Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 35

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 35
FRÆÐIGREINAR / HÆTTULEG HÁLSBÓLGA Hættuleg hálsbólga Sjúkratilfelli Sigurður Heiðdal1 SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG SMITSJÚKDÓMUM Sigurður E. Sigurðsson2 SÉRFRÆÐINGUR í SVÆFINGA- OG GJÖR- GÆSLULÆKNINGUM Orri Einarsson3 SÉRFRÆÐINGUR í MYNDGREININGU Karl G. Kristinsson4 SÉRFRÆÐINGUR í SÝKLAFRÆÐI 'Lyflækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, 2Gjörgæsludeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, 3Myndgreiningadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, 4Sýklafræðideild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigurður Heiðdal, lyflækninga- deild FSA, 600 Akureyri. sigurdurh@fsa. is Lykilorð: Lemierre heilkenni, Fusobacterium, necrobacill- osis, loftfœlnar bakteríur, bláœðabólga, hóstarbláœð. Sjúkrasaga Þrjátíu og þriggja ára gamall bóndi, áður hraustur, kom á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA). Hann hafði veikst sex dögum áður með háum hita, miklum slappleika og verkjum aftan í hálsi. Hann var alveg rúmfastur, kastaði mikið upp en var ekki með niðurgang. Allan tímann var hann með óstöðv- andi hiksta. Kona hans tók eftir að hann var móður og svaf illa. Hann mældist með hita um 40° C og fór að lokum til heilsugæslulæknis sem sá að hann var gulur og fárveikur og sendi hann á bráðamóttöku FSA. Við komu á FSA var hann fárveikur (septískur), lá á bekk, vakandi og áttaður, mjög þvoglumæltur, og skalf mikið. Blóðþrýstingur var 140/85 mmHg iiggjandi og 128/64 mmHg sitjandi. Púls 119/mín, reglulegur. Öndunartiðni 36/mín. Hiti 39,8°C í enda- þarmi. Hann var gulur á húð og í augnhvítu. Mikil þreifieymsli voru í hnakka og aftan á hálsi en ekki hnakkastífleiki. Hann var mjög þurr á vörum, með blóðskorpur í munni og brúnleita, að því er virt- ist, fláka af yfirborðsdrepi á tungu. Hann var mjög bólginn í koki. Fíngert brak heyrðist yfir hægra lunga. Við hjartahlustun heyrðust eðlilegir hjartatónar og slagbilsóhljóð (systólískt). Kviður var aumur undir hægri rifjaboga en engar líffærastækkanir né aðrar fyrirferðaraukningar fundust. Hann var með kylfu- fingur (talið vera meðfætt) og flísablæðingar sáust undir nöglum. Nöglin á hægri stórutá var inngróin og talsvert sár og bólguholdgun (granulation) umhverfis en ekki merki um bráða sýkingu. Maðurinn var að nálgast sýkingalost án augljósrar orsakar. Vegna gruns um yfirþyrmandi blóðsýkingu (fulmi- nant sepsis) var hann fluttur án tafar á gjörgæslu- deild. Blóðprufur við komu (tafla I) sýndu merki um alvarlega, undirliggjandi sýkingu með mikilli truflun á efnaskiptum og lifrarstarfsemi, bráðri nýrnabilun og alvarlegri blóðflagnafæð sem gat þýtt byrjandi útbreidda segamyndun (disseminated intravascular coagulation). Fyrst eftir komu lá ekki ljóst fyrir hver væri orsök þessa alvarlega sýkingarástands. Á röntgenmynd af lungum (mynd 1) mátti sjá hringlaga þétting- ar útlægt í báðum lungum, allt að 3 cm í þvermál. Blóðgös reyndust vera pH 7,38, pC02 32 mmHg, pO, lllmmHg, HC03' 18 mmól/L, BE -5 mmól/L og 02 mettun 98%. Gerð var hjartaómun (trans- thoracal) þegar á bráðamóttöku vegna gruns um bráða hjartaþelsbólgu en ekki sáust merki um slíkt. ENGLISH SUMMARY Heiðdal S, Sigurðsson SE, Einarsson O, Kristinsson KG A Severe Throat Infection Læknablaðið 2004; 90: 763-6 We report a case of Lemierre’s syndrome or, human necrobacillosis, in a 33 year old icelandic male. A severe clinical picture, fulfiliing all the criteria for this syndrome, is described. With antibiotic therapy, and critical care, the outcome was successful. A brief over- view of infections due to Fusobacterium necrophorum, with special emphasis on Lemierre’s syndrome, is presented. Etiology, clinical symptoms, treatment and prognosis of this syndrome are discussed. We believe this to be the first case of human necrobacillosis to be reported in lceland. Keywords: Lemierre’s syndrom, anaerobic infection, anaero- bic bacteria, septic thrombophlebitis, internal juguiar vein. Correspondence: Sigurður Heiðdal, sigurdurh@fsa.is Mynd 1. Fjölmargar daufar allt að 3 cm stórar hringlaga þéttingar útlœgt í báðum lungum. Ómskoðun af kvið sýndi eðlilega lifur, gallblöðru, gallvegi, bris og nýru ásamt milta og ekkert annað athugavert. Ómskoðun á hálsi sýndi einungis einn rúmlega 1 cm stóran eitil undir húð, aftan til á hálsi hægra megin. Teknar voru ræktanir frá hálsi, hráka, blóði og þvagi og síðan hafin meðferð með kloxacill- ín 2 gm x 4, ceftríaxón 1 gm x 2 og gentamícín 300 mg x 1 í æð. Kloxacillín var fljótlega hætt vegna kláða og útbrota. Við komu á gjörgæslu var hann í sýkingar- Læknablaðið 2004/90 763
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.