Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 48

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ / AÐALFUNDUR Ll Kjaramál lækna Bjarni Þór Eyvindsson Höfundur er formaöur Félags ungra lækna og fulltrúi þess í stjórn LÍ. í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Undanfarnar vikur hefur þjóðfélagsumræðan snúist um verkfall kennara og áhrif þess. Líkt og oft áður er það saklaust fólk sem geldur mest fyrir svona verk- föll. í þessu tilfelli eru það einstaklingar sem varla hafa málsvara vegna ungs aldurs. Aðalumkvörtunin kemur frá foreldrunum að geta ekki sinnt vinnu sinni að fullu. Það sem hefur hins vegar vakið áhuga minn eru kröfugerðir kennara. Hefur sú umræða snúist nokk- uð um hvað sé réttlátt að hafa í laun eftir þriggja ára háskólanám. Hefur einnig komið þar fram sú mikla ábyrgð sem kennarar bera við kennslu barnanna okk- ar. Taka má undir með kennurum að þeir beri ábyrgð á framtíð þessa lands því menntun mun ráða miklu um hvar ísland mun standa í samkeppni við aðrar þjóðir í hátæknisamfélagi. Kennarar hafa talið það réttlátt að nýútskrifaður kennari sem lokið hefur þriggja ára háskólanámi sé með 250.000 kr. í grunnlaun. Pessari kröfu fylgir einn- ig krafa um breytingu á kennsluskyldu og öðru sem ekki er ætlunin að fara út í frekar hér. Hins vegar er gaman við þetta tækifæri að bera saman kröfu kennara og stöðu kjaramála unglækna í dag. Til að hefja störf sem læknir þarf einstaklingur að ljúka sex ára háskólanámi. Til að fá full réttindi þarf svo að vinna í eitt ár til að uppfylla skyldur um lækningaleyfi. Unglæknir hefur þá sinnt námi í um 20 ár frá því að hann byrjaði í barnaskóla. Nýútskrifaður kandídat frá Háskóla íslands byrjar núna með 204.000 í grunnlaun eftir sex ára háskóla- nám. Eftir að hafa lokið ársvinnu og með veitingu lækningaleyfis fara grunnlaunin upp í 234.000. Auðvitað er erfitt að bera saman mismunandi starfsstéttir og álag og ábyrgð sem þeim fylgja. Störf kennara og lækna eru ólík. Hins vegar eru þetta hvoru tveggja störf sem krefjast háskólamenntunar og í báð- um störfum felst mikil ábyrgð ogjafnvel álag. Ekki veit ég hvernig launanefnd kennara hefur komist að þeirri niðurstöðu að lágmarksgrunnlaun skuli vera um 250.000. Hlýtur þar að baki að liggja lengd á háskólanámi, álagi í starfi, ábyrgð á framtíð okkar litla lands og ýmislegt fleira. Ef við setjum upp einfalt reikningsdæmi þar sem við samþykkjum að álag og ábyrgð sé svipuð þeg- ar kemur að kennurum og læknum þá myndi helsti munurinn vera lengd á háskólanámi. Ef miðað er við að meðalgrunnlaun verkamann séu um 100.000 þá eru kennarar að fara fram á um 50.000 kr. hækkun á grunnlaunum fyrir hvert ár í háskólanámi. Par á bak við fylgir auðvitað einnig stúdentspróf. Ef þessari reikningsformúlu yrði beitt fyrir lækna væri launakrafa unglækna við næstu kjarasamninga eftirfarandi. Grunnlaun verkamann: 100.000 Hækkun vegna háskólanáms: 6 x 50.000 Samtals 400.000 Sem formaður Félags ungra lækna getur undir- ritaður verið hjartanlega sammála launanefnd Kenn- arasambandsins í launaútreikingum sínum. Það hefur lengi verið ljóst að grunnlaun kennara og lækna eru of lág. Krafa okkar í næstu kjaraviðræðum hlýtur því að byggja á sama grunni og kröfur kennara í dag. Þörfin fyrir vel menntaða kennara og lækna hefur aldrei verið meiri enda þjóðfélagið á stjörnuhraða í tæknivæðingu. Krafan verður sífellt meiri um hærra menntunarstig og betri heilsu. Til þess að geta sinnt þessu þurfa störf kennara og lækna að vera aðlaðandi og aðstæður til að sinna þessum störfum fullkomnar. Undirritaður lýsir því fullum stuðningi við launa- baráttu kennara og óskar eftir því að fá sama stuðning þegar kemur að kjaraviðræðum lækna næsta vetur. Heílbrigðissagan leidd til lykta Á aðalfundi Lí voru bornir upp reikningar félags- ins samkvæmt dagskrá. Við þá kynningu kom fram að gamalt verkefni félagsins, Heilbrigðissagan, er nú enn á dagskrá eftir nokkurra ára hlé. Stefnt er að því að leiða skrif þessarar sögu til lykta á næsta ári en þá er ráðgerð útgáfa bókarinnar. LÍ hefur nú samið við Sumarliða ísleifsson sagnfræðing um að koma að ritstjórn verksins, en höfundur þess, Jón Ólafur ísberg, mun velja myndefni í bókina og búa hana til prentunar. Um verður að ræða eitt bindi sem spannar heilbrigðissögu þjóðarinnar í máli og myndum og eru þegar hafnar viðræður við forlag sem hyggst gefa bókina út. 776 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.