Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 39

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 39
FRÆÐIGREINAR / HEILABILUN ALDRAÐRA Birtingarmynd heilabilunar í vistunarmati aldraðra fyrir hjúkrunarrými 1992-2001* Oddur Ingimarsson1,3 LÆKNANEMI Thor Aspelund2 TÖLFRÆÐINGUR Pálmi V. Jónsson1,3,4 SÉRFRÆÐINGUR í LYF- OG ÖLDRUNARLÆKNINGUM Grein þessi er framhalds- grein við „Vistunarmat aldraðra á árunum 1992-2001 - tengsl við lifun og vistun í hjúkrunarrými“ sem birtist í Læknablaðinu 2004; 2:121-9. Vísað er í þá grein varðandi ítarlegri inngang og efnivið og aðferðir. Þessi grein lýsir framhalds- rannsóknum við 4. árs verkefni Odds Ingimarssonar í læknadeild september 2003. Verkefnið hefur ekki verið birt annars staðar. Rannsókin var unnin á rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunar- fræðum, Ægisgötu 26. Þessi hluti rannsóknarinnar var styrktur af VASS. ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2Hjartavernd, 3Rannsóknar- stofu Háskóla íslands og Land- spítala í öldrunarfræðum, 4Öldrunarsviði Landspítala Landakoti. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Pálmi V. Jónsson, Landspítala Landakoti, Túngötu, 101 Reykjavík. Sími: 543-1000, palmivj@landspitali.is Lykilorð: vistunarmat aldr- aðra, heilabilun, hjúkrunar- heimili, aldraðir. Ágrip Tilgangur: Heilabilun er vaxandi heilbrigðisvanda- mál og er meðal annars helsta ábendingin fyrir vistun í hjúkrunarrými í dag. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða aldraða einstaklinga með gilt vistunar- mat í hjúkrunarrými á mismunandi stigi heilabilunar og athuga tengsl stigs heilabilunar við þætti eins og lifun á hjúkrunarheimilum, biðtíma eftir vistun, af- drif aldraðra eftir vistunarmat og spáþætti fyrir lifun eftir vistunarmat. Efniviður og aðferðir: Allar umsóknir um vistun- armat aldraðra eru færðar inn í gagnabanka sem er varðveittur hjá SKÝRR hf. Fengnar voru upplýsing- ar úr þeim gagnabanka um alla sem bjuggu á höfuð- borgarsvæðinu og gengust undir fyrsta vistunarmat á tímabilinu 1. janúar 1992 til 31. desember 2001 en upplýsingar um lifun voru fengnar úr þjóðskrá. Sam- tals voru þetta 3417 einstaklingar. Notast var við töl- fræðiforritið SPSS við tölfræðilega úrvinnslu. Niðurstöður: Heilabilun er stór áhættuþáttur vistun- ar en 79% vistaðra voru með heilabilun á einhverju stigi. Eftir því sem heilabilun var meiri hjá körlum þá vistuðust þeir yngri, p<0,01. Stig heilabilunar hafði ekki marktæk áhrif á aldur kvenna við vistun. Heild- arstig við vistun hækkuðu samfara aukinni heilabil- un, p<0,01. Karlar lifðu skemur á hjúkrunarheimilum eftir því sem heilabilun var meiri við vistun, p=0,02. Stig heilabilunar hafði ekki marktæk áhrif á lifun kvenna eftir vistun. Dánartíðni eftir vistunarmat var hæst á fyrsta ári hjá báðum kynjum og öllum stigum heilabilunar. Mun fleiri karlar en konur létust á fyrsta árinu eftir vistunarmat, p<0,01. Hlutfall karla sem voru á lífi þremur árum eftir vistunarmat var 30% en hlutfall kvenna var 46%, p<0,01. Hreyfigeta og lágur aldur við mat voru sterkustu spáþættir lifunar hjá báðum kynjum en hjá körlum með mikla eða afar mikla heilabilun var óróleiki sterkasti spáþátturinn. Ályktun: Heilabilun er stærsti orsakavaldur vistunar á hjúkrunarheimili á íslandi og verður því að taka sér- stakt tillit til heilabilunar við úthlutun vistunarplássa. Endurskoða þarf forgangsröðun karla inn á hjúkrun- arheimili og breyta henni þannig að karlar með hærra stig heilabilunar bíði skemur en karlar með lægra stig heilabilunar. Inngangur Heilabilun er algengasta ábendingin fyrir langtíma- vistun í hjúkrunarrými (1) en helstu orsakir heilabil- ENGLISH SUMMARY Ingimarsson O, Aspelund T, Jónsson PV Expression of dementia in preadmission nursing home assessment for skilled nursing homes 1992-2001 Læknablaðið 2004; 90: 767-73 Objective: Dementia is a growing health issue and is currently the main reason for nursing home (NH) admission. The objective of this study is to describe the elderly who qualified for an admission to NH in the Reykjavík metropolitan area. Special attention is paid to the degree of dementia and how it affects various factors such as: waiting time for NH admission, factors that could possibly predict survival after preadmission nursing home assessment (PNHA) and survival in NH's. Material and methods: Every PNHA evaluation is stored in a database by SKÝRR Inc. Information from that database regarding all, who lived in the Reykj- avík metropolitan area and had undergone their first PNHA during the period from January 1st 1992 to 31 st of December2001, was collected. Information about survival was collected from the lcelandic National Reg- istry. There were 3417 individuals in the study group. SPSS was used for statistical analysis. Results: Dementia is a major risk factor for NH adm- ission with about 79% of the elderly with some degree of dementia. Dementia correlated with lower age at admission for men, p<0,01. The degree of dementia had no effect on the age of women at admission. The total score of the PNHA correlated with higher degree of dementia. Higher dementia degree meant less surv- ival for men after NH admission, p=0,02. The degree of dementia did not effect survival of women after adm- ission. The death rate was highest in the first year after PNHA for all degrees of dementia. The ratio of men who were still alive after 3 years was 30% but 46% of the women were still alive, p<0,01. Factors predicting longer survival were lower age and good mobility for both sexes. In men with high or very high degree of dementia a high score for behaviorai symptoms pred- icted shortened survival. Conclusions: Dementia is the main reason for NH admission in lceland and therefore special attention must be paid to it when NH beds are assigned. The priority of males should be revised so that men with higher degree of dementia be prioritized over other males. Key words: assessment, elderly, dementia, nursing homes, pre admission. Correspondence: Pálmi V. Jónsson, palmivj@landspitali.is Læknablaðið 2004/90 767
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.