Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 58

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁRSFUNDUR WMA Ársfundur Alþjóðafélags lækna Ályktað um samskipti lækna og fyrirtækja Rætt við Jón G. Snædal formann siðfræðiráðs WMA Að fundarhöldum loknum var tœkifœrið notað og litast um í Japan. Jón ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Karlsdóttur, og Margréti Gunnarsdóttur eiginkonu Gunnars framkvœmda- stjóra. Alpjóðafélag lækna (World Medical Association, WMA) hélt ársfund sinn í Tókýó í Japan dagana 6,- 9. október. Par átti LÍ þrjá fulltrúa en fundinn sóttu fyrir hönd félagsins Sigurbjörn Sveinsson formaður, Jón G. Snædal varaformaður og Gunnar Armanns- son framkvæmdastjóri. Jón var ekki eingöngu fulltrúi LI á fundinum því hann gegnir stöðu formann sið- fræðiráðs félagsins og er því einn af forystumönnum samtakanna. - Jú, þarna voru sam- þykktar nýjar reglur um samskipti lækna og fyrir- tækja en þá er bæði átt við framleiðendur lyfja og tæknibúnaðar fyrir heilbrigðiskerfið. Petta eru einhliða reglur WMA, ekki samningur við fyrirtækin eins og við þekkjum. Með vissum undantekningum er innihald þessara reglna svipað og hjá okkur. Til dæm- is er þarna fjallað um lækna sem vinna hjá fyrirtækj- um að öllu leyti eða hluta og hverjar skyldur þeirra eru. Að öðru leyti er þetta svipað og ekkert í reglum WMA sem stangast á við okkar reglur. Ég skal ekki segja hvort þessi samþykkt markar tímamót. Það er víða unnið að reglusmíð á þessu Fundurinn fórfram á stóru hóteli í miðborg Tókýó. Þröstur Haraldsson Læknablaðið hitti Jón að máli og spurði hvort ekki hefði eitt- hvað verið til umræðu á þessum fundi sem snertir íslenska lækna. sviði, meðal annars á vegum evrópsku læknasamtak- anna sem er í sama farvegi og hjá okkur, þær verða í formi samnings við lyfjafyrirtækin. Þaö tekur hins vegar lengri tíma en menn ætluðu og reglurnar verða ekki tilbúnar á þessu ári eins og vonir stóðu til. - Svara þessar reglur þeirri gagnrýni sem fram hef- ur komið að undanförnu á samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja? - Þeim er ætlað að gera það og draga úr tortryggni í garð þeirra samskipta. í því ljósi er mjög jákvætt að læknar skuli gefa út yfirlýsingu um það hvernig þeir vilja haga þessum samskiptum. Eins og fram kemur í reglum WMA og samningi okkar þá er lagaumhverfið með þeim hætti að þessi samskipti verða að eiga sér stað, lyfjaþróunin hefur ekki annan farveg frá fyrir- tækjunum til samfélagsins en í gegnum lækna. Skyldur lækna í stríði En það var fleira til umræðu í Tókýó. - Já, það var gefin út yfirlýsing um hlutverk og skyldur lækna í vopnuðum átökum. Þar er lögð mikil áhersla á að skyldur læknis eru fyrst og fremst við þá sjúklinga sem hann stendur frammi fyrir, án tillits til hvar þeir standa í átökunum. Kveikjan að þessari yfir- lýsingu er ástandið í Palestínu. Norrænu félögin létu frá sér heyra um ástandið þar fyrir um það bil ári og lýstu áhyggjum sínum af því. Þá brugðust ísraelsku læknasamtökin hart við því sá kvittur komst á kreik að til stæði að reka þau úr WMA sem enginn hafði hugleitt. Þeir lögðu fram tillögu um yfirlýsingu sem var tekin til umræðu og breytt áður en hún var sam- þykkt. Þetta mál er þó enn í gangi því nú í september sendu formenn norrænu læknafélaganna sameigin- leg bréf til ísraelsku og bandarísku læknasamtakanna vegna upplýsinga sem borist höfðu um harðræði sem fangar væru beittir í fangelsum í ísrael og írak. Það sem ýtti við mönnum var að af þeim upplýsingum mátti skilja að læknar hefðu átt hlut að máli með bein- um eða óbeinum hætti. Israelska læknafélagið er þegar búið að svara og gera grein fyrir því hvernig það hefur tekið á þessu. Þeir hafa skipt sér af þessum málum og reynt að styðja lækna sem sinna föngum. Bandarísku samtökin hafa ekki svarað nema munnlega en þau hafa sent okk- ur afrit af bréfi sem samtökin sendu Donald Rums- feld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þar fara þau fram á að gerð verði hlutlaus rannsókn á meintu 786 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.