Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / ÞROSKI FIMM ÁRA FYRIRBURA til að fá sem best snið af þroskamynstri barnanna. Við þroskamælingar var lífaldur fyrirbura ekki leiðréttur með tilliti til stuttrar meðgöngulengdar. Allir sérfræð- ingarnir sem komu að þessari rannsókn hafa að baki margra ára reynslu við skoðanir og þroskaprófanir á börnum. Við val á þroskaprófum var tekið mið af aldri barnanna og þörfum rannsóknarinnar fyrir réttmæt og áreiðanleg mælitæki sem næðu til helstu þroska- þátta. Valin voru staðalbundin bandarísk próf sem höfðu verið notuð hér á landi um langt skeið (30- 32, 40). Þrjú þeirra hafa verið rannsökuð, þar af tvö aðlöguð og eitt staðalbundið á íslandi. Spurningalisti um atferli barna og unglinga 4-16 ára (34, 35) sem notaður var til að fá upplýsingar um mat foreldra á hegðun barna sinna hefur einnig verið rannsakaður hér á landi (41). Við mat á vitsmunaþroska var not- að greindarpróf Wechslers (WPPSI-R) (30) sem ætlað er að mæla vitsmunaþroska barna á aldrinum þriggja ára til sjö ára og þriggja mánaða. Prófið skiptist í tvo hluta, verklegan og mállegan, sem hvor um sig er sex undirpróf. Niðurstöður eru reiknaðar frá fimm undirprófum úr hvorum prófhluta. Itarleg- ar upplýsingar liggja fyrir um mælifræðilega eigin- leika bandarísku stöðlunarinnar á WPPSI-R (42). Stöðlun WPPSI-R á íslandi (43) hófst nokkru á eftir þeirri rannsókn sem hér um ræðir og því var stuðst við frumþýðingu Jónasar G. Halldórssonar á fyrirmælum prófsins. Fyrir liggja vísbendingar um mælifræðilega eiginleika WPPSI-R og eldri útgáfu prófsins (44-46). Þegar um mikla þroskaskerðingu eða ákveðnar fatlanir er að ræða getur verið erfitt að mæla frammistöðu með WPPSI-R og þarf þá að beita öðrum eða sérhæfðari prófum (47-51). Við mat á málþroska var notuð íslensk stöðlun bandaríska málþroskaprófsins TOLD-2P sem kom út fyrir tæp- um áratug (40). Prófið metur málþroska barna frá tæplega fjögurra ára aldri til tæplega níu ára aldurs. Prófið byggir á sálmálfræðilegu líkani og felur í sér sjö undirpróf sem falla undir tvö málkerfi, hlustun og tal, og þrjá málþætti, setningafræði-, merkingafræði- og hljóðkerfisþátt. Mælitölur málkerfa og -þátta eru reiknaðar út eftir mælitölum undirprófa. ítarlegar upplýsingar liggja fyrir um réttmæti og áreiðanleika bandarískrar útgáfu TOLD-2P (31). Einnig liggur fyrir samanburðarrannsókn á samtímaréttmæti og áreiðanleika endurtekinnar prófunar íslensku þýð- ingarinnar (44). Þegar um var að ræða börn sem ekki náðu lægri málþroskaviðmiðum á TOLD-2P þurfti að grípa til annarra málþroskaprófa (52, 53). Við mat á skynhreyfiþroska og skynúrvinnslu var notað þroskaprófið Miller Assessment for Preschoolers (MAP) (32). Það gefur víðtækar upplýsingar um ýmsa þroskaþætti, sér í lagi skynjun, skynúrvinnslu, jafnvægi, samhæfingu og samspil ólíkra þátta þar sem einkum reynir á skipulag og framkvæmd við hreyfiathafnir. MAP prófið felur í sér 27 prófþætti sem skipa sér innan fimm kvarða en þeir eru: Grunnþættir skynjunar og hreyfinga, Samhæfing skynjunar og hreyfinga, Yrtir þættir, Óyrtir þættir og Samspil ólíkra þátta. Tölulegar niðurstöður fyrir heildarskor og fyrir hvern kvarða eru settar fram í hundraðsröð. Hin síðari ár hafa próffræðilegir eigin- leikar MAP verið kannaðir ítarlega (54-58). MAP hefur verið notað af iðjuþjálfum um árabil en er ekki staðlað hér á landi. Til að fá nánari mynd af fín- hreyfifærni barnanna í þessari rannsókn var stuðst við Finmotorisk Utvecklingsstatus 1-7 ár (FU). Það er markbundinn kvarði sem veitir aldursviðmið fyrir færni í fínhreyfingum og samhæfingu sjónar og handa (33). Þegar ekki var hægt að leggja þessi þroskapróf fyrir var annað próftæki notað (59). Spurningalisti yfir atferli barna og unglinga á aldrinum 4-16 ára (CBCL) er mikið rannsakaður (60-63). Þetta er staðl- aður matslisti sem kannar hegðun og tilfinningar hjá börnum og unglingum. Foreldrar svara ákveðnum fjölda fullyrðinga. Urvinnsla skilar niðurstöðum á T- kvarða eða hundraðsraðarkvarða. I rannsókninni voru notaðar skilgreiningar alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Orga- nization, WHO) á meðgöngulengd, fyrirburaskap og lágri fæðingarþyngd (36) og skilgreiningar WHO (International Classification of Impairments, Disab- ilities and Handicaps, ICIDH) á skerðingu (impair- ment), hömlun (disability) og fötlun (handicap) (37). Sjúkdómsgreiningar voru samkvæmt International Classification of Diseases-10 (ICD-10) (38, 39). Við tölfræðilega úrvinnslu var notuð lýsandi tölfræði, auk þess sem Kí-kvaðrats greiningu var beitt við saman- burð á hlutföllum en t-prófi eða Mann Whitney U- prófi við samanburð hópa. Þar sem ekki var um að ræða línulegt samband milli breyta var Kendalls að- ferð notuð til að reikna fylgni. Marktektarmörk voru sett við p<0,01 í ljósi þess að í rannsókninni voru bornar saman margar prófaniðurstöður hjá litlum rannsóknarhópi. Til að fá upplýsingar um styrk sam- bands (effect size) og merkingu var d-gildi Cohens reiknað út. Fengið var skriflegt samþykki fyrir þátttöku í rann- sókninni frá foreldrum barnanna. Siðanefnd Landspít- ala og Tölvunefnd veittu leyfi fyrir rannsókninni 27. og 28. febrúar 1996. Niðurstöður Öll samanburðarbörn og 32 af 35 fyrirburum luku þremur helstu þroskaprófum rannsóknarinnar, WPPSI-R, TOLD-2P og MAP. Við tölfræðilega próf- un kom fram munur fyrir öll meðaltöl heildarniður- staðna WPPSI-R (p<0,001) á milli fyrirbura og sam- anburðarbarna. Sama átti við um öll undirpróf hvors prófhluta um sig (tafla I). Frekari skoðun á meðaltöl- um leiddi í ljós verulegan mun á vægi milli prófhluta Læknablaðið 2004/90 749
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.