Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2004, Side 55

Læknablaðið - 15.11.2004, Side 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ son framkvæmdastjóri Læknasetursins í Mjódd. Þeir ræddu mest um göngudeildarstarfsemina og hvort hún ætti betur heima á spítalanum eða utan hans. Þeir Friðbjörn og Guðmundur töldu báðir að spítal- inn hefði þörf fyrir göngudeildir og færðu fyrir því ýmis rök. Rökin voru þau helst að göngudeildir væru for- senda þess að spítalinn gæti veitt heildstæða meðferð. Þegar meðferð á bráða- eða legudeild lyki væru of- tast ýmsir hnútar óhnýttir og sjúklingur þyrfti á frek- ari meðferð, rannsóknum eða eftirliti að halda. Guð- mundur taldi óeðlilegt að sú ófrávíkjanlega regla gilti að þá væri sjúklingum vísað annað, málið þyrfti að afgreiða á faglegan og ábyrgan hátt. Friðbjörn benti á að bandarískir spítalar reistu gjarnan stórar bygging- ar sem kallað væru stofuhús lækna þar sem starfrækt væri göngudeildarþjónusta sem oftar en ekki væri á vegum einstakra lækna en gæti hins vegar nýtt sér þá faglegu breidd sem spítalinn ræður yfir. Þetta kæmi að verulegu gagni við meðferð þeirra sjúklinga sem ættu við flókin vandamál að glíma þótt þau teldust ekki bráð. Þeir nefndu líka þá röksemd fyrir göngudeildum við spítalann að þær væru forsenda þess að spítalinn gæti kennt læknanemum og ekki síður unglæknum. Vandi Landspítala væri hins vegar sá að uppbygging göngudeilda væri tilviljanakenndur og að þær nýttust því ekki sem skyldi til kennslu. Málaferli gegn yfirgangi Guðmundur Ingi Eyjólfsson nálgaðist málið úr ann- arri átt því hann hefur staðið og stendur enn í mála- ferlum við yfirstjórn Landspítala sem hann segir að þröngvi læknum til að velja á milli starfs á spítalanum eða á stofu. Þar vísaði hann til þeirrar kröfu spítalans til yfirlækna að þeir láti af stofurekstri. Hann hefur kært þá starfshætti spítalans og er þess að vænta að úrskurðað verði í því fyrir dómstólum áður en langt um líður. Um þetta var ekki eining á fundinum og Óskar Einarsson formaður LR kvaðst óttast að mála- ferlin sköðuðu hagsmuni lækna í samningsgerð við stjórnvöld. Hins vegar tóku menn jákvæðar í önnur málaferli sem Guðmundi Ingi stendur í en í því máli endur- speglast að hans sögn sá yfirgangur sem læknar í einka- rekstri mæta allt of oft hjá yfirstjórn Landspítala. Það mál snýst um þjónustu rannsóknarstofu sem starfrækt er í Læknasetrinu við heilsugæslustöðvarnar í Mjódd og Grafarvogi. Þannig er að rannsóknarstofan hefur þjónað heilsugæslustöðinni í Mjódd frá því sú síðar- nefnda var opnuð og þegar stöðin í Grafarvogi tók til starfa tókust samningar um að hún nyti þjónustu rannsóknarstöðvar Læknasetursins. „Svo gerist það að Heilsugæslan í Reykjavík ákveður að sameina allar rannsóknarstofur sínar í Heilsuverndarstöðinni. Ég sá ekkert athugavert við það, þeir máttu hagræða hjá sér eins og þeim sýnd- ist. En skömmu seinna gerist það að Heilsugæslan í Reykjavík semur við Landspítalann um að hann annist allar rannsóknir fyrir heilsugæslustöðvarnar í borginni. Samningnum við okkur var sagt upp fyrir- varalaust. Þetta taldi ég vera brot á samkeppnislög- um og færði fyrir því tvíþætt rök: annars vegar fengi Landspítali 26 eða 27 milljarða króna á fjárlögum ár- lega og hefði því yfirburðastöðu á markaðnum. Hins vegar veitti spítalinn heilsugæslunni afslátt af verði þeirra rannsókna sem við getum sinnt en ekki öðr- um,“ sagði Guðmundur. Hann bætti því við að forstjóri Heilsugæslunnar hefði fyrst neitað að leyfa sér að sjá samninginn, fyrst á þeim forsendum að hann væri ekki til en síðan að hann væri leynilegur. Hann sagði að þessi samnings- gerð væri brot á samkeppnislögum, stjórnsýslulögum og upplýsingalögum. Hann kvaðst bjartsýnn á að hann ynni málið. „En ég er búinn að tapa viðskiptun- um við stöðvarnar í Mjódd og Grafarvogi og þjónust- an við sjúklingana hefur versnað. Hjá okkur er opið allan daginn en á Landspítalanum er einungis tekið blóð í tvo tíma á dag,“ sagði hann. Hver er þörfin? Umræðurnar snerust um þessi atriði og fleira. Óskar Einarsson auglýsti eftir því að gerð yrði þarfagreining á Landspítalanum og benti á að í ferliverkaskýrslu sem unnin var fyrir Landspítalann og lokið við á liðnu sumri væri hvergi rætt um það hvaða þörf væri fyrir göngudeildir. Hann sagði þó ljóst að göngudeildir spít- alans gætu aldrei tekið við allri þeirri starfsemi sem nú færi fram í Læknasetrinu, Orkuhúsinu og öðrum fyrirtækjum og einkastofum sérfræðilækna. Friðbjörn gerði ferliverkaskýrsluna að umtalsefni í erindi sínu og vitnaði til kafia í henni þar sem rætt er um nauðsyn þess að sátt náist um verkaskiptingu sjálf- stæðra læknastöðva, heilsugæslunnar og Landspítala. Bent er á að það gildi í báðar áttir því sjálfstætt starf- andi læknar þurfi oft að koma sjúklingum í aðgerð á spítala ef upp koma fylgikvillar sem þeir ráða ekki við. Einnig segir þar að fyrir liggi heimild ráðuneyt- isins til að sérfræðilæknar get rekið göngudeildir sem verktakar í húsnæði spítalans og stýrt þeirri starfsemi sjálfir. Hann bætti því við að engar ákvarðanir lægju fyrir um þetta en þær þyrfti að taka mjög fljótlega því nú væri verið að undirbúa byggingu nýs spítala, arki- tektavinnan hæfist vonandi innan nokkurra mánaða og þá þyrfti þetta að liggja fyrir. Stofureksturinn er hagkvæmur Steinn Jónsson rakti forsögu þessarar umræðu til skýrslu Ríkisendurskoðunar um sameiningu sjúkra- Læknablaðið 2004/90 783

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.