Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKRÁNING SÉRLYFJA / STOFNFRUMURANNSÓKNIR eigin hvötum og annarra, á hans fund og hafði uppi svipaða málaleitan og læknar báru fram með form- legri samþykkt. Ég tel efalaust að ráðherra hafi kynnt landlækni andstöðu lækna og lyfsala gegn lyfsölulögum og þá sérstaklega gegn skráningu sérlyfja. Ég tel og einsýnt að Sigurður Sigurðsson, landlæknir, hafi ráðið mestu um að ekki var frá lögunum hvikað og látið á þau reyna í framkvæmd. í Ijósi þróunar síðari tíma hefði og annað beinlínis verið hrapallegt. Sigurður Sigurðsson var vandaður embættismað- ur. Hann barði ekki bumbur en gat verið ærið fastur fyrir ef honum fannst það rétt og við eiga. Hann var samt umfram allt málsvari sanngirni og meðalhófs. Ég átti síðar eftir að kynnast Sigurði enn betur, m.a. vegna setningar laga um eiturefni og hættuleg efni og málefna því tengdu, og hans er gott að minnast. Þakkarorð Dr. Ólafur Halldórsson, handritafræðingur, las á sínum tíma yfir með mér frá orði til orðs tilskipun Kristjáns konungs V. Eru honum færðar þakkir fyrir. Sigrúnu E. Sigurðardóttur og Páli G. Ásmundssyni er þakkað lán á tölvumynd af dr. Sigurði Sigurðs- syni, landlækni. Óttari Kjartanssyni er þökkuð gerð tveggja tölvumynda af lagatextum og frú Jóhönnu Ed- wald fyrir aðstoð við gerð handrits. DIOVAN HEITI LYFS Diovan 80 mg eða 160 mg filmuhúðaðar töflur. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 80 mg af valsartan Ábendingar Háþrýstingur. Skammtar og lyfjagjöf Ráðlagöur skammtur af Diovan er 80 mg einu sinni á dag. Hámarks áhrif á blóðþrýsting sjást eftir 4 vikna meðhöndlun. Hjá sumum sjúklingum þar sem blóðþrýstingi er ekki nægilega vel stjórnað má auka skammtinn í 160 mg. Einnig má gefa Diovan með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum. Samtímis gjöf þvagræsilyfja, svo sem hýdróklórtíazíös mun lækka blóðþrýsting enn meira hjá þessum sjúklingum. Diovan má taka óháð máltíðum en á að taka með vökva. Sama skammt má nota jafnt hjá eldri sem yngri sjúklingum. Ekki þarf að aölaga skammta sérstaklega fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun > 10 ml/mín). Hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi án gallteppu ætti skammtur af valsartan ekki að fara yfir 80 mg. Ekki hefur verið sýnt fram á verkun og öryggi Diovan hjá börnum. Frábendingar Ofnæmi fyrir einhverjum af innihaldsefnum Diovan. Meðganga og brjóstagjöf. Alvarleg lifrarbilun, skorpulifur og gallteppa. Al- varlega skert nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun < 10 ml/mín.) og sjúklingar í blóðskilun. Sérstök varnaðarorö og varúðarreglur við notkun: Hækkun á kalíum í blóði Samtímis gjöf kalíumuppbótar, kalíumsparandi þvagræsilyfja, saltuppbótar sem innihalda kalíum eða lyfja sem geta aukið þéttni kalíum (heparín, o.fl.) ætti að nota með varúð og tíðum mælingum á kalíumgildum. Sjúklingar með alvarlega langvinna hjartabilun Hjá sjúklingum þar sem starfsemi nýrna gæti byggt á virkni renín-angíótensín-aldósterón kerfisins (t.d. sjúklingar með alvarlega hjartabilun), hefur meðferð með ACE hemlum veriö tengd þvagþurrð og/eða versnandi blóðnituraukningu og í einstaka tilfelli bráðri nýrnabilun. Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi við notkun Diovan hjá sjúklingum með alvarlega hjartabilun. Því er ekki hægt að útiloka að hömlun á renín-angíótensín-aldósterón kerfinu geti tengst skerðingu á nýrnastarfsemi. Natríumskortur og/eða minnkað blóðrúmmál Hjá sjúklingum með alvarlegan natríumskort og/eða minnkað blóðrúmmál, eins og þeim sem fá stóra skammta af þvagræsilyfjum, geta í einstaka tilfellum komið fram einkenni um lágþrýsting eftir að Diovan meðferð er hafin. Natríumskort og/eða minnkað blóðrúmmál á því að leiðrétta áður en meðferð er hafin með Diovan - t.d. með því að minnka skammt af þvagræsilyfjum. Nýrnaslagæðarþrengsli Hjá sjúk- lingum með nýrnaslagæðarþrengsli báðum megin eða með þrengsli til annars nýrans, hefur ekki verið sýnt fram á öryggi Diovan. Skammtíma gjöf Diovan til 12 sjúklinga með nýrnaháþrýsting auk nýrnaslagæðarþrengsla öðrum megin orsakaði ekki marktæka breytingu á blóðflæði nýrna, kreatíníni í sermi eða þvagefni í blóöi. Samt sem áður, þar sem önnur lyf sem hafa áhrif á renín-angíót- ensín-aldósterón kerfiö geta aukið þvagefni í blóði og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með nýrnaslagæðarþröng öðrum megin, er mælt með eftirliti til öryggis. Nýrnaígræösla Enn sem komið er er engin reynsla af öryggi notkunar Diovan til meöhöndlunar hjá sjúklingum sem nýlega hafa gengist undir nýrnaígræðslu. Aldósterónheilkenni Ekki ætti að meðhöndla sjúklinga með aldósterónheil- kenni með Diovan þar sem sjúkdómurinn hefur áhrif á renín-angíótensín kerfið. Ósæðar- og miturlokuþrengsli, hjartavöðvakvilli með þrengingu Eins og með öll önnur æðavíkkandi lyf, ætti að gæta varúðar hjá sjúklingum með ósæðar- eða míturlokuþrengsli eða hjartavöðvakvilla með þrengingu. Skert nýrnastarfsemi Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og kreatínínúthreinsun >10 ml/mín. Skert lifrarstarfsemi Hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi án gallteppu ætti að nota valsartan með varúð. Skammtur af Diovan ætti ekki að fara yfir 80 mg. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Engar lyfjahvarfa milliverkanir sem hafa klíniskt mikilvægi hafa komið fram viö eftirfarandi lyf sem algengt er að séu notuð til þess að meðhöndla sjúklinga með háþrýsting: címetidín, warfarín, fúrósemíö, dígoxín, atenólól, indómetasín, hýdróklórtíazíð, amlódipín og glíbenklamíð. Samtímis notkun kalíumuppbótar, kalíumspar- andi þvagræsilyfja, saltuppbótar sem inniheldur kalíum eða annarra lyfja sem geta aukið kalíum þéttni (heparín o.s.fv.) ætti að nota með varúð og með tíöum mælingum á kalíum. Auka má áhrifin á háþrýsting með því að gefa önnur háþrýstingslyf. Tilkynnt hefur verið um afturkræfa aukningu á styrk litíums í sermi og eiturverkun við samhliöa notkun með ACE hemlum. Engin reynsla er af samhliða notkun valsartan og litíums. Því er ráðlagt að fylgjast með styrk litíums í sermi meðan það er notað samhliða. Meðganga og brjóstagjöf Ekki ætti að nota Diovan á meðgöngu. Ef þungun verður á meðan á meðferð stendur skal hætta Diovan meðferð eins fljótt og hægt er. Konur með barn á brjósti eiga ekki að taka valsartan. Aukaverkanir Höfuðverkur 9,8% (lyfl. 13,5%). Svimi 3,6% (lyfl. 3,5%). Veirusýkingar 3,1 % (lyfl. 1,9%). Sýkingar í efri öndunarvegi 2,5% (lyfl. 2,4%). Hósti 2,3% (lyfl. 1,5%). Niöurgangur 2,1 % (lyfl. 1,8%). Þreyta 2,1 % (lyffl. 1,2%). Nefslímubólga 2,0% (lyfl. 2,3%). Skútabólga (sinusitis) 1,9% (lyfl. 1,6%). Bakverkir 1,6% (lyfl. 1,4%). Kviðverkir 1,6% (lyfl. 1,0%). Ógleði 1,5% (lyfl. 2,0%). Kokbólga (pharyngitis) 1,2% (lyfl. 0,7). Liðverkir (arthralgia) 1,0% (lyfl. 1,0). Aðrar aukaverkanir, sem höfðu tíðni undir 1 % eru eftirfarandi: liðbólga, þróttleysi, tárubólga, blóðnasir, þunglyndi, maga- og garnabólga, krampar í fótum, vöðvakrampar, vöðvaþrautir, taugahvot, svefnleysi og svimi. Ekki er vitaö hvort þessi áhrif eru í orsakasambandi við valsartan meðferð. Eftir markaðssetningu hafa komiö fram sjaldgæf tilfelli af ofsabjúg, útbrotum, kláða og öðrum ofnæmisviðbrögðum, þar með talið sermissótt og æöabólga, mjög sjaldgæf tilfelli af skertri nýrnastarfsemi; í sumum tilvikum var fyrirliggjandi nýrnaskerðing aukin tímabundið. Mjög fá tilfelli hafa verið af blæðingu og blóðflagnafæð. HANDHAFI MARKAðSLEYFIS Novartis Healthcare A/S, Lyngbyvej 172, 2100 Kobenhavn 0, Danmörk. Umboð á Islandi: PharmaNor hf., Hörgatúni 2,210 Garðabær. Pakkningar og verð 1. október 2004: Diovan töflur 80 mg: 28 stk. 3.769 kr., 98 stk. 10.056 kr.; töflur 160 mg: 28 stk. 4.745 kr., 98 stk. 13.725 kr. Ath. textinn er styttur. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá Novartis í síma 535-7000. DIOVAN COMP FORTE HEITI LYFS: Diovan Comp Forte. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver tafla inniheldur 160 mg valsartan og 12,5 mg hýdróklórtíazíð. Ábendingar Meðferð á háþrýstingi. Samsetning Diovan Comp Forte (160 mg valsartan / 12,5 mg hýdróklórtíazíð) er ætlaö til meðferðar hjá sjúklingum þegar valsartan gefið eitt sér er ekki nægjanlegt til stjórnunar á blóðþrýstingi. Skammtar og lyfjagjöf. Ráðlagður skammtur af Diovan Comp Forte er ein filmuhúðuð tafla á dag. Ráðleggja á einstaklingsbundna aðlögun skammta með hvorum þætti. Ef það er klíniskt mikilvægt má íhuga að skipta beint af meðferð með einu lyfi yfir á föstu skammtasamsetninguna. Diovan Comp Forte 160 mg /12,5 mg má gefa til meðferöar hjá sjúklingum þegar Diovan 160 mg gefið eitt sér er ekki nægj- anlegt til stjórnunar á blóðþrýstingi. Hámarks blóðþrýstingslækkandi áhrif Diovan Comp Forte sjást innan 2-4 vikna. Frábendingar Ofnæmi fyrir valsartani, hýdróklórtíazíði, súlfónamíð afleiddum lyfjum eða einhverjum af innihaldsefnunum. Meðganga og brjóstagjöf (sjá kaflann Meðganga og brjóstagjöf). Alvarleg lifrarbilun, skorpulifur og gallteppa. Alvarlega skert nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun <30 ml/mín), þvagþurrð og sjúklingar í blóðskilun. Verulegur kalíum- eða natríumskortur, kalsíumhækkun í blóði og óhóflega mikiö magn þvagsýru í sermi með einkennum. Aukaverkanir: Samsetning með föstum skammti Mjög algengar (>1/10); algengar (>1/100, <1/10); sjaldgæfar (>1/1000, <1/100); mjög sjaldgæfar (>1/10.000, <1/1000); örsjaldan koma fyrir (<1/10.000). Blóð og eitlar örsjaldan koma fyrir: Blóðflagnafæð, blóðleysi. Eyru og völundarhús Mjög sjaldgæfar: Svimi, suð fyrir eyrum. Augu Sjaldgæfar. Óeðlileg sjón. Meltingarfæri og ástand tengt íkomuleiö Algeng- ar: Niðurgangur. Sjaldgæfar: Ógleði, meltingartruflanir, kviðverkir. Almennar aukaverkanir og ástand tengt íkomuleið Algengar: Þreyta. Mjög sjaldgæfar: Sviti. örsjaldan koma fyrir: Blæöing, bjúgur, blettaskalli. Ónæmiskerfi örsjaldan koma fyrir: Ofurnæmi og ofnæmisviðbrögð, sermissótt. Sýkingar af völdum baktería og sníkjudýra Algengar: Nefkoksbólga. Sjaldgæfar: Efri loftvegasýkingar, þvagsýkingar, veirusýkingar, nefslímubólga. Rannsóknarniðurstöður Sjaldgæfar: Aukin þvagsýra í sermi, aukið kreatínín og bílírúbín í blóði, kalíumbrestur, natríumbrestur. Stoðkerfi, stoðvefur, bein. Sjaldgæfar: Liðverkir, að snúa sig eða togna, liðbólga. Mjög sjaldgæfar: Vöðvaverkir, þróttleysi í vöðvum. Taugakerfi Sjaldgæfar: Sundl. öndunarfæri, brjósthol og miðmæti Sjaldgæfar: Hósti. Húð og undirhúð örsjaldan koma fyrir: Ofsabjúgur, útbrot, kláði, bólga í æðum húðar. Nýru og þvagfæri Sjaldgæfar: Aukin tíðni þvagláta. Hjarta og æðar. Sjaldgæfar: Verkur fyrir brjósti. Mjög sjald- gæfar: Lágþrýstingur. Örsjaldan koma fyrir: Hjartsláttartruflun. Viðbótarupplýsingar um hvorn efnisþátt um sig: Aukaverkanir sem áður hefur verið tilkynnt um varðandi annan hvorn efnisþáttinn geta hugsanlega átt við um Diovan Comp Forte, jafnvel þótt þeirra hafi ekki orðið vart í klínískum rannsóknum á þessu lyfi. Valsartan Koma öðru hvoru fyrir: Liðverkir, bakverkir og skútabólga. Mjög sjaldgæfar: Maga- og garnabólga, taugahvot, þróttleysi, tárubólga, blóðnasir, þunglyndi, krampar í fótum, sinadráttur, svefnleysi og svimi. Eftir markaðssetningu hafa komið fram mjög sjaldgæf tiivik um ofsabjúg, útbrot, kláöa og önnur ofnæmis/ofnæmisviðbrögð, þar með talin sermissótt og æðabólga, í einstaka tilvikum skert nýrnastarfsemi; stundum ágerðist skert nýrnastarfsemi sem fyrir var tímabund'iö. Ööru hvoru hefur verið tilkynnt um hækkun á lifrargildum hjá sjúklingum á meðferð með valsartani. Hýdróklórtíazíð Eftirtaldar aukaverkanir hafa komið fram hjá sjúklingum á meðferð með tíazíð þvagræsilyfjum eingöngu, þar með töldu hýdróklórtíazíði, oftast í stærri skömmtum heldur en eru í Diovan Comp Forte: Algengar: Ofsakláði og önnur útbrot, lystarleysi, væg ógleði og uppköst, réttstöðublóðþrýstingsfall, getuleysi. Mjög sjaldgæfar: Ljósnæming, hægðatregða, niðurgangur og meltingartruflanir, gallteppa eða gula frá lifur, hjartsláttartruflanir, höfuöverkur, svimi eða sundl, svefntruflanir, þunglyndi, náladofi, sjóntruflanir, blóðflagnafæð, stundum með purpura. Koma örsjaldan fyrir: Æöabólga með drepi og drep í húðþekju (toxic epidermal necrolysis), einkenni í húð lík rauöum úlfum, endurvakning á rauðum úlfum í húð, brisbólga, hvítfrumnafæð, kyrningahrap, bæling á beinmerg, blóðlýsublóðleysi, ofnæmisviðbrögö, öndunarerfiöleikar, þar á meðal lungnabólga og lungnabjúgur. HANDHAFI MARKAÐSLEYFIS Novartis Healthcare A/S, Lyngbyvej 172, 2100 Kobenhavn 0, Danmörk. Umboö á íslandi: PharmaNor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabær. Pakkningar og verð 1. október 2004: Diovan Comp Forte filmuhúðaðar töflur 172,5 mg: 28 stk. 4.759 kr., 13.810 kr. Ath. textinn er styttur. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá Novartis í síma 535-7000. Umboð á íslandi: PharmaNor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Læknablaðið 2004/90 795
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.