Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR / HÆTTULEG HÁLSBÓLGA Mynd 2. Mikil bólga í tonsillubeðnum hœgra megin (stutt ör) og Itliðrun á barkarennunni til vinstri yfir miðlínu. Eng- in ígerð og ekki fyrirferðaraukning í aftankoksrými. Segi í hœgri innri hóstarbláæð (löng ör). losti (septic shock) og þurfti töluvert vökvamagn í æð til að halda uppi blóðþrýstingi og þvagútskilnaði. Næsta dag sýndi röntgenmynd af lungum meiri íferð- ir. Hann var þá orðinn algerlega háður jákvæðum innöndunarþrýstingi með BiPAP vél til að halda uppi súrefnismettun. Lífsmörk voru þó stöðug og þvag- útskilnaður þokkalegur. Sýklarannsóknadeild FSA tilkynnti að ræktun úr hálsi sýndi einungis eðlilega hálsflóru. Fyrstu niðurstöður hráka- og blóðræktana bentu til vaxtar af hemolytískum streptókokkum af flokki C, (síðar greint sem Streptococcus millerí). í Grams litunum frá ræktunarflöskum fyrir loftfæln- ar bakteríur, sáust Gram neikvæðir stafir en óvíst af hvaða gerð. Fljótlega eftir komu var talið líklegast að útgangs- punktur sýkingarinnar væri í hálsi. Sjúklingur var mjög bólginn í koki og aðrar orsakir fundust ekki. Andnauð hans jókst uns hann nær örmagnaðist. A þriðja degi eftir innlögn var hann svæfður, barkaþræddur og sett- ur í öndunarvél. Eftir það fór ástand hans batnandi, lungnamyndir sýndu minnkandi íferðir, kreatinín fór lækkandi, blóðfiögur hækkuðu en CRP hélst þó áfram hátt, um 200-250. Gram neikvæðu stafirnir í blóðinu vildu ekki vaxa frekar og því talið líklegt að þeir væru loftfælnir. Var sýklalyfjameðferð þá breytt. Haldið var áfram með ceftríaxón en bætt við klindamýsín 900 mg x 3 í æð. Voru þessar bakteríur sendar á sýklafræðideild Landspítala til frekari greiningar. Par var staðfest að um var að ræða loftfælna Gram neikvæða stafi sem ekki gerjuðu sykra (asaccharolytic), líklega Fusobact- eríum sp. Gott næmi var fyrir penicillíni, klindamycíni og metronídazóli. Ákveðið var að senda þær til Stat- ens Seruminstitut í Kaupmannahöfn, til staðfestingar og frekari greiningar. Á íimmta degi eftir innlögn er sogað var úr hálsi sjúklings áður en skipt skyldi um barkarennu, vall fram talsvert magn af illalyktandi greftri í munnhol hans. Tölvusneiðmynd af hálsi Mynd 3. Fjölmargir misstórir hnútar í lungum, frá einum og upp í 3 cm íþvermál. Sumir hnútanna eru með loftfylltar eyður í miðju. (mynd 2) sýndi þá mikla bólgu í kokeitlabeðnum hægra megin og hliðrun á barkarennu til vinstri yfir miðlínu. Ekki sást nein ígerð né fyrirferðaraukning í aftankoksrými (retropharyngealt). Ekkert loft sást umhverfis barkarennuna og benti það til þess að loft- vegurinn væri verulega þrengdur. Einnig kom í ljós að hægri innri hóstarbláæð (vena jugularis interna dxt.) var algerlega stífluð af segamyndun á öllu hálssvæð- inu, alveg upp að kúpubotni. Tölvusneiðmynd af höfði sýndi enga skuggaefn- isfyllingu í hægri bugastokk (sinus sigmoideus), var það talið merki um segafyllingu. Seginn teygði sig upp að mótum bugastokks og þverstokks (sinus trans- versus). Tölvusneiðmynd af brjóstkassa (CT thorax) sýndi fjölmarga misstóra hnúta, 1-3 cm í þvermál. Sumir hnútanna voru loftfylltir og var þetta túlkað sem sýktir blóðsegar til lungna (mynd 3). Haldið var áfram meðferð með ceftríaxón og klindamýsín og fór ástand hans smám saman batnandi. CRP lækkaði eftir að graftarkýli í hálsi hafði tæmst. Barkarenna var fjarlægð á 8. degi og hann útskrifaðist af gjörgæslu yfir á lyfjadeild á 13. degi eftir innlögn. Sýklalyfjameðferð var hætt á 18. degi. Hafði hann þá fengið ceftríaxón í 18 daga og klindamýsín í 12 daga. Á 18. degi eftir innlögn voru allar blóðprufur orðnar eðlilegar og sjúklingur búinn að ná sér að mestu. Eymsli og verkur í hálsi og koki voru horfin og hann farinn að matast eðlilega. Hann var þó með hitaslæðing sem hvarf 3-4 dögum eftir að sýklalyfjum var hætt. Hjartaómskoðun var endurtekin 24 dögum eftir innlögn og var hún eðlileg. Prjátíu dögum eftir innlögn, þegar komið var að útskrift, voru röntgen- rannsóknir endurteknar. Tölvusneiðmyndir af höfði og hálsi sýndu að innri hóstarbláæð og bugastokkur hægra megin voru enn segafyllt en önnur bólga nán- ast horfin. Tölvusneiðmynd af lungum sýndi enn fjöl- marga misstóra hnúta í lungum er fóru minnkandi. Eftir útskrift kom í ljós að loftfælna bakterían Fuso- bacterium necrophorum af undirflokknum necropho- rum hafði vaxið úr blóðræktunum. 764 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.