Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR Lf Samþykktir aðalfundar Læknafélags Islands 1. Aðalfundur Læknafélags fslands, haldinn í Nesi við Seltjörn dagana 1. til 2. október 2004 fellst á þá ráð- stöfun stjórnar að ráða hagfræðing til félagsins. Fund- urinn samþykkir verkefnið sem tilraun til þriggja ára og felur framkvæmdastjóra, gjaldkera, formönnum samninganefnda og hagfræðingnum sérstaka tilsjón með því. Framkvæmdastjóri skal vera oddviti þess hóps og gefa aðalfundi skýrslu um verkefnið ár hvert. Hópur- inn setur hagfræðingnum erindisbréf. 2. Aðalfundur Læknafélags fslands, haldinn í Nesi við Seltjörn dagana 1. til 2. október 2004, ályktar að gerðar skuli kröfur um kunnáttu í íslenskri tungu til þeirra lækna, sem ráðnir eru til starfa á íslandi. Fund- urinn skorar á landlækni að koma með tilmæli þar að lútandi. Ennfremur bendir fundurinn á að efla þarf túlka- þjónustu í þágu sjúklinga, sem ekki tala íslensku. 3. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Nesi við Seltjörn dagana 1. til 2. október 2004, skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að hafa forgöngu um aðgerðir til að auka heilbrigði íslendinga með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Fundurinn leggur til að gerð verði áætlun í þessu skyni sem hafi heilsurækt til efl- ingar lýðheilsu á íslandi að leiðarljósi. Höfð verði til hliðsjónar markmið-11 ígildandi heilbrigðisáætlun og markmið Manneldisráðs varðandi mataræði og nær- ingarefni. Mótuð verði stefna af hálfu ríkisstjórnar- innar sem fjallaði um: a. verðlækkun hollustuvara og bætta merkingu matvæla, b. almenningsfræðslu, c. aukna kennslu í næringarfræði og aukna hreyf- ingu í leik- og grunnskólum, d. stuðning við menningartengda hreyfingu barna og unglinga, svo sem ýmis konar dans, ratleiki o.fl., auk keppnisíþrótta, e. aukna áherslu á almenningsíþróttir og aðstöðu almennings til útivistar og annarrar hreyfingar. Haft yrði í huga að gera þetta að sjálfsögðu, spenn- andi og skemmtilegu verkefni fyrir þjóðina til að fást við og að það hefði þverpólitíska skírskotun. Sköpuð yrðu skilyrði fyrir þegnana til að velja skynsamlega í þessum efnum, þannig að bágur efnahagur og skortur á fræðslu og upplýsingum hefði sem minnst áhrif á ákvarðanir til heilsubótar. 4. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Nesi við Seltjörn dagana 1. til 2. október 2004, felur stjórn LÍ að móta stefnu um fjölgun sjálfstætt starfandi heim- ilislækna og fjölbreyttara rekstrarform í heilsugæsl- unni. Unnin verði greinargerð um stöðu heimilis- lækninga hérlendis og hún borin saman við þróun reksturs heimilislækninga í nágrannalöndum okkar. Greinargerðin skal fjalla um, hverju þurfi að breyta í lögum og reglugerðum hér á landi til að auka sjálf- stæði heimislækna og hvernig rammasamningur Læknafélags íslands við heilbrigðisyfirvöld fyrir sjálf- stætt starfandi heimilislækna gæti litið út. Greinar- gerðin verði lögð fyrir næsta aðalfund LÍ. 5. Aðalfundur Læknafélags Islands, haldinn dagana 1. og 2. október 2004, í Nesi við Seltjörn, heimilar áframhaldandi fjárstuðning til Læknafélags Akureyr- ar við uppbyggingu lækningaminjasafns í Gudmanns Minde á Akureyri allt að kr. 1.000.000 árið 2005 enda komi sama upphæð á móti með frjálsum framlögum frá öðrum. Aðalfundurinn skorar á Akureyrarbæ að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hægt verði að endur- byggja húsið ásamt viðbyggingu í upprunalegri mynd. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Læknafé- lags íslands sem haldinn var 12. október voru gerðar töluverðar breytingar á skipan siðfræði- ráðs félagsins. Úr ráðinu gengu Einar Oddsson, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir og Örn Bjarnason. Nýir ráðsmenn eru Benedikt Ó. Sveinsson, Jón G. Snædal og Kristín Sigurðardóttir. Siðfræðiráð er því þannig skipað: Arna Rún Óskarsdóttir, Ástríður Stefánsdóttir, Benedikt Ó. Sveinsson, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Sveinn Kjartansson og Jón G. Snædal formaður. Ráðið er skipað til tveggja ára. Læknablaðið 2004/90 777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.