Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2004, Side 20

Læknablaðið - 15.11.2004, Side 20
FRÆÐIGREINAR / ÞROSKI FIMM ARA FYRIRBURA motorisk Utvecklingsstatus l-7ár (FU) sýndu mun á öllum þáttum (p<0,001) og var um það bil árs mun- ur á frammistöðu hópanna tveggja, samanburðar- börnunum í hag. Niðurstöður úr svörum foreldra við spurningalistanum Child Behavior Checklist (CBCL) sýndu mun á milli hópanna á þremur þáttum af átta, fyrirburum í óhag (p<0,001). Ályktun: Proskamælingar við fimm ára aldur gefa til kynna að fjórðungur lítilla fyrirbura nær sama árangri og jafnaldra samanburðarbörn. I heildina er frammi- staða lítilla fyrirbura í þessari rannsókn þó marktækt slakari hvað varðar vitsmunaþroska og skynhreyfi- þroska. Samkvæmt þeim þroskaprófum sem not- uð voru birtist þroskavandi fyrirburanna einkum í flóknari skynúrvinnslu, samhæfingu og skipulagn- ingu athafna. Hegðunarfrávik náðu ekki klínískum mörkum þótt munur væri á milli hópanna á einstaka þáttum. Meirihluti lítilla fyrirbura glímir við umtals- verð þroskafrávik og því er mikilvægt að tryggja þeim snemmtæka íhlutun á leikskólaárum og sérstakan stuðning og kennslu í grunnskóla til þess að draga úr langtímaáhrifum þroskavanda þeirra. Inngangur Fleiri litlir fyrirburar sem vega minna en lOOOg við fæðingu (Extremely Low Birthweight, ELBW) lifa eftir að notkun lungnablöðruseytis varð almenn hér á landi (1). Rannsóknin „Fyrirburar - langtímaeftirlit með heilsu og þroska“ fór fram á árunum 1996-2001 og sýna niðurstöður hennar að börnum með fötlun hefur ekki fjölgað hlutfallslega. Hins vegar glímir allstór hluti íslensku fyrirburanna við langvinnan heilsubrest og þroskavanda (2). Af fjölda erlendra rannsóknaniðurstaðna er einnig ljóst að verulegur hluti lítilla fyrirbura er með frávik í þroska og hegðun (3-9). Rannsóknaniðurstöður eru misvísandi um það hvort samband sé á milli kyns lítilla fyrirbura ann- ars vegar og hins vegar lifunar, heilsufars og þroska. Eldri rannsóknir sýndu betri lifun telpna (10-12) en landfræðilega afmarkaðar rannsóknir frá tíunda ára- tugnum sýna lítinn kynjamun (9, 13, 14). Nokkrar rannsóknir hafa sýnt mun á þroska lítilla fyrirbura eftir kyni, drengjum í óhag (15,16) en aðrar ekki (8, 13,14,17). Hlutfall stúlkna í íslensku fyrirburarann- sókninni var afar hátt, eða 77% (1, 2), og sker sig úr öðrum landfræðilega afmörkuðum rannsóknum frá tíunda áratugnum (9,13,14). Samband er á milli lágrar fæðingarþyngdar (<2500g) og slakari frammistöðu á prófum sem mæla vitsmunaþroska (16,18) og er frammistaða lítilla fyr- irbura í heildina slakari heldur en hjá börnum sem fæðast ívið þyngri (1000-1500g) eða fullburða (18-22). Líkur á því að börn með fæðingarþyngd <750g hafi greindartölu <70 á skólaaldri eru mun meiri en fyrir börn með fæðingarþyngd 750-1499g og allt að tífald- ast ef miðað er við fullburða jafnaldra (3). Próf sem mæla vitsmunaþroska eru mikilvæg til að fylgjast með þroskaframvindu fyrirbura. Hins vegar duga slík próf ekki ein og sér til að kortleggja þroska í rannsóknum af þessu tagi (3, 19). Rannsóknir með víðu sjónarhorni hafa leitt í ljós margs konar frávik í þroska, hegðun og líðan sem hafa áhrif á námsfærni, samskipti og lífsgæði (5, 6, 19, 21-23). Niðurstöður málþroskamælinga hjá fyrirburum fyrir grunnskóla- aldur sýna frammistöðu í lægra meðallagi miðað við jafnaldra (4) og einkenni athyglisbrests með eða án ofvirkni eru algeng (6, 24). Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós frávik í skynjun, hreyfingum og skynúr- vinnslu (5, 25-27). Fáar rannsóknir fjalla um skyn- og hreyfiþroska hjá litlum fyrirburum á leikskólaaldri og iðulega er miðað við <1500g fæðingarþyngd eða 32 vikna meðgöngulengd (26-29). Leitt hefur verið að því líkum að frávik í fínhreyfiþroska hafi meiri áhrif á samhæfingu sjónar og handa en frávik í sjónúrvinnslu, og að skert hreyfi- og stöðuskyn torveldi markvissa stjórnun handahreyfinga (26, 28). Einnig hefur ver- ið staðfestur vandi í hreyfingum og samhæfingu hjá fyrirburum (<1500g) á grunnskólaaldri þrátt fyrir að skynhreyfiþroski þeirra hafi virst eðlilegur við þriggja ára aldur (29). Þessihlutirannsóknarinnar„Fyrirburar-langtíma- eftirlit með heilsu og þroska" fjallar um niðurstöður mælinga á vitsmunaþroska, málþroska og skynhreyfi- þroska auk mats foreldra á hegðun. Aðferðir Þátttakendur voru allir litlir fyrirburar, 27 stúlkur og átta drengir, sem fæddust á árunum 1991-95 á Islandi og voru á lífi við fimm ára aldur. Einnig komu til skoðunar 55 jafnaldra samanburðarbörn sem voru fædd eftir fulla meðgöngu sama dag og fyrirburi, af sama kyni, fullburða og með Apgar einkunn >7 við eina og fimm mínútur. Samanburðarbörnin voru að mati foreldra sinna talin hraust, höfðu þroskast eðlilega og höfðu íslensku að móðurmáli. Öll börnin komu til skoðunar á aldrinum 5 ára og 3 mánaða til 5 ára og 8 mánaða og gengust undir þroskamæling- ar hjá þverfaglegu teymi sérfræðinga. Hver athugun tók tvo daga. Börnin komu eftir hádegi fyrri daginn til barnalæknis, talmeinafræðings og augnlæknis á göngudeild Landspítala. Seinni daginn komu þau fyrir hádegi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins til sálfræðings og iðjuþjálfa og eftir hádegi til skoðun- ar á Heyrnar- og talmeinastöð íslands. Sálfræðingur mældi vitsmunaþroska (30), talmeinafræðingur mál- þroska (31) og iðjuþjálfi skynhreyfiþroska (32, 33). Foreldrar svöruðu Spurningalista um atferli barna (34, 35). Prófaldur var valinn rúmlega fimm ár til að hægt væri að nota saman mismunandi þroskapróf og 748 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.