Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 9
RITSTJÓRIUAR6REIIUAR Upplýsingatækni í læknisfræði Grundvöllur allrar læknisfræðilegrar meðferðar er upplýsingamiðlun. Læknar leita upplýsinga um mein- gerð og nýjar meðferðarleiðir sjúkdóma og skiptast á upplýsingum um nýjungar og framþróun. Við miðl- um upplýsingum til samstarfsmanna sem skipta sköp- um í ákvarðanatöku í daglegum stöfum okkar. Án þessa upplýsingaflæðis væri læknisfræðileg meðferð fljótt úrelt, handahófskennd, ósamhæfð og sennilega í mörgum tilfellum hættuleg. Þess vegna er gríðar- lega mikilvægt að við ráðum yfir tækni sem auðveld- ar okkur að nálgast þær upplýsingar sem við leitum að og gerir okkur mögulegt að miðla upplýsingum til annarra. Á síðastliðnum áratug höfum við tekið þátt í mestu tæknibyltingu mannkynssögunnar. Farsímar, tölvur og internet hafa opnað gáttir að yfirþyrmandi upp- lýsingaflæði og jafnframt borið með sér möguleika á gagnvirkum samskiptum einstaklinga og stofnana á fljótlegan, öruggan og þægilegan hátt. Tæknilegar framfarir í læknisfræði hafa á sama tíma orðið stór- stígari en svo að auðvelt sé að fylgja þeim eftir. Þessi þróun hefur í heildina leitt til aukins hraða og meiri skilvirkni í læknisfræðilegri meðferð. Milliliður á milli læknis og upplýsinga sem hann þarf að nota og miðla áfram í daglegum störfum er upplýsingatæknin. Þróun tölvukerfa hefur verið í burðarliðnum í mörg ár, en heildarlausnin virðist allt- af vera handan við hornið. Með hliðsjón af tæknibylt- ingu undanfarinna ára er næsta undarlegt að hagnýt- ing upplýsingatækninnar skuli ekki vera lengra á leið komin í daglegum störfum lækna. Á hátæknisjúkra- húsi eru mismunandi tölvuskrár á mismunandi deild- um spítalans, engin samhæfð sjúkraskrá og flutningur upplýsinga milli deilda fer oftast fram á útprentuðum pappírseyðublöðum og jafnvel handskrifuðum mið- um. Heilsugæslan í Reykjavík hefur tekið upp marg- frægt Sögukerfi sem tengist miðlægri tölvu á Heilsu- verndarstöðinni, en engin miðlun upplýsinga á sér stað milli einstakra heilsugæslustöðva nema á pappír. Sömu sögu er að segja um samskipti heilbrigðisstofn- ana sín á milli og við einkareknu læknastöðvarnar. Þó hefur gríðarleg vinna verið unnin á síðastliðnum árum til þess að liðka þessar boðleiðir. Nú í byrjun 21. aldar er enn algengt að sjá lækna sitja á læknastof- um og skrá nótur með penna og blokk. Þannig virðist hagnýting framfara í upplýsingatækni ekki hafa náð til lækna nema að takmörkuðu leyti. Erfitt er að sjá hvernig þessi raunveruleiki fer saman við það sem við viljum kalla hátækni í heilbrigðisþjónustu. Á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins um sjúklinga- miðuð upplýsingakerfi sem haldin var 15. október síð- astliðinn kom fram að fjárfesting heilbrigðisstofnana í upplýsingatæknikerfum væri ekki líkleg til að skila mælanlegum fjárhagslegum ávinningi fyrr en eftir 10- 30 ár. Hver er þá ávinningurinn af slíkum kerfum og hvers vegna eru þau nauðsynleg? I fyrsta lagi er það krafa sjúklingsins að upplýsing- ar sem hann lætur í té séu rétt skráðar og nákvæmlega, að þær upplýsingar séu aðgengilegar öðru heilbrigðis- starfsfólki sem þarf á þeim að halda vegna rannsókna og meðferðar á vanda hans, hvort sem það er innan eða utan veggja sjúkrastofnunarinnar. Sjúklingurinn gerir þær kröfur að þessar upplýsingar tryggi öryggi hans gagnvart rangri meðhöndlun eða ómarkviss- um rannsóknum. Að lokum gerir hann þá kröfu að með þessar upplýsingar sé farið sem trúnaðarmál og að þær séu ekki aðgengilegar öðrum en þeim sem á þurfa að halda starfs síns vegna. Til þess að upp- fylla þessar kröfur allar er gott upplýsingatæknikerfi nauðsynlegt. Greiðendur heilbrigðisþjónustu gera þá kröfu að meðferðin sé hagkvæm og útgjöldum haldið í lág- marki. Heilbrigðisþjónustan á að vera eins góð og tök eru á að veita á hverjum tíma. Skilvirkni heilbrigð- iskerfisins þarf sífellt að efla. Til þess að svo megi verða þarf öflugt upplýsingatæknikerfi. Læknar gera þá kröfu að þeir hafi aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa á að halda, bæði fræði- legra gagna, rannsóknarniðurstaðna og sjúkraskrár- gagna til að geta stýrt meðferðinni og miðlað upplýs- ingum um hana til annars heilbrigðisstarfsfólks. Þetta er ógerlegt án skilvirks upplýsingatæknikerfis. Þannig verður hinum margþættu kröfum í læknis- fræðilegri þjónustu ekki mætt án aðkomu upplýsinga- tækninnar. Hér þarf að nýta möguleika tölvuneta og internets með aðgangsstýringu og gagnvirkri upplýs- ingamiðlun. Rafræn samskipti mega ekki mæta meiri hindrunum en hefðbundin upplýsingaveita gerir. Ótti við misnotkun upplýsingakerfa má ekki verða til þess að hefta framþróun þeirra. Tæknilausnir eru fyrir hendi en hafa af einhverjum ástæðum ekki náð sem skyldi inn í heilbrigðiskerfið. Augnskannar stjórna aðgangi að einkareknum heilsuræktarstöðvum en læknar staðfesta lyfjafyrirmæli með penna. Á komandi áratug munum við upplifa aukna notk- un gagnvirkrar upplýsingaveitu í læknisfræði. Sjúk- lingar munu taka aukinn þátt í ákvarðanatöku um eigin meðferð og komast í samband við gagnabanka Karl Andersen Höfundur er hjartalæknir á Landspítala og í ritstjórn Læknablaðsins. Læknablaðið 2004/90 737
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.