meir. Skoða þarf nánar samsetningu þessa hóps með tilliti til sjúkdóma á nýburaskeiði og afleiðinga þeirra fyrir þroska og atferli. Síðast en ekki síst þarf að greina þá þætti sem eru líklegir til að afstýra áföllum og hafa uppbyggileg áhrif á þroska, hegðun og líðan barn- anna. Þakkir Börnum og foreldrum er þakkað fyrir þátttöku í rannsókninni. Jónas G. Halldórsson sálfræðingur fær sérstakar þakkir fyrir vinnu við rannsóknina og Örn Ólafsson tölfræðingur fyrir aðstoð við tölfræðilega útreikninga. Pakkir eru einnig færðar Guðmundi Arn- kelssyni dósent við Háskóla Islands fyrir aðstoð og ábendingar, Guðrúnu Garðarsdóttur Fæðingarskrán- ingu, Reyni Tómasi Geirssyni prófessor Kvennadeild Landspítala, Hildigunni Friðjónsdóttur, hjúkrunar- deildarstjóra á Göngudeild Landspítala, Skúla Guð- mundssyni, skrifstofustjóra Hagstofu Islands fyrir að- stoð við að finna samanburðarbörn. Einnig fá þakkir Ásgeir Haraldsson prófessor Barnaspítala Hringsins, Stefán J. Hreiðarsson forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Rannsóknaráðs íslands og Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar. Heimildir 1. Georgsdóttir I, Dagbjartsson A. Litlir fyrirburar á fslandi. Lífs- líkur og fötlun. Læknablaðið 2003; 89: 299-302. 2. Georgsdóttir I, Sæntundsen E, Símonardóttir I, Halldórsson JG, Egilson SP, Leósdóttir Þ, et al. Litlir fyrirburar á Íslandi. Heilsu- far og þroski. Læknablaðið 2003; 89:575-81. 752 Læknablaðið 2004/90 i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.