Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 77

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 41 Faraldsfræði í dag Ferilrannsóknir VI Undanfarið höfum við rabbað um ýmsar hliðar feril- rannsókna; grundvallaratriði rannsóknarsniðsins, skil- greiningu áreitis og útkomu, aðferðir við eftirfylgni, helstu skekkjuvalda og almenna þætti úrvinnslu. Við munum nú enda þessa umræðu um ferilrannsóknir með því að taka saman helstu kosti þeirra og galla. Eðlis síns vegna henta ferilrannsóknir sérlega vel ef um sjaldgæf áreiti er að ræða. Skilgreining rann- sóknarhópanna miðast við áreitisstöðu og því er ljóst strax í upphafi hvort til er nægilegur fjöldi einstak- linga með tiltekið áreiti til að rannsóknin geti farið fram. Annar mikilvægur kostur er möguleikinn á að skoða margvísleg áhrif eins áreitis innan sömu rann- sóknarinnar. í þriðja lagi liggur samband áreitis og útkomu í tíma mun ljósar fyrir í ferilrannsóknum en öðrum rannsóknarsniðum, svo sem sjúklingasaman- burðarrannsóknum. Fjórði kostur ferilrannsókna er að í þeim má mæla með beinum hætti nýgengi sjúk- dóms/útkomu í hvorum rannsóknarhópi fyrir sig og þannig reikna út þá áhættu sem tengist áreitinu sér- staklega (risk related to exposure). Síðast en ekki síst þá eru líkur á upplýsingaskekkju hverfandi ef um rauntímaferilrannsókn er að ræða þar sem útkoman liggur ekki fyrir þegar gögnum um áreiti er safnað. Prátt fyrir sína mörgu kosti hafa ferilrannsóknir ýmsa annmarka. Rauntímaferilrannsóknir geta ver- ið óhemjudýrar og tímafrekar, og fer kostnaðurinn fyrst og fremst eftir lengd eftirfylgni og þeim aðferð- um sem beitt er við að halda rannsóknarhópnum til haga til lengri tíma. Ef um sögulegar ferilrannsókn- ir er að ræða getur gagnasöfnun einnig verið mjög kostnaðarsöm og erfið, ekki síst ef leita þarf gagna í (pappírs)skjalasöfnum eða í mörgum gagnasöfnum til að raða saman heillegri mynd af afdrifum þátttak- enda og útkomum. Úrtakssrýrnun (loss to follow-up) getur skaðað niðurstöður ferilrannsóknar verulega og hætta á henni vex í beinu hlutfalli við lengd eft- irfylgnitímabilsins (sbr. fyrri umfjöllun). Ef rýrnunin tengist ekki einum rannsóknarhópi fremur en öðrum leiðir hún fyrst og fremst til minna afls (power) en ef hún tengist áreitinu, útkomunni eða hvoru tveggja er hætta á upplýsingaskekkju sem dregur úr réttmæti (validity) niðurstaðnanna. Umfang skekkjunnar er háð umfangi rýrnunarinnar. Stefna skekkjunnar (það er hvort tengsl áreitis og útkomu virðast meiri eða minni en þau raunverulega eru) fer hins vegar eftir því hvernig rýrnunin tengist áreiti og útkomu, það er að segja hvort brottfallið er meira í einum rannsókn- arhóp en öðrum. Annað fyrirbæri, skylt úrtaksrýrnum, getur einnig skaðað ferilrannsóknir, en það er dræm þátttaka með- al þeirra sem valdir voru í upphaflega úrtakið (non- participation). I byrjun ferilrannsóknar er gerður listi um hæfa þátttakendur (það er einstaklinga sem uppfylla skilmerki rannsóknarinnar). Út frá þessum lista er síðan gengið þegar leitað er samþykkis við- eigandi aðila og gagnasöfnun hafin. Þekkt er að vilji til að taka þátt í rannsóknum tengist ýmsum eigin- leikum einstaklinga. Til dæmis eru þeir sem taka þátt í rannsóknum almennt meðvitaðri um heilsufar sitt og heilbrigða lífshætti en þeir sem ekki taka þátt. Ef þessir eiginleikar tengjast ekki áreitinu og útkomunni leiðir þetta yfirleitt ekki til skerðingar á réttmæti nið- urstaðna heldur fyrst og fremst til þess að erfiðara er að heimfæra niðurstöður rannsóknarinnar yfir á aðra hópa en þá sem rannsóknin var byggð á. Þá er sagt að niðurstöðurnar hafi takmarkað almennt gildi og megi ekki heimfæra á aðra hópa (the results are not gener- alizable). Ef þessir eiginleikar eru hins vegar tengdir bæði áreitinu og útkomunni er úr vöndu að ráða þar sem slíkt getur leitt til valskekkju sem dregur úr rétt- mæti niðurstaðnanna. Setjum sem svo að rannsaka eigi áhrif kaffidrykkju á framgang liðagigtar. Ef þátt- taka er tengd kaffidrykkju þannig að þeir sem drekka mikið kaffi eru líklegri en aðrir til að neita þátttöku getum við samt metið samband kaffidrykkju og liða- gigtar en fengjum hins vegar of lága niðurstöðu varð- andi algengi mikillar kaffidrykkju í samfélaginu. Svip- að gildir ef þeir sem hafa hraðgengan gigtsjúkdóm eru síður líklegir til að taka þátt; mat á sambandi kaffi- drykkju og gigtar væri nokkuð óbrenglað en algengi ágengrar liðagigtar yrði vanmetið í rannsókninni. f hvorugu þessara tilfella er réttmæti verulega ógnað. Ef hins vegar líkur á þátttöku eru tengdar bæði kaffi- drykkju og framgangi sjúkdómsins, til dæmis þannig að kaffisvelgir eru einnig, óháð kaffineyslu, líklegri (eða síður líklegir) til að hafa ágengan liðsjúkdóm, er komin til veruleg hætta á valskekkju sem leitt getur til ofmats eða vanmats á hinu raunverulega sambandi kaffineyslu og liðagigtar. María Heimisdóttir mariahei@landspitali.is María er faraldsfræðingur á Landspítala. Læknablaðið 2004/90 805
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.