Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR / HÆTTULEG HÁLSBÓLGA bacterium og því auðvelt að missa af henni vegna yfir- vaxtar þeirra. Á undanförnum áratugum hafa hins vegar orðið miklar framfarir við ræktun á loftfælnum bakteríum og hefur sú þróun leitt í ljós hversu miklu hlutverki slíkar bakteríur gegna í sýkingum hjá mönnum. Heilkenni Lemierres hefur því fyrst og fremst ver- ið greint út frá klínískum einkennum. Árið 1954 kom fram tillaga um að skipta F. necro- phorum í 3 undirflokka, A, B og C (6). Flokkur C er í dag álitin sérstök tegund (species) og nefnist Fuso- bacterium pseudonecrophorum. Hinir tveir undir- flokkarnir, A og B, eru ólíkir hvað snertir útlit og líf- fræðilega og lífefnafræðilega eiginleika og er flokkur A nú nefndur F. necrophorum af necrophorum og flokk- ur B er nefndur F. necrophorum alfunduliforme. F. necrophorum af necrophorum er mun ágengari (virulent) og meira sjúkdómsvaldandi (pathogenic) en F. necrophorum af funduliforme. Flestar fyrri greinar um sýkingar af völdum F. necro- phorum í mönnum hafa ekki tiltekið um hvora undir- tegundina var að ræða, það er necrophorum eða fun- duliforme. F. necrophorum er hluti af eðlilegri bakteríuflóru í munnholi, meltingarvegi og þvagfærum manna og dýra (7). Sýnt hefur verið fram á mótefnamyndun gegn F. necrophorum, bæði hjá heilbrigðum og sýkt- um einstaklingum, væntanlega vegna eðlilegrar tilvist- ar hennar í munnholi og koki. Hvers vegna baktenan nær að brjótast í gegnum slímhúð og valda sýkingu er ekki alveg þekkt. Veiktir varnarhættir, til dæmis vegna hálssýkinga af völdum annarra baktería eða veira, eiga sennilega sinn þátt í því. Frá um þriðjungi sjúklinga með heilkenni Lemierres hafa ræktast aðrar bakteríur úr blóði sem tilheyra munnflóru. Þannig var einnig í okkar tilfelli. F. necrophorum er næm fyrir mörgum lyfjum, peni- sillínum, kefalósporínum, metrónídazól, klindamý- cin, tetracýklínum og klóramfenikóli (8). Sem með- ferð er oftast ráðlagt penisillín ásamt metrónídazóli eða klindamýcini eingöngu. Ráðlögð er meðferð í 2-6 vikur (9). Mikilvægur hluti meðferðar er tæming á graftarkýlum sem kunna að myndast. Aðgerð á bláæðabólgu (thrombophlebitis) á æðum í hálsi er ekki ráðlögð nema í sérstökum tilvikum. Lokun á þessum æðum gengur ekki til baka. Sýkingar af völdum Fusobacterium, eða necro- bacillosis, hjá mönnum má skipta í tvennt. Annars vegar er heilkenni Lemierres sem hér er til umræðu. Hins vegar getur necrobacillosis komið fyrir hjá eldra fólki með aðra undirliggjandi sjúkdóma þar sem upp- hafsstaður sýkingarinnar er þá gjarnan annars staðar en í hálsi eða höfði, til dæmis í meltingarvegi eða þvagfærum. Sýnt hefur verið fram á að heilkenni Lemierres er um 46-82% af öllum necrobacillosis tilfellum hjá mönnum og að allt að 75% sjúklinga eru karlmenn. Áður en sýklalyf komu til var dánartíðni af völd- um þessarar sýkingar talin vera á bilinu 30% til 90%. Síðar hefur hún verið metin um 17%. Heilkenni Lemierres er mjög sjaldgæft. í danskri rannsókn var nýgengi þess um það bil 1 per milljón (10). Ekki liggja fyrir neinar framsýnar (prospective) rannsóknir sem sýna hvert hið raunverulega nýgengi þessarar sjúkdómsmyndar er enda erfitt að fram- kvæma slíka rannsókn (11). Heimildir 1. Lemicrre A. On certain septicaemias due to anaerobic organ- isms. Lancet 1936; 1:701-3. 2. Langworth BF. Fusobacterium necrophorum: its characteristics and role as an animal pathogen. Bacteriol Rev 1977; 41: 373-90. 3. Courmont P, Cade A. Sur une septico-pyochemie de lliomme simulant la peste et causee par un strepto-bacille anaérobique. Archives de Medecine Experimentale et d'Anatomie Patholog- ique. 1900; 12:393-418. 4. Alston JM. Necrobacillosis in Great Britain. BMJ 1955; 2:1524-8. 5. Weesner CL, Cisek JL. Lemierre syndrome: the forgotten dis- ease. Ann Emerg Med 1993; 22:256-8. 6. Beerens H. Procédé de differenciation entre Spherophorus necr- ophorus (Schmorl 1891) et Spherophorus funduliformis (Hallé 1898). Ann Institut Pasteur (Lille) 1954; 86: 384-6. 7. Bennett KW, Eley A. Fusobacteria: new taxonomy and related diseases. J Med Microbiol 1993; 39: 246-54. 8. Tunér K, Nord CE. Antibiotic susceptibility of anaerobic bact- eria in Europe. Clin Infect Dis 1993; 16(Suppl 4): S387-9. 9. Gudiol F, Manresa F, Pallares R, Dorca J, Rufi G, Boada J, et al. Clindamycin vs penicillin for anaerobic lung infections. High rate of penicillin failures associated with penicillin-resistant Bac- teroides melaninogenicus. Arch Intern Med 1990; 150: 2525-9. 10. Hagelskjaer LH, Prag J,Malczynski J, Kristensen JH. Incidence and clinical epidemiology of necrobacillosis, including Lemierre's syndrome, in Denmark. 1990-1995. Eur J Clin Microbiol Infect Dis 1998; 17:561-5. 11. Hagelskjaer, Kristensen JH, Prag J. Human Necrobacillosis, with Emphasis on Lemierre's Syndrome. Clin Infect Dis 2000; 31:524- 32. 766 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.