Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / SEGULÖRVUN HEILA kemur fram sem bæling á bakgrunnsvöðvariti eftir segulörvun (mynd 3) og þegar tvíáreiti er notað getur fyrra seguláreitið ýmist haft hvetjandi eða hamlandi áhrif á seinna vöðvasvarið (mynd 4). Himnuspenna frumna í heilaberki er talin hafa áhrif á hreyfiþröskuld og lyf sem hafa áhrif á hreyfi- þröskuld eru einkum þau sem hindra opnun spennu- stýrðra natríumjónaganga í frumuhimnu (9). Haml- andi taugaboðefnakerfi GABA (7-aminobutyric acid) er hins vegar talið tengjast þögla tímabili heila- barkar og svörun við tvíáreiti. GABA-virk lyf hafa verið notuð til að breyta lengd þögla tímabilsins og svörun við tvíáreiti (10). Talið er að þessar skráningar tengist jafnvel að nokkru leyti sérhæft mismunandi undirgerðum GABA viðtaka. Bent hefur verið á að nýta megi skráningar vöðvarits eftir segulörvun til að rannsaka in vivo lífeðlisfræðilega verkun taugavirkra lyfja. Breytingar í skráningum hamlandi ferla hafa kom- ið fram í ýmsum heilasjúkdómum. I Parkinson sjúk- dómi hefur þögla tímabilið mælst stutt sem bendir til einhverskonar minnkunar í hömlun, en lengist eftir að gefin eru lyf sem notuð eru í meðferð Parkinson sjúklinga (11). Hjá sjúklingum með geðlægð er hins vegar lenging á þögla tímabilinu (12) og minnkuð svörun við tvíáreiti (13) en hvoru tveggja bendir til aukinnar hömlunar á hreyfisvæðum heilabarkar. Hugræn starfsemi Með segulörvun hefur skapast tækifæri til að kanna tengsl heilavirkni og hugrænna ferla. Segulörvun hef- ur svæðisbundin áhrif á heilastarfsemi og getur þann- ig framkallað sértæka truflun á heilastarfsemi eins og til dæmis skynjun. Fyrsta rannsóknin, sem notfærði sér þetta var gerð á sjónberki. Segulörvun yfir aðal- svæðum sjónskynjunnar í hnakkablaði 80-100 ms eftir að sjónáreiti birtist, hindrar skynjun þess (14). Jafn- framt hefur sjónskynjun hreyfingar verið bæld með segulörvun yfir heilavæðum sem talin eru mikilvæg fyrir úrvinnslu hreyfinga (15). Hægt er að framkalla ljósskynjun (phosphenes) í myrkvuðu herbergi með rað-segulörvun yfir sjónberki (16). Komið hefur í ljós að hjá sjúklingum með mígreni er áreitisþröskuldur fyrir þessar ljósskynjanir lækkaður (17). Ein fyrsta hugmyndin um gagnsemi áhrifa segul- örvunar á hugræna starfsemi var að staðsetja mál- stöðvar. Rað-segulörvun á hreyfisvæði tals (Broca svæði) í ríkjandi ennisblaði hefur verið notuð til að framkalla máltruflun (18). Nú er Wada-próf almennt notað til að ákvarða í hvoru heilahvelinu málstöðvar eru staðsettar (19) en það krefst innsprautunar efna í hálsslagæð. Með segulörvun má mögulega staðsetja á auðveldari hátt ríkjandi heilahvel fyrir mál og er klín- ískt notagildi þessarar aðferðar í þróun. Aðrar rannsóknir á hugrænum ferlum sem tengj- ast máli gefa til kynna möguleika segulörvunar til þess að bæta málskilning eftir heilablóðfall eða aðra heilaskaða. Segulörvun yfir svæðum heila sem talin eru tengjast skilningi á máli (Wernicke svæði), stytti þann tíma sem tekur að nefna hluti sem sýndir eru samtímis. Sömuleiðis styttist viðbragðstími í hugræn- um verkefnum við örvun vinstri framennissvæða en ekki við örvun annarra svæða (20,21). Meðferð heilasjúkdóma Nokkrum árum eftir að segulörvun heila var kynnt kom fram áhugi á notkun hennar í meðferð heila- sjúkdóma. Flestar meðferðartilraunir hafa beinst að djúpri geðlægð með örvun á vinstri framennissvæð- um heila en þar hafa fundist breytingar á blóðflæði hjá þunglyndissjúklingum (22). Vísbendingar eru um áhrif segulörvunar á þunglyndiseinkenni svipuð þeim sem sjást í kjölfar rafkrampameðferðar (23). Ef rann- sóknir í framtíðinni staðfesta þetta gæti segulörvun heila orðið ákjósanleg meðferð í einhverjum tilfell- um, þar sem aukaverkanir virðast litlar. Framkvæmd segulörvunarmeðferðar er auðveld þar sem ekki þarf að svæfa fólk og gefa vöðvaslakandi lyf, eins og fyrir rafkrampameðferð. Síðustu ár hafa rannsóknir gefið til kynna að segulörvun heila geti létt þunglyndi, að minnsta kosti tímabundið. Fjölrannsóknagreiningar (meta-analysis) hafa stutt þetta upp að vissu marki (24,25). Mælingar á örvandi og hamlandi ferlum í kjölfar segulörvunar hjá sjúklingum með flogaveiki hafa gef- ið ólíkar niðurstöður, en oftast kemur fram að um of- örvun í heilaberki er að ræða (26). Svo virðist sem að lágtíðni rað-segulörvun leiði til minnkunar flogavirkni í heilariti (27) og dýratilraunir hafa sýnt að langtíma lágtíðni rað-segulörvun geti hækkað krampaþröskuld (28). í Ijósi þessa hefur segulörvun verið reynd í með- ferð flogaveiki en árangur er misjafn enn sem komið er (29,30). í fjölmennri rannsókn á áhrifum segulörvunar á sjúklinga með slingur einkenni vegna arfgengr- ar mænu- og hnykilhrörnunar (31), var marktækur munur á bata eftir segulörvun yfir svæðum hnykils borið saman við gervisegulmeðferð. Talsvert dró úr einkennum jafnvægistruflunar sem kemur fram við stöðu og gang. Þessi tilraunameðferð var reynd á taugarannsóknastofu Landspítala og dró úr slingur einkennum hjá þremur sjúklingum af fjórum með skemmdir í hnykli af öðrum orsökum en arfgengri mænu- og hnykilhrörnun (32). Þetta er mikilvægt því lítið er um meðferðarmöguleika fyrir sjúklinga með jafnvægistruflanir sem tengjast hrörnun eða skemmd- um í hnykli, eða hnykilbrautum. Segulörvun heila sem meðferð við ofangreindum sjúkdómum er enn á tilraunastigi. Rannsóknir hafa einnig verið gerðar á áhrifum segulörvunar í meðferð Læknablaðið 2004/90 757
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.