Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 8
RITSTJÓRNARGREINAR Er einhvern lærdóm hægt að draga af þessum ferli? Tvennt kemur í huga. I fyrsta lagi má spyrja hvort skráning okkar á nýjum lyfjum sé yfir gagnrýni hafinn. Eru ekki nægar kröfur gerðar til lyfjafram- leiðenda? Má þar bæði nefna rannsóknir og upplýs- ingar sem fyrir eiga að liggja áður en lyfin eru skráð, en ekki síður kröfur um rannsóknir eftir skráningu (post-marketing trials). Til dæmis vekur athygli í máli rófecoxib að mjög litlar upplýsingar lágur fyrir um notkun lyfsins hjá sjúklingum með þekkta hjarta- og æðasjúkdóma. Hjarta- og æðasjúkdómar eru veru- legt lýðheilsuvandamál í hinum vestræna heimi, þar á meðal á Islandi. Eftirlitsstofnanir, bæði austanhafs og vestan, höfðu ekki gert kröfur um að slíkar upplýsing- ar væru ljósar (4,5) Breytingar á þessum ferli krefjast að sjálfsögðu alþjóðlegrar samvinnu. I öðru lagi verðum við að spyrja okkur hvort við sem læknar séum of ginnkeyptir fyrir nýjum lyfjum. Sölutölur coxíblyfja benda vissulega til að svo sé. Illt er til þess að vita að einhvers konar fótanuddstækja- hugarfar sé við lýði hjá okkur læknum. Við höfum áður rætt um mikilvægi þess að sýna sjálfstæði gagn- vart lyfjafyrirtækjum og minnti formaður Læknafé- lagsins nýlega á það á öflugan hátt (6). Auðvitað er það óumdeilt að læknar vilja bera hag sjúklinga sinna fyrir brjósti fyrst og fremst og bæta þekkingu sína þeim í hag. Hins vegar er markaðssetning lyfjafyrir- tækja öflug og opinbert heilbrigðiskerfi hefur ekki nema brot af þeim fjármunum á að skipa til fræðslu sem lyfjafyrirtækin hafa. Mörg rök hníga að því að væri einungis litlu broti af þeim fjármunum sem notaðir eru til markaðssetningar veitt til rannsókna sem væru undir stjórn sjálfstæðra vísindamanna og óhlutdrægrar fræðslu værum við tvímælalaust betur sett. Hvað er til ráða? Alþjóðasamfélagið þarf að hugleiða hvort rétt sé staðið að markaðssetningu og kröfu til lyfjaframleiðenda eftir markaðssetningu. Við, íslenskir læknar, þurfum að íhuga okkar stöðu og temja okkur gagnrýnna hugarfar þegar ný lyf eru annars vegar. Enginn vafi er á að varfærni í þessu efni er mun affarasælli en offærni. Klínískar leiðbeiningar eru hér einn af lausnarsteinunum. Pær þarf eindregið að efla hér á landi og jafnframt þarf það sjónarmið að verða ríkjandi að ákvarðanir okkar þurfi að vera í samræmi við klínískar leiðbeiningar sem oftast, að minnsta kosti séu þær til. Einnig er nauðsynlegt að læknar og aðrar heilbrigðisstéttir hefji meiri umræðu um lyf í samfélaginu, gagnsemi þeirra og aukaverk- anir og geti þannig veitt almenningi og sjúklingum okkar betri ráðgjöf. Mjög margt bendir til þess að ein af ástæðunum fyrir því að hér tókst að hemja mikla aukningu á notkun sýklalyfja var umræða í samfé- laginu og fræðsla til almennings. Svarið við vandan- um snýr því bæði að vitund, varfærni og fagmennsku lækna og vitund sjúklinga. Heimildir 1. Bombardier C, Laine L, Reicin A, Shapiro D, Burgos-Vargas R, Davis B, et al. Comparison of upper gastrointestinal toxicity of rofecobix and naproxen in patients with rheumatoid arthritis. VIGOR Study Group. N Engl J Med 2000; 343:1520-8. 2. Schnitzer TJ, Burmester GR, Mysler E, Hochberg MC, Doherty M, Ehrsam E, et al. Comparison of lumiracoxib with naproxen and ibuprofen in the Therapeutic Arthritic Research and Gastro- intestinal Event Trial (Target), reduction in ulcer complications: randomised controlled trial. Lancet 2004; 364: 665-74; 3. Farkouh ME, Kirshner H, Harrington RA, Ruland S, Verheugt FW, Schnitzer TJ, et al. Comparison of lumiracoxib with naproxen and ibuprofen in the Therapeutic Arthritis Research and Gastro- intestinal Event Trial (TARGET), cardiovascular outcomes: ran- domised controlled trial. Lancet 2004; 364: 675-84). 4. Topol EJ, Falk DW. A coxib a day won’t keep the doctor away. Lancet 2004; 364: 639-40. 5. Topol EJ. Failing the public health - rofecoxib, Merck, and the FDA. N Engl J Med 2004; 351:1707-9 6. Sveinsson S. Mál er að linni. Læknablaðið 2004; 90: 293. 736 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.