Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKRÁNING SÉRLYFJA Vínna að lyfjamálum sumarið 1963 og fyrsta skráníng sérlyfja Þorkell Jóhannesson Ég haföi verið í framhalds- námi í lyfjafræði í Danmörku frá hausti 1959. Ég hafði að vísu einnig gegnt skyldu í héraði sumarið 1960 og unnið á spítala sumarið 1961. Vorið 1963 var svo komið að mér var í mun að komast til Banda- ríkjanna vegna rannsókna minna og fékk til þess Ful- brightstyrk frá hausti 1963 að telja. Aður en ég færi vestur skyldi ég vinna að lyfjamálum á Islandi á vegum landlæknis í eina fjóra mánuði. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þorkell Jóhannesson, Oddagötu 10, 101 Reykjavík dr. thorkell@simnet. is Höfundur er læknir og prófessor úr embætti. Tilskipun Kristjáns konungs 5. og lyfsölulög Mér var ætlað að „undirbúa framkvæmd lyfsölulaga" eins og það hét víst í ráðningarbréfi meðan ég væri hér á landi þá um sumarið. Þótt merkilegt megi heita höfðu engin lög um lyf, lyfsölu eða framleiðslu lyfja gilt hér á landi til þessa tíma, heldur einungis verið farið eftir konunglegri tilskipun Kristjáns konungs V. um lækna og lyfsala frá 4. desember 1672. Margt er merkilegt við þessa tilskipun. í fyrsta lagi eru ákvæði tilskipunarinnar, sem er alls 30 grein- ar, yfirleitt ljós og kjarnmikil. Þetta hefur svo í öðru lagi leitt til þess að efnislega er ýmis ákvæði tilskip- unarinnar enn að finna í gildandi lögum um lækna og í lyfjalögum. í þriðja lagi gilti tilskipunin óvenjulega lengi. Má þannig ætla að varðandi lækna hafi hún gilt að miklu leyti til 1932 að lög nr. 47/23. júní 1932 um lækningaleyfi og fieira tóku gildi. Varðandi lyf, lyfsölu, lyfjafræðinga o.fl. gilti tilskipunin hins vegar hvorki meira né minna en í full 290 ár, eða þar til lyfsölulög nr. 30/29. apríl 1963 tóku gildi 1. júlí það ár. í fjórða lagi er það enn athyglisvert að færa má rök fyrir því að tilskipunin hafi fyrst verið birt íslendingum á Alþingi 1773, eða sem næst 100 árum eftir útgáfu hennar. Sú skýring kann að vera á þessu að tilskipunarinnar var engin þörf á íslandi fyrr en eftir að fyrsti landlækn- irinn (Bjarni Pálsson 1760) og fyrsti lyfsalinn (Björn Jónsson 1772) hófu störf í Nesi við Seltjörn. Á árunum eftir 1920 höfðu verið gerðar ýmsar til- raunir til setningar laga um lyf og lyfsölu, en þær allar runnið út í sandinn þangað til 1963, ef undan er skilin setning sérlaga, svo sem um ópíum o.fl. (lög nr. 14 20. júní 1923) og lög um gjöld vegna kostnaðar við eftir- lit með lyfjabúðum (lög nr. 7 4. júní 1924). Varð mér fljótlega ljóst að mjög hafði verið tekist á um setningu laga um lyf og lyfsölu áratugum saman. Síðar gerði ég nokkra grein fyrir þessum málum (Nokkur atriði um lög, lagafrumvörp og tilskipanir um lyf og lyfja- mál á íslandi: Læknaneminn 1979; 32; 36-52; Tíma- rit um lyfjafræði 1979; 14: 71-84). Úr aðgengilegum heimildum má lesa að áratugalangt þóf í þessu efni var, svo sem við var að búast, mjög vegna hagsmuna- gæslu. Mismunandi fagleg sjónarmið skiptu og máli og sömuleiðis, og ef til vill ekki síst, persónulegur ríg- ur eða andúð milli manna. Það er hér ekki úr vegi að skjóta inn að þessi sömu atriði hafa vissulega öll skipt máli í alkunnu þófi við setningu laga um fjölmiðla á liðnu vori og þessu sumri. Undirbúningur laganna frá 1963 gekk ekki held- ur áfallalaust. Fyrst áttu tveir menn, Sigurður Sig- urðsson (1903-1986), landlæknir, og forstjóri Trygg- ■gxSfe, 3 öíjríflidu bciiti Smiuaff ©ubá Ttaait/ j?ongc (il ©anmarct oc ííorgí/ teCSGcntcrSoc @o(§eriJ/ jþethig /XSwKÍíS) ubi SieKoig / Jjolfien/Sfotmnrn oc©o(mcr(ten / Qitcff, ÖBmíw oe ubi/OlbcnborgoclOchiim^orfl. ©iorenDe oiflerligi/ níSQinllermiaöigtt crft'vcrfoífiofcrnc(«í>/ en »ií§orort>< nlng n( tabe utfinn hooreffter Medici, iibiijuib Medicini Praxinnn« Snnr / oc fnmpiliflc2(po(eeferne / fanoiíbennemoeöfommefnní)/ $cri SÖoriö Stfger oc fimbe/ (Ig/ iimtii SQinnöerletiS beromdiligenöiöoorber/ (luDehnfoe n(te((eocforl;oibe. t. fee fom begicrer.ní praflicere ubi nogen 'J'be eller Sfeb / i begge S3orc S jger oc ínnbe/ eltcr (igfor Mcdicinx Doftoribus ubgiffoe /ftu[< le ep nnfngib elicr lilliebib nf praðiccre eilerfor Medicinx Doftonbui elltr Liccnciatis paltere, fcrenb bt ljaffvcr fig ^oáFaculcatem Medicam iSQorií Refidcntz ©ínbJíicbenijnfit nngiffoeí oc frcmoili beriii ricfige Teftimonia Promotionislcgitimx.bcg beriueb ide atforfiaaeí be Mc- dici, fom 5}i felff fil Slovib tgcn S.icnni|!e oc Opoarfnmg nllcrnnnbigfi nnfngcr a. S3oribegiieinbfíbbcocUnbcrfnnffefTuaetcreff(cr / fnn frembf be oiKeibiffcSÍjgerocínnbefor Mcdicin* Doftoribus nnfeeb/ oc íilftebis! nf prafticereeilerinnbremuaí’crforfreituiiib / íngeGradum Doftora- tusinMedicmai<3!orUniverntcrifficbenijnffn. Ocpnnbc(ingenen< (en Sremineb ellcr (Jiibfcb figffulle unbflplbeincbforfioreOmfofinínger/ bn ffnlbef octrecn JoerCandidatodlInbf/gradum Doftorarus in Mcdi- cina nf fnge in Collcgio Acadcmicooin bnnbbel bcgicrer/for Ontfo(i< niug nffpnre/ fcetler eubiCOot gtue ífircfe effftr Fundarzen; £>c (Tnl Fa- cultas Mcdica |hn modcrcre fumpcus promotionis nf be icfe offoer< gnar-fMlfffrtbitfÍH&bfpffceSiljbnler/ dcpofito Academico ber ibereg< nif/ bogFundarzen fjeUcí i nnbre íOfnabcruforfrencfef. 3. ©cfom il'nn fOfnnbercrelcgitimépromoti Medici, ffu[Iea[Iee> ne ^nffoe mag( offoer nlf i SQore Sijgerccf anbe ^uor bericf þielp befjefp olbotbegierií nfprafticere, confulrere ocnllnnbef forreffe/ fombenne berib Profefijon gtmeí er. 4* 3ngen ubcn promoti Mcdici fom forrmelbef / mnn (ilfiebib Medicamcnta inboorfiö nf exhibereeHerforfTriffoe; anennbreonrrc figapbKcfere/ SSnrlfltte/ Chymiftcr, Oculifter, SSrucffnlebere / £i0«d> Mynd 1. Myndirt sýnir upphafsgreinar tilskipunar Kristjáns konungs V. um lækna og lyfsala frá 4. desember 1672. í 1. og 2. gr. rœðir um kunnáttu lœkna og próf og í 3. grein að einungis þeir sem hlotið hafi viðurkenningu sem lœknar megi sinna lœknisstörfum. 14. gr. eru réttindi lœkna nánar skilgreind. ingastofnunar ríkisins að undirbúa lögin. Sigurður sagði mér síðar að hann hefði hlutast til um það að prófessorinn í lyfjafræði, Kristinn Stefánsson (1903- 1967), sem jafnframt var lyfsölustjóri (forstjóri Lyfja- verslunar ríkisins), og dósentinn í lyfjafræði lyfsala, dr. ívar Daníelsson (f. 1920), sem jafnframt var eftir- litsmaður lyfjabúða, kæmu einnig að starfinu. Þetta var haustið 1959. Drög að lögunum sá ég fyrst þegar sumarið 1960, en síðan var sem sagt togast á um text- ann til 1963. Mestu skipti þó að veruleg átök urðu um framkvæmd laganna frá 1963. Varð ég óhjákvæmilega liður í þeim átökum og sætti á tímabili umtalsverðu aðkasti af hálfu allmargra lækna fyrir hluti sem nú í dag þykja sjálfsagðir. Sama gilti og að nokkru leyti um lyfjafræðinga og lyfsala. Get ég ekki að því gert að þessi átök komu mér ungum og lítt sjóuðum talsvert í opna skjöldu og hafa skilið eftir á mér mörk og þarf þó allnokkuð til. Þegar lögin loksins tóku gildi 1. júlí 1963 var svo ákveðið að auk prófessorsins í lyflæknisfræði skyldu 792 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.