Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 42
FRÆÐIGREINAR / HEILABILUN ALDRAÐRA Tafla VI. Lifun eftir fyrsta mat í hjúkrunarþörf. Karlar Fjöldi Eitt ár Tvö ár Þrjú ár Engin heilabilun 192 62% 49% 33% Vasg heilabilun 167 75% 57% 35% Þó nokkur heilabilun 248 62% 43% 29% Mikil heilabilun 149 66% 41% 25% Afar mikil heilabilun 38 50% 34% 18% Konur Engin heiiabilun 339 71% 58% 44% Væg heilabilun 296 73% 53% 42% Þó nokkur heilabilun 438 80% 66% 51% Mikil heilabilun 262 80% 66% 47% Afar mikil heilabilun 64 78% 56% 45% Tölurnar gefa til kynna hversu hátt hlutfall aldraöra var á lífi eftir eitt, tvö og þrjú ár Tafla VII. Spáþættir lifunar hjá körlum skoðaöir eftir stigi heilabilunar. Heilabilun Fjöldi Áhættu- stuðull* Vikmörk p-gildi Engin 192 Líkamlegt heilsufar 1,088 1,033 -1,146 < 0,001 192 Stjórn á þvaglátum og hægðum 1,061 1,011 -1,113 0,016 - 192 Aldur við fyrsta mat 1,021 0,999 -1,044 0,061 - 192 Lyfjagjöf 0,937 0,878 -1,001 0,054 - 192 Andleg líðan 1,047 0,979-1,119 0,180 Væg 167 Aldur við fyrsta mat 1,039 1,017 -1,063 < 0,001 - 167 Hreyfigeta 1,064 0,996 -1,136 0,066 Þó nokkur 248 Aldur við fyrsta mat 1,030 1,012 -1,048 < 0,001 - 248 Hreyfigeta 1,059 1,000 -1,121 0,049 - 248 Hæfni til að klæðast 1,039 0,981 -1,101 0,191 Mikil eða afar mikil 187 Óróleiki 1,083 1,021 -1,15 < 0,01 - 187 Hreyfigeta 1,057 1,002 -1,114 0,040 - 187 Aldur við fyrsta mat 1,024 1,001 -1,048 0,043 - 187 Stjórn á þvaglátum og hasgðum 1,036 0,985 - 1,090 0,167 - 187 Andleg líðan 0,950 0,881 -1,024 0,182 * Áhættustuóull þýóir t.d. fyrir hreyfigetu hjá körlum aó ef viö berum saman tvo karla með þó nokkra heilabilun sem eru eins að öllu leyti nema aó annar er meó einu stigi hærra í hreyfigetu þá er sá aóili í 5,9% meiri áhættu á hverjum tíma að deyja. hjúkrunarþörf. Þar sést að aldraðir eru í mestri hættu á því að deyja á fyrsta árinu eftir vistunarmat. Hlutfall karla sem voru enn á lífi þremur árum eftir vistunar- mat er 30% en hlutfall kvenna er 46% og er munur- inn marktækur, p<0,01. Tafla VII sýnir þætti í vistunarmatinu sem spá fyrir um lifun eftir fyrsta mat í hjúkrunarþörf. Sá þáttur sem hefur mest spágildi er aldur við fyrsta mat og er hann marktækur á öllum stigum heilabilunar auk þess að vera nálægt því að vera marktækur hjá þeim sem eru ekki taldir með heilabilun. Hreyfigeta mælist einnig marktækur þáttur á flestur efri stigum heilabil- unar. Óróleiki ereinnig sterkur spáþáttur hjá körlum með mikla eða afar mikla heilabilun en að öðru leyti var ekki marktækur munur á hópnum. í töflu VIII kemur fram að aldur við fyrsta mat og skert hreyfigeta eru sterkustu spáþættir lifunar hjá konum. Hreyflgeta mælist ekki sem spáþáttur hjá þeim sem ekki eru taldir með heilabilun. Skert stjórn á þvaglátum og hægðum hjá konum með vægt stig heilabilunar spáir lengri lifun en marktækni er nálægt viðmiðunarmörkum. í töflu IX sést að það er nokkur breytileiki á stigi heilabilunar eftir hjúkrunarheimilum. Misjafnt er eftir hjúkrunarheimilum hvort heilabilaðir hafa for- gang á vistun en sum hjúkrunarheimili eru með sér- stakar heilabilunardeildir. Umræða Komið hefur fram í erlendum rannsóknum að heila- bilun er stærsti áhættuþáttur vistunar (1). í þessari rannsókn voru tæplega fjórir fimmtu hlutar þeirra sem voru vistaðir í hjúkrunarrými með heilabilun á einhverju stigi og er það sama niðurstaða og fékkst í eldri rannsókn á vistunarmatinu (9). Aðrir áhættu- þættir vistunar fyrir heilabilaðan einstakling eru með- al annars: léleg vitræn geta (10), langur tími frá grein- ingu heilabilunar (10) og léleg ADL (athafnir daglegs lífs) geta (10). Það þarf ekki að koma á óvart að gott samband við aðalumönnunaraðila minnkaði líkur á vistun (11). Auk þess voru minni líkur á vistun ef ættingjar voru duglegir við létta undir aðalumönnun- araðila með ADL aðstoð en næturaðstoð var einnig mjög mikilvæg (12). Læknar og þá sérstaklega heimilislæknar þurfa að vera vakandi fyrir minniskvörtunum skjólstæðinga sinna þar sem það er mjög mikilvægt að greina heilabilun á frumstigi. Yfir helmingur aldraðra í samfélaginu sem er með heilabilun hefur ekki verið greindur með heilabilun af lækni (13-16) en þetta á helst við aldraða með væga heilabilun. Mikilvægt er að greina tegund heilabilunar fljótt í sjúkdómsferlinu þar sem lyfjameðferð styður Alzheimersjúklinginn í að halda getu sinni lengur (17). Auk þess er líklegt að notkun lyfjanna minnki kostnað í heilbrigðiskerfinu (18), meðal annars með því að fresta varanlegri vistun í hjúkrunarrými um einhvern tíma (19). Talið er að heilabilun af völdum Alzheimer sjúk- dóms muni næstum því fjórfaldast á næstu 50 árum og að einn af hverjum 45 Bandaríkjamönnum muni þá þjást af Alzheimersjúkdómi (20). Heilabilun virð- ist hrjá 5-8% þeirra sem eru 65 ára og eldri, 15-20% þeirra sem eru 75 ára og eldri og 25-50% þeirra sem eru eldri en 85 ára (21). Sýnt hefur verið fram á að heilabilun styttir lífslíkur fólks (22, 23). Þegar stig heilabilunar við vistun var skoðað í þess- ari rannsókn kom í ljós að eftir því sem heilabilun var meiri hjá körlum þá vistuðust þeir yngri en það sama átti ekki við um konur, þó með þeirri undantekningu að konur með afar mikla heilabilun vistuðust yngri en 770 Læknablaðið 2004/90 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.